Handabandið sem engin man Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 9. mars 2017 07:00 Trump á fundinum á Mayflowerhótelinu. nordicphotos/AFP Hvíta húsið hefur vísað á bug fullyrðingum um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi haft einhver önnur samskipti við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum en tilfallandi á meðan á kosningabaráttunni um forsetaembættið stóð. Greint var frá því í fjölmiðlum, meðal annars The Independent, á þriðjudaginn að Trump og Sergej Kisljak sendiherra hefðu báðir verið á Mayflower-hótelinu í Washington 27. apríl í fyrra. Trump var þar til að ræða utanríkispólitík. Ekki er óvenjulegt að sendiherrar erlendra ríkja mæti á slíka kosningafundi til að komast að stefnu forsetaframbjóðenda. En í kjölfar ásakana um að Rússar hafi haft áhrif á kosningabaráttuna og hafi verið í sambandi við menn í kosningaherbúðum Trumps hefur þótt mikilvægt að kortleggja möguleg samskipti Trumps og rússneska sendiherrans. Forsetinn hefur mörgum sinnum neitað öllum samskiptum en nú segja starfsmenn Hvíta hússins að margir sendiherrar hafi verið á svæðinu. Trump hafi verið í móttökunni í um fimm mínútur og síðan hafi hann haldið rakleiðis í ræðustól. Í viðtali við AFP-fréttaveituna segir Sarah Sanders, einn blaðafulltrúa Hvíta hússins, að starfsmenn muni ekki hverjum Trump heilsaði með handabandi í móttökunni. Það hafi hvorki verið á þeirra ábyrgð að bjóða gestum né kanna bakgrunn þeirra. Rússneski sendiherrann hefur ekki tjáð sig um málið. Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, Michael Flynn, neyddist til að draga sig í hlé þegar afhjúpað var að hann hefði leynt upplýsingum um samskipti sín við rússneska sendiherrann. Dómsmálaráðherrann Jeff Sessions sætti harðri gagnrýni þegar afhjúpað var að hann hefði hitt Kisljak tvisvar í Washington í fyrra. Hann hafði áður fullyrt að hann hefði ekki verið í samskiptum við Rússa meðan á kosningabaráttunni stóð. Nefnd þingmanna í fulltrúadeildinni á að rannsaka fullyrðingar um samvinnu Rússa og Donalds Trump í kosningabaráttunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Hvíta húsið hefur vísað á bug fullyrðingum um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi haft einhver önnur samskipti við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum en tilfallandi á meðan á kosningabaráttunni um forsetaembættið stóð. Greint var frá því í fjölmiðlum, meðal annars The Independent, á þriðjudaginn að Trump og Sergej Kisljak sendiherra hefðu báðir verið á Mayflower-hótelinu í Washington 27. apríl í fyrra. Trump var þar til að ræða utanríkispólitík. Ekki er óvenjulegt að sendiherrar erlendra ríkja mæti á slíka kosningafundi til að komast að stefnu forsetaframbjóðenda. En í kjölfar ásakana um að Rússar hafi haft áhrif á kosningabaráttuna og hafi verið í sambandi við menn í kosningaherbúðum Trumps hefur þótt mikilvægt að kortleggja möguleg samskipti Trumps og rússneska sendiherrans. Forsetinn hefur mörgum sinnum neitað öllum samskiptum en nú segja starfsmenn Hvíta hússins að margir sendiherrar hafi verið á svæðinu. Trump hafi verið í móttökunni í um fimm mínútur og síðan hafi hann haldið rakleiðis í ræðustól. Í viðtali við AFP-fréttaveituna segir Sarah Sanders, einn blaðafulltrúa Hvíta hússins, að starfsmenn muni ekki hverjum Trump heilsaði með handabandi í móttökunni. Það hafi hvorki verið á þeirra ábyrgð að bjóða gestum né kanna bakgrunn þeirra. Rússneski sendiherrann hefur ekki tjáð sig um málið. Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, Michael Flynn, neyddist til að draga sig í hlé þegar afhjúpað var að hann hefði leynt upplýsingum um samskipti sín við rússneska sendiherrann. Dómsmálaráðherrann Jeff Sessions sætti harðri gagnrýni þegar afhjúpað var að hann hefði hitt Kisljak tvisvar í Washington í fyrra. Hann hafði áður fullyrt að hann hefði ekki verið í samskiptum við Rússa meðan á kosningabaráttunni stóð. Nefnd þingmanna í fulltrúadeildinni á að rannsaka fullyrðingar um samvinnu Rússa og Donalds Trump í kosningabaráttunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira