Upprætum kynskiptan vinnumarkað Elín Björg Jónsdóttir skrifar 8. mars 2017 07:00 Uppræting hins kynskipta vinnumarkaðar er eitt af stóru verkefnunum í baráttunni fyrir jafnri stöðu og jöfnum möguleikum kvenna og karla. Þetta er ofarlega í huga í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Við þurfum að beina auknum kröftum að því að vinna gegn einni af stærstu ástæðunum fyrir launamun kynjanna, sem er mikil kynjaskipting á vinnumarkaði. Það þekkja flestir að konur eru í miklum meirihluta í uppeldis- og umönnunarstörfum á meðan karlar eru í verk- og tæknigreinum. Við búum í samfélagi þar sem hugmyndir um hlutverk kynjanna og staðalímyndir eru rótgrónar. Þessi sýn samfélagsins og einstaklinganna hefur talsverð áhrif á náms- og starfsval ungra kvenna og karla. Þegar við horfum á börnin okkar og barnabörnin vaxa úr grasi erum við örugglega öll sammála því að þessu unga fólki séu allir vegir færir. Að allir hafi möguleika til að gera það sem þeir vilja í lífinu. Það sem hins vegar gleymist í umræðunni er sú staðreynd að náms- og starfsval stýrist meðal annars af kynferði einstaklinga. Ef þeir sem starfa í ákveðinni starfsstétt eru að miklum meirihluta af öðru kyninu takmarkar það líkurnar á því að einstaklingar af hinu kyninu velji sér þann starfsvettvang. Þetta þýðir að valmöguleikarnir eru færri og takmarka frelsi einstaklingsins. Við verðum að vinna að fjölbreyttum langtímaaðgerðum á öllum stigum skólakerfisins og á vinnumarkaðnum í heild til að breyta þessu. Því vil ég fagna framtakinu #kvennastarf sem er átak í niðurbroti úreltra hugmynda um náms- og starfsval kynjanna og til að benda ungu fólki á möguleikana sem eru fólgnir í fjölbreyttu náms- og starfsvali. Það er þó einnig vert að benda á mikilvægi foreldra í þessum efnum. Rannsóknir sýna að foreldrar hafa mikil áhrif á náms- og starfsval. Í sumum tilfellum geta þeir verið aðaláhrifavaldurinn. Það er mikilvægt að stuðningur sé fyrir hendi þegar börnin okkar vilja fara óhefðbundnar leiðir og ekki síður að þau séu upplýst um alla náms- og starfsmöguleika. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Sjá meira
Uppræting hins kynskipta vinnumarkaðar er eitt af stóru verkefnunum í baráttunni fyrir jafnri stöðu og jöfnum möguleikum kvenna og karla. Þetta er ofarlega í huga í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Við þurfum að beina auknum kröftum að því að vinna gegn einni af stærstu ástæðunum fyrir launamun kynjanna, sem er mikil kynjaskipting á vinnumarkaði. Það þekkja flestir að konur eru í miklum meirihluta í uppeldis- og umönnunarstörfum á meðan karlar eru í verk- og tæknigreinum. Við búum í samfélagi þar sem hugmyndir um hlutverk kynjanna og staðalímyndir eru rótgrónar. Þessi sýn samfélagsins og einstaklinganna hefur talsverð áhrif á náms- og starfsval ungra kvenna og karla. Þegar við horfum á börnin okkar og barnabörnin vaxa úr grasi erum við örugglega öll sammála því að þessu unga fólki séu allir vegir færir. Að allir hafi möguleika til að gera það sem þeir vilja í lífinu. Það sem hins vegar gleymist í umræðunni er sú staðreynd að náms- og starfsval stýrist meðal annars af kynferði einstaklinga. Ef þeir sem starfa í ákveðinni starfsstétt eru að miklum meirihluta af öðru kyninu takmarkar það líkurnar á því að einstaklingar af hinu kyninu velji sér þann starfsvettvang. Þetta þýðir að valmöguleikarnir eru færri og takmarka frelsi einstaklingsins. Við verðum að vinna að fjölbreyttum langtímaaðgerðum á öllum stigum skólakerfisins og á vinnumarkaðnum í heild til að breyta þessu. Því vil ég fagna framtakinu #kvennastarf sem er átak í niðurbroti úreltra hugmynda um náms- og starfsval kynjanna og til að benda ungu fólki á möguleikana sem eru fólgnir í fjölbreyttu náms- og starfsvali. Það er þó einnig vert að benda á mikilvægi foreldra í þessum efnum. Rannsóknir sýna að foreldrar hafa mikil áhrif á náms- og starfsval. Í sumum tilfellum geta þeir verið aðaláhrifavaldurinn. Það er mikilvægt að stuðningur sé fyrir hendi þegar börnin okkar vilja fara óhefðbundnar leiðir og ekki síður að þau séu upplýst um alla náms- og starfsmöguleika. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun