Andri Már Kristinsson hefur verið ráðinn til vefstofunnar Hugsmiðjunnar þar sem hann mun starfa sem ráðgjafi í stefnumótun og markaðssetningu á vefnum.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Andri sé viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hafi yfir 10 ára reynslu í markaðsmálum.
„Eftir þrjú ár í markaðsdeild Nýherja hóf Andri störf hjá Google sem sérfræðingur í auglýsingaþjónustu fyrirtækisins, Google AdWords. Í kjölfarið gerðist hann framkvæmdastjóri vefmarkaðsfyrirtækisins Kansas sem varð hluti af markaðsstofunni Janúar árið 2014. Nú síðast starfaði Andri hjá Landsbankanum þar sem hann var ábyrgur fyrir vefmarkaðssetningu bankans.
Andri mun ásamt Margeiri Ingólfssyni leiða nýtt teymi innan Hugsmiðjunnar sem mun veita þjónustu í markaðssetningu á netinu og stefnumótun í vef- og markaðsmálum,“ segir í tilkynningunni.
Spenntur
Andri Már kveðst ánægður með að vera kominn til Hugsmiðjunnar og spenntur að taka þátt í þeim verkefnum sem framundan séu. „Stafrænar lausnir gegna sífellt stærra hlutverki í daglegu lífi okkar. Við eigum samskipti, leitum, verslum, horfum, bókum og lærum í gegnum hinar ýmsu stafrænu þjónustur. Ástæðan fyrir þessum miklu breytingum er að þessar þjónustur skapa þægilegri, einfaldari og ánægjulegri upplifun. Hugsmiðjan hefur mikinn metnað að skapa frábærar upplifanir og verða leiðandi á því sviði en ég trúi því að markaðsmál eigi og muni fyrst og fremst snúast um notendaupplifun í hinum stafræna heimi.“
Haft er eftir Ragnheiði Þorleifsdóttur, framkvæmdastjóra Hugsmiðjunnar, að ráðningin sé liður í efla það teymi sem sinni stefnumótun og markaðssetningu á vefnum fyrir verðmætustu viðskiptavinina. „Það er mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu á markaðnum í dag við erum því virkilega ánægð með liðsaukann. Framtíðin er björt hjá Hugsmiðjunni með öflugt starfsfólk á öllum sviðum vef- og markaðsmála.“
Hjá fyrirtækinu starfa 25 einstaklingar.
Andri Már ráðinn til Hugsmiðjunnar
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana
Viðskipti erlent

Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar
Viðskipti innlent


Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör
Viðskipti innlent

Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins
Viðskipti innlent

Guðmundur í Brimi nýr formaður
Viðskipti innlent

Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent

Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt
Viðskipti innlent