Katrín: „Þá vitum við það að hæstvirtum ráðherra finnst í lagi að kalla löggjafasamkunduna siðlausa“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. mars 2017 11:22 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, beindi fyrirspurn sinni í óundirbúnum fyrirspurnartíma til Benedikts og spurði hann hvort hann vildi endurskoða afstöðu sína og orð sín til baka Vísir/Ernir Stjórnaraandstaðan hélt áfram að gagnrýna orð Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra sem hann lét fjalla í Bítinu á Bylgjunni á þriðjudagsmorgun. Ráðherrann ræddi þar samgönguáætlun og boðaðan niðurskurð á henni á þessu ári þar hann sagði það meðal annars skandal skyldu hafa samþykkt samgönguáætlun við lok síðasta löggjafarþings án þess að samþykkja eða tryggja fjármögnun á sama tíma. Þá sagði Benedikt þingið sem samþykkti fjárlög þessa árs hafa verið stjórnlaust þar sem engin ríkisstjórn með meirihluta var við völd en síðar í viðtalinu fór hann aftur í samþykkt samgönguáætlunar skömmu fyrir kosningarnar í október.Sjá einnig:Gagnrýndu fjármálaráðherra fyrir orð hans um siðlaust og stjórnlaust Alþingi Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, beindi fyrirspurn sinni í óundirbúnum fyrirspurnartíma til Benedikts og spurði hann hvort hann vildi endurskoða afstöðu sína og taka þessi orð sín til baka, enda hefði verið ákveðið að skjóta ýmsum úrlausnarefnum til nýrrar ríkisstjórnar sem Benedikt sæti nú í. „Í viðtali á Bylgjunni hér í vikunni var hæstvirtur fjármálaráðherra spurður hvernig stæði á því að samgönguáætlun væri ekki fjármögnuð. Hæstvirtur ráðherra sagði þá að það væri eiginlega nánast siðlaust. Það væri siðlaust af alþingi að samþykkja samgönguáætlun sem ekki væri fjármögnuð. Ég hefði nú talið að það væri fremur verkefni nýrrar ríkisstjórnar að fylgja eftir samþykktum Alþingis fremur en að fara með slíkum svigurmælum sem Alþingi getur ekki setið þegjandi og hljóðalaust undir,“ sagði Katrín. „Það má öllum vera ljóst að ef þessi ummæli hæstvirts ráðherra standa óbreytt gagnvart Alþingi er það grafalvarlegt mál. Ég vil því spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hann vilji ekki nýta tækifærið hér í þessum stól til að endurskoða afstöðu sína og taka þessi orð sín um siðleysi löggjafasamkundunnar til baka.“Benedikt svaraði fyrirspurn Katrínar með því að segja að honum þætti leitt að orð hans hafi valdið uppnámi. „Ég vil byrja mál mitt á því að mér finnst leitt hve miklu uppnámi orð mín hafa valdið og sérstaklega þegar ég heyri umræður þar sem menn virðast vera að mestu leyti efnislega sammála í málinu. Umræðan snýst að mestu lagi um orðalag. Ég heyri að mörgum hefur verið heitt í hamsi, ég ætla að fá að vitna í háttvirtan þingmann Kolbein Óttarsson Proppé sem var í viðtali við Fréttatímann 4. Mars 2017, grein sem hét viðsnúningur á 71 degi. Þar segir hann „greinilegt að samgönguáætlun hefur verið innantómt kosningaplagg.“ Hann segir síðar í sama viðtali „þetta eru hrein og klár svik og við ætlum ekki að taka þessu þegjandi og hljóðalaust.“ Það er því greinilegt að ýmsum hefur þótt þetta mál þess eðlis að ástæða væri til þess að nota stór orð,“ sagði Benedikt. „Ég hygg að málefnið sem við erum hér með sé þess eðlis að það sé eðlilegt að við horfum á aðdragandann, það er að segja að skömmu fyrir samþykkt samgönguáætlunar var samþykkt hér fjármálaáætlun. Í fjármálaáætluninni var ekki svigrúm fyrir þessa samgönguáætlun og það vissu menn á þeim tíma. Þetta er það sem ég hef verið að benda á í samtali við þennan fjölmiðil og gekk svosem ekkert verra til.“ Katrínu virtist þó ekki finnast svar Benedikts fullnægjandi. „Þá vitum við það að hæstvirtum ráðherra finnst í lagi að kalla löggjafasamkunduna siðlausa. Þá bara liggur það fyrir. Þetta er ekki spurning um orðalag. Þetta eru mjög stór orð sem hæstvirtur ráðherra lét falla og þá bara liggur það fyrir að honum finnst þetta eðlilegur talsmáti í garð Alþingis, en hann situr einmitt í umboði þess sama Alþingis,“ sagði Katrín. „Mig langar þá að spyrja hæstvirtan ráðherra út í önnur orð í sama viðtali þar sem hann sagði að hér hafi verið stjórnlaust þing af því að hér hafi ekki verið ríkisstjórn með meirihluta á þeim tíma sem þessi fjárlög voru samþykkt. Í þessu sama viðtali segir hæstvirtur ráðherra þetta. Og ég vil þá spyrja er það skoðun ráðherrans að ríkisstjórnin stjórni Alþingi og að ef ekki er ríkisstjórn með meirihluta á bak við sig sé alþingi stjórnlaust. Er Alþingi þá undir stjórn núna og undir stjórn hvers?“ Benedikt sagði þá að gert væri mikið úr orðum þar sem meiningin hafi verið ljós. „Aftur er hér verið að gera mikið úr orðum þar sem meiningin var alveg ljós og hefði verið ljósari kannski mörgum þingmönnum sem tóku þátt í umræðunni ef þeir hefðu hlustað á viðtalið á þessum tíma. Ég held að það sé mikilvægt að sýna Alþingi virðingu. Ég held að það sé mikilvægt að það komi fram að ég hef ekki sagt það að Alþingi sé siðlaust. Það er auðvitað sitt hvað að segja að eitthvað gerist nánast og að eitthvað gerist. Ég drukknaði nánast á afmælisdeginum mínum. Drukknaði ég? Nei, ég drukknaði ekki. Ég lenti nánast í árekstri. Lenti ég í árakstri? Nei það gerði ég ekki. Þetta er grundvallarmunur,“ sagði Benedikt. Lokaorð fjármálaráðherra fóru ekki vel í þingsal og heyra mátti frammíköll þegar hann hafði lokið máli sínu og bað Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, um hljóð í salinn. Alþingi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Stjórnaraandstaðan hélt áfram að gagnrýna orð Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra sem hann lét fjalla í Bítinu á Bylgjunni á þriðjudagsmorgun. Ráðherrann ræddi þar samgönguáætlun og boðaðan niðurskurð á henni á þessu ári þar hann sagði það meðal annars skandal skyldu hafa samþykkt samgönguáætlun við lok síðasta löggjafarþings án þess að samþykkja eða tryggja fjármögnun á sama tíma. Þá sagði Benedikt þingið sem samþykkti fjárlög þessa árs hafa verið stjórnlaust þar sem engin ríkisstjórn með meirihluta var við völd en síðar í viðtalinu fór hann aftur í samþykkt samgönguáætlunar skömmu fyrir kosningarnar í október.Sjá einnig:Gagnrýndu fjármálaráðherra fyrir orð hans um siðlaust og stjórnlaust Alþingi Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, beindi fyrirspurn sinni í óundirbúnum fyrirspurnartíma til Benedikts og spurði hann hvort hann vildi endurskoða afstöðu sína og taka þessi orð sín til baka, enda hefði verið ákveðið að skjóta ýmsum úrlausnarefnum til nýrrar ríkisstjórnar sem Benedikt sæti nú í. „Í viðtali á Bylgjunni hér í vikunni var hæstvirtur fjármálaráðherra spurður hvernig stæði á því að samgönguáætlun væri ekki fjármögnuð. Hæstvirtur ráðherra sagði þá að það væri eiginlega nánast siðlaust. Það væri siðlaust af alþingi að samþykkja samgönguáætlun sem ekki væri fjármögnuð. Ég hefði nú talið að það væri fremur verkefni nýrrar ríkisstjórnar að fylgja eftir samþykktum Alþingis fremur en að fara með slíkum svigurmælum sem Alþingi getur ekki setið þegjandi og hljóðalaust undir,“ sagði Katrín. „Það má öllum vera ljóst að ef þessi ummæli hæstvirts ráðherra standa óbreytt gagnvart Alþingi er það grafalvarlegt mál. Ég vil því spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hann vilji ekki nýta tækifærið hér í þessum stól til að endurskoða afstöðu sína og taka þessi orð sín um siðleysi löggjafasamkundunnar til baka.“Benedikt svaraði fyrirspurn Katrínar með því að segja að honum þætti leitt að orð hans hafi valdið uppnámi. „Ég vil byrja mál mitt á því að mér finnst leitt hve miklu uppnámi orð mín hafa valdið og sérstaklega þegar ég heyri umræður þar sem menn virðast vera að mestu leyti efnislega sammála í málinu. Umræðan snýst að mestu lagi um orðalag. Ég heyri að mörgum hefur verið heitt í hamsi, ég ætla að fá að vitna í háttvirtan þingmann Kolbein Óttarsson Proppé sem var í viðtali við Fréttatímann 4. Mars 2017, grein sem hét viðsnúningur á 71 degi. Þar segir hann „greinilegt að samgönguáætlun hefur verið innantómt kosningaplagg.“ Hann segir síðar í sama viðtali „þetta eru hrein og klár svik og við ætlum ekki að taka þessu þegjandi og hljóðalaust.“ Það er því greinilegt að ýmsum hefur þótt þetta mál þess eðlis að ástæða væri til þess að nota stór orð,“ sagði Benedikt. „Ég hygg að málefnið sem við erum hér með sé þess eðlis að það sé eðlilegt að við horfum á aðdragandann, það er að segja að skömmu fyrir samþykkt samgönguáætlunar var samþykkt hér fjármálaáætlun. Í fjármálaáætluninni var ekki svigrúm fyrir þessa samgönguáætlun og það vissu menn á þeim tíma. Þetta er það sem ég hef verið að benda á í samtali við þennan fjölmiðil og gekk svosem ekkert verra til.“ Katrínu virtist þó ekki finnast svar Benedikts fullnægjandi. „Þá vitum við það að hæstvirtum ráðherra finnst í lagi að kalla löggjafasamkunduna siðlausa. Þá bara liggur það fyrir. Þetta er ekki spurning um orðalag. Þetta eru mjög stór orð sem hæstvirtur ráðherra lét falla og þá bara liggur það fyrir að honum finnst þetta eðlilegur talsmáti í garð Alþingis, en hann situr einmitt í umboði þess sama Alþingis,“ sagði Katrín. „Mig langar þá að spyrja hæstvirtan ráðherra út í önnur orð í sama viðtali þar sem hann sagði að hér hafi verið stjórnlaust þing af því að hér hafi ekki verið ríkisstjórn með meirihluta á þeim tíma sem þessi fjárlög voru samþykkt. Í þessu sama viðtali segir hæstvirtur ráðherra þetta. Og ég vil þá spyrja er það skoðun ráðherrans að ríkisstjórnin stjórni Alþingi og að ef ekki er ríkisstjórn með meirihluta á bak við sig sé alþingi stjórnlaust. Er Alþingi þá undir stjórn núna og undir stjórn hvers?“ Benedikt sagði þá að gert væri mikið úr orðum þar sem meiningin hafi verið ljós. „Aftur er hér verið að gera mikið úr orðum þar sem meiningin var alveg ljós og hefði verið ljósari kannski mörgum þingmönnum sem tóku þátt í umræðunni ef þeir hefðu hlustað á viðtalið á þessum tíma. Ég held að það sé mikilvægt að sýna Alþingi virðingu. Ég held að það sé mikilvægt að það komi fram að ég hef ekki sagt það að Alþingi sé siðlaust. Það er auðvitað sitt hvað að segja að eitthvað gerist nánast og að eitthvað gerist. Ég drukknaði nánast á afmælisdeginum mínum. Drukknaði ég? Nei, ég drukknaði ekki. Ég lenti nánast í árekstri. Lenti ég í árakstri? Nei það gerði ég ekki. Þetta er grundvallarmunur,“ sagði Benedikt. Lokaorð fjármálaráðherra fóru ekki vel í þingsal og heyra mátti frammíköll þegar hann hafði lokið máli sínu og bað Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, um hljóð í salinn.
Alþingi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira