Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík neitaði að mæta í spjallþátt Piers Morgan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. mars 2017 13:23 Juel Miah er ekki sáttur við Piers Morgan. Vísir/Getty/Stefán Juhel Miah, velski kennarinn sem vísað var frá borði flugvélar í Keflavík í febrúar neitaði að mæta í Good Morning Britan, spjallþátt Piers Morgan. Er hann ósáttur við orð Morgan eftir að sér var vísað frá borði auk þess sem að hann hefur efasemdir um Morgan vegna tengsla hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Ég hafnaði boði Good Morning Britain vegna Piers Morgan, viðhorfa hans og tengsla við Donald Trump. Ég sagði framleiðendum þáttarins að ég vildi ekki vera í þáttunum með Piers Morgan,“ sagði Miah í samtali við Wales Online. Miah virðist vera ósáttur við tíst frá Piers Morgan þar sem hann viðraði efasemdir um frásögn kennarans. Miah var sem kunnugt er vísað frá borði flugvélar Icelandair hér á landi á leið til Bandaríkjanna þann 16. febrúar. Miah hefur enn ekki fengið neinar skýringar fyrir utan þær sem hann fékk á Keflavíkurflugvelli, að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Morgan studdi Trump í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Hafa þeir verið vinir um árabil. Hefur Morgan sagt að honum líki vel við Trump sem reynst hafi sér traustur og góður vinur í gegnum tíðina, þrátt fyrir að vera ósammála Trump um helstu stefnumál. Miah vonast enn til þess að fá skýringar á því af hverju hann fékk ekki að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hefur hann fengið þingmann kjördæmis síns í lið með sér til þess að ganga úr skugga um að vegabréf hans sé ekki kominn á einhversskonar lista sem geti komið í veg fyrir frekari ferðalög. Donald Trump Tengdar fréttir Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31 Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag 21. febrúar 2017 15:31 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Juhel Miah, velski kennarinn sem vísað var frá borði flugvélar í Keflavík í febrúar neitaði að mæta í Good Morning Britan, spjallþátt Piers Morgan. Er hann ósáttur við orð Morgan eftir að sér var vísað frá borði auk þess sem að hann hefur efasemdir um Morgan vegna tengsla hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Ég hafnaði boði Good Morning Britain vegna Piers Morgan, viðhorfa hans og tengsla við Donald Trump. Ég sagði framleiðendum þáttarins að ég vildi ekki vera í þáttunum með Piers Morgan,“ sagði Miah í samtali við Wales Online. Miah virðist vera ósáttur við tíst frá Piers Morgan þar sem hann viðraði efasemdir um frásögn kennarans. Miah var sem kunnugt er vísað frá borði flugvélar Icelandair hér á landi á leið til Bandaríkjanna þann 16. febrúar. Miah hefur enn ekki fengið neinar skýringar fyrir utan þær sem hann fékk á Keflavíkurflugvelli, að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Morgan studdi Trump í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Hafa þeir verið vinir um árabil. Hefur Morgan sagt að honum líki vel við Trump sem reynst hafi sér traustur og góður vinur í gegnum tíðina, þrátt fyrir að vera ósammála Trump um helstu stefnumál. Miah vonast enn til þess að fá skýringar á því af hverju hann fékk ekki að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hefur hann fengið þingmann kjördæmis síns í lið með sér til þess að ganga úr skugga um að vegabréf hans sé ekki kominn á einhversskonar lista sem geti komið í veg fyrir frekari ferðalög.
Donald Trump Tengdar fréttir Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31 Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag 21. febrúar 2017 15:31 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31
Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag 21. febrúar 2017 15:31
Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36