Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Keflavík 88-87 | Breiðhyltingar upp í 7. sætið eftir sigur í framlengingu Kristinn G. Friðriksson í Hertz-hellinum skrifar 9. mars 2017 22:00 ÍR-ingar fagna í leikslok. vísir/stefán ÍR vann nauman 88-87 sigur á Keflavík eftir framlengdan leik í lokaumferð Dominos-deildar karla en með því tryggði ÍR sæti sitt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sex ár. ÍR-ingar vissu að ef þeim tækist að sigra í kvöld væri sætið í úrslitakeppninni öruggt en Keflvíkingar gátu enn nælt í heimavallarrétt með hagstæðum úrslitum annarsstaðar. Liðin voru hnífjöfn allan leikinn og skiptust á körfum en mest náði ÍR átta stiga forskoti en Keflvíkingar áttu alltaf svör. Var staðan jöfn 45-45 í hálfleik og enn jöfn eftir þrjá leikhluta í stöðunni 69-69. ÍR var með frumkvæðið í fjórða leikhluta og náðu forskotinu skömmu fyrir leikslok en Amin Khalil Stevens fékk tækifæri til að jafna af vítalínunni eftir að brotið var á honum þegar lokaflautið gall. Setti hann vítaskotin niður þegar þau skiptu máli eftir að hafa verið slakur á línunni fram að því en í framlengingunni voru það Breiðhyltingar sem voru sterkari og sigldu sigrinum heim þrátt fyrir að hafa misst Quincy Hankins-Cole af velli með fimmtu villuna. Matthías Orri Sigurðarson var stigahæstur í liði ÍR með 30 stig en næstur kom Quincy með tvöfalda tvennu, 21 stig og 12 fráköst. Í liði Keflvíkinga var Amin Stevens stigahæstur með 29 stig ásamt því að taka nítján fráköst. Það verða því ÍR-ingar sem mæta Stjörnunni sem náði öðru sæti með sigri á ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum KR í DHL-höllinni í úrslitakeppninni en Keflavík mætir Tindastól annað árið í röð.ÍR-Keflavík 88-87 (21-19, 24-26, 24-24, 12-12, 7-6)ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 30/7 fráköst/6 stoðsendingar, Quincy Hankins-Cole 21/12 fráköst, Danero Thomas 19/6 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 6/5 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 6/4 fráköst, Daði Berg Grétarsson 4, Trausti Eiríksson 2/6 fráköst, Kristinn Marinósson 0, Sæþór Elmar Kristjánsson 0, Stefán Ásgeir Arnarsson 0, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 0, Ólafur Barkarson 0.Keflavík: Amin Khalil Stevens 29/19 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 13, Hörður Axel Vilhjálmsson 12/5 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 11/6 fráköst, Reggie Dupree 11, Daði Lár Jónsson 6, Ágúst Orrason 5.Borce: Leikplanið sem virkaði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, var kátur á afmælisdegi dóttur sinnar og vildi meina að hans áætlun hafi virkað vel á ógurlegt tvíeyki, Stevens og Hörð Axel, í leiknum. „Ég ætla sko ekki að tapa á þessum degi, afmælisdegi frumburðar míns, sem er 17 ára. Þetta er klárlega sigurdagur fyrir mig og ég tileinka sigurinn henni og yngri dóttur minnar, sem er minn mesti aðdáandi. Varðandi leikinn þá var þetta gríðarlega erfiður leikur verð ég að segja. Eins og ég sagði rétt áðan við Friðrik Inga þá held ég að Keflavík sé eitt af þremur bestu liðunum í dag. Liðið er gríðarlega vel mannað og mikið jafnvægi innan þess í hverri stöðu. Það er mjög erfitt að undirúa sig fyrir Keflavíkurliðið,“ sagði Borce. „Þú spurðir fyrir leik hvernig við ætluðum að stoppa Hörð og Amin í vagg og veltu og ég sagði þér ekki planið því við erum að spila einskonar skiptivörn þar sem við reynum að halda stærðarmuninum sem getur myndast í lágmarki. Ég setti Danero Thomas á Hörð Axel og þegar við skiptum þá varð stærðarmunurinn á Amin ekki eins mikill. Þetta virkaði oft en Hörður Axel er frábær leikmaður með góða reynslu úr Evrópuboltanum þar sem hann lærði að spila vagg og veltu mjög vel. „Við töpuðum gegn Njarðvík í fjórða hluta vegna vandræða við þessa varnarframkvæmd þegar Dempsey fékk á sig minnsta manninn okkar. Sökum þessa reyndi ég að lágmarka þetta í upphafi. Þetta virkaði vel og við vorum auðvitað líka heppnir. Stundum þarf maður heppni. Ég var líka svekktur með að við brutum af okkur þegar leiktíminn rann út en við sýndum mikinn karakter og liðshjarta; við buguðumst ekki andlega og ég held að við séum alveg klárir fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Borce rennvotur eftir leik.Friðrik Ingi: Ekki nóg að vera með frábæran leikmann inn í teig Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki eins kátur og kollegi hans og vildi meina að ákveðnir taktískir hlutir hafi klikkað hjá sínum mönnum. „Þetta var eflaust skemmtilegur leikur að horfa á, mikil spenna og liðin að skiptast á forystu og aldrei stór áhlaup. Dramatískur og mikið undir fyrir bæði lið. Við vildum vinna hérna og spiluðum af fullum krafti. Hinsvegar verð ég að segja að ég var ekki jafn ánægður og áhorfendur. Mér fannst við hefðum getað framkvæmt ákveðna hluti miklu betur og gert suma hluti auðveldari. En hrós til ÍR-ingar; þeir börðust frábærlega og skildu allt eftir á gólfinu og ég óska þeim til hamingju,“ sagði Friðrik. Aðgerðirnar sem Friðrik ræðir um voru meðal annars sóknaraðgerðir liðsins sem náðu aldrei að virkja það besta sem liðið hefur uppá að bjóða. „Mér fannst við ekki hreyfa boltann nógu hratt til að láta þá ekki komast upp með að skipta á hindrunum, sjónarhorn sendinganna voru oft ekki nógu góð til þess að koma boltanum inní teig. Það er ekki nóg að vera með frábæran leikmann inní teig, við verðum auðvitað að hjálpa honum að búa til sendingalínur og fá í kjölfarið auðveldari skot fyrir utan. Mér fannst við ekki gera þettanæganlega vel og mér fannst við stundum hlaupa yfir kafla í framkvæmdinni og hjálpuðum þeim á köflum. ÍR gerði hinsvegar mjög vel og ég gef þeim kredit að sjálfsögðu, þeir stóðu sig vel,“ sagði Friðrik Ingi.Sveinbjörn: Þetta lið er ekki þjakað af meðalmennsku Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR, var kampakátur í leikslok. „Tilfinningin er frábær! Ég hef ekki fengið þessa tilfinningu síðan 2011, þegar við komumst síðast í úrslitakeppnina og þú trúir því ekki þvílíku fargi er af mér létt við þetta. Það blasir við hvað skóp þennan sigur; hjartaðí leikmönnum og stuðningsmönnum,“ sagði Sveinbjörn á skýi níu. Það var áberandi góð vörn á „vagg og veltu“ Keflvíkinga sem virðist hafa skapað sigurinn fyrir heimamenn, en Hörður Axel Vilhjálmsson átti erfiðan dag sökum þess og Amin Stevens ekki sinn besta. „Það var leikaðferð sem við settum upp fyrir leikinn og við áttuðum okkur á veikleikum þeirra. Þetta er lið sem skorar um níutíu stig í leik en aðeins áttatíu og eitt núna [eftir venjulegan leiktíma]. Það tel ég bara ágætis vörn. Við erum með bestu vörnina í deildinni, kannski á eftir Stjörnunni,“ sagði Sveinbjörn. Nú liggur ljóst fyrir að ÍR fá Stjörnuna og aðspurður um hvort eitthvað lið sé óskamótherji sagði Sveinbjörn: „Gef bara dipló svar, það skiptir ekki máli. Ef við ætlum að fara alla leið, verðum við að sigra bestu liðin. Við getum alveg eins gert það í átta liða úrslitum, undanúrslitum eða úrslitum. En það er einn leikur og ein umferð í einu.“ Sveinbjörn hélt áfram og mátti til með að koma þessu að: „Ég má til með að koma því að, það hefur setið í mér í heilt ár, sem annað hvort þú [undirritaður] eða Jonni [Jón Halldór Eðvaldsson] sögðuð í þættinum í fyrra um að liðið væri þjakað af meðalmennsku. Þið skuluð endilega ræða það í Körfuboltakvöldi á morgun,“ sagði Sveinbjörn. „Þetta lið er ekki þjakað af meðalmennsku, svo fjarri því og þú sérð það best að í þetta lið vantar fjóra menn, Stefán Karel, Hjalta Friðriks, Kidda Marínós og svo Theodór og það má ekkert lið við því að missa fjóra leikmenn. Við erum að standast þessi afföll og ég vil meina að það eru menn eins og Hákon, Sigurkarl og Sæþór, einna helst, sem eru að koma inní þetta sem hefðu hugsanlega ekki fengið tækifæri nema útaf þessu brotthvarfi. Munið það bara að þetta lið er allt annað en í meðalmennsku,“ sagði Sveinbjörn mjög kátur. Dominos-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
ÍR vann nauman 88-87 sigur á Keflavík eftir framlengdan leik í lokaumferð Dominos-deildar karla en með því tryggði ÍR sæti sitt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sex ár. ÍR-ingar vissu að ef þeim tækist að sigra í kvöld væri sætið í úrslitakeppninni öruggt en Keflvíkingar gátu enn nælt í heimavallarrétt með hagstæðum úrslitum annarsstaðar. Liðin voru hnífjöfn allan leikinn og skiptust á körfum en mest náði ÍR átta stiga forskoti en Keflvíkingar áttu alltaf svör. Var staðan jöfn 45-45 í hálfleik og enn jöfn eftir þrjá leikhluta í stöðunni 69-69. ÍR var með frumkvæðið í fjórða leikhluta og náðu forskotinu skömmu fyrir leikslok en Amin Khalil Stevens fékk tækifæri til að jafna af vítalínunni eftir að brotið var á honum þegar lokaflautið gall. Setti hann vítaskotin niður þegar þau skiptu máli eftir að hafa verið slakur á línunni fram að því en í framlengingunni voru það Breiðhyltingar sem voru sterkari og sigldu sigrinum heim þrátt fyrir að hafa misst Quincy Hankins-Cole af velli með fimmtu villuna. Matthías Orri Sigurðarson var stigahæstur í liði ÍR með 30 stig en næstur kom Quincy með tvöfalda tvennu, 21 stig og 12 fráköst. Í liði Keflvíkinga var Amin Stevens stigahæstur með 29 stig ásamt því að taka nítján fráköst. Það verða því ÍR-ingar sem mæta Stjörnunni sem náði öðru sæti með sigri á ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum KR í DHL-höllinni í úrslitakeppninni en Keflavík mætir Tindastól annað árið í röð.ÍR-Keflavík 88-87 (21-19, 24-26, 24-24, 12-12, 7-6)ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 30/7 fráköst/6 stoðsendingar, Quincy Hankins-Cole 21/12 fráköst, Danero Thomas 19/6 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 6/5 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 6/4 fráköst, Daði Berg Grétarsson 4, Trausti Eiríksson 2/6 fráköst, Kristinn Marinósson 0, Sæþór Elmar Kristjánsson 0, Stefán Ásgeir Arnarsson 0, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 0, Ólafur Barkarson 0.Keflavík: Amin Khalil Stevens 29/19 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 13, Hörður Axel Vilhjálmsson 12/5 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 11/6 fráköst, Reggie Dupree 11, Daði Lár Jónsson 6, Ágúst Orrason 5.Borce: Leikplanið sem virkaði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, var kátur á afmælisdegi dóttur sinnar og vildi meina að hans áætlun hafi virkað vel á ógurlegt tvíeyki, Stevens og Hörð Axel, í leiknum. „Ég ætla sko ekki að tapa á þessum degi, afmælisdegi frumburðar míns, sem er 17 ára. Þetta er klárlega sigurdagur fyrir mig og ég tileinka sigurinn henni og yngri dóttur minnar, sem er minn mesti aðdáandi. Varðandi leikinn þá var þetta gríðarlega erfiður leikur verð ég að segja. Eins og ég sagði rétt áðan við Friðrik Inga þá held ég að Keflavík sé eitt af þremur bestu liðunum í dag. Liðið er gríðarlega vel mannað og mikið jafnvægi innan þess í hverri stöðu. Það er mjög erfitt að undirúa sig fyrir Keflavíkurliðið,“ sagði Borce. „Þú spurðir fyrir leik hvernig við ætluðum að stoppa Hörð og Amin í vagg og veltu og ég sagði þér ekki planið því við erum að spila einskonar skiptivörn þar sem við reynum að halda stærðarmuninum sem getur myndast í lágmarki. Ég setti Danero Thomas á Hörð Axel og þegar við skiptum þá varð stærðarmunurinn á Amin ekki eins mikill. Þetta virkaði oft en Hörður Axel er frábær leikmaður með góða reynslu úr Evrópuboltanum þar sem hann lærði að spila vagg og veltu mjög vel. „Við töpuðum gegn Njarðvík í fjórða hluta vegna vandræða við þessa varnarframkvæmd þegar Dempsey fékk á sig minnsta manninn okkar. Sökum þessa reyndi ég að lágmarka þetta í upphafi. Þetta virkaði vel og við vorum auðvitað líka heppnir. Stundum þarf maður heppni. Ég var líka svekktur með að við brutum af okkur þegar leiktíminn rann út en við sýndum mikinn karakter og liðshjarta; við buguðumst ekki andlega og ég held að við séum alveg klárir fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Borce rennvotur eftir leik.Friðrik Ingi: Ekki nóg að vera með frábæran leikmann inn í teig Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki eins kátur og kollegi hans og vildi meina að ákveðnir taktískir hlutir hafi klikkað hjá sínum mönnum. „Þetta var eflaust skemmtilegur leikur að horfa á, mikil spenna og liðin að skiptast á forystu og aldrei stór áhlaup. Dramatískur og mikið undir fyrir bæði lið. Við vildum vinna hérna og spiluðum af fullum krafti. Hinsvegar verð ég að segja að ég var ekki jafn ánægður og áhorfendur. Mér fannst við hefðum getað framkvæmt ákveðna hluti miklu betur og gert suma hluti auðveldari. En hrós til ÍR-ingar; þeir börðust frábærlega og skildu allt eftir á gólfinu og ég óska þeim til hamingju,“ sagði Friðrik. Aðgerðirnar sem Friðrik ræðir um voru meðal annars sóknaraðgerðir liðsins sem náðu aldrei að virkja það besta sem liðið hefur uppá að bjóða. „Mér fannst við ekki hreyfa boltann nógu hratt til að láta þá ekki komast upp með að skipta á hindrunum, sjónarhorn sendinganna voru oft ekki nógu góð til þess að koma boltanum inní teig. Það er ekki nóg að vera með frábæran leikmann inní teig, við verðum auðvitað að hjálpa honum að búa til sendingalínur og fá í kjölfarið auðveldari skot fyrir utan. Mér fannst við ekki gera þettanæganlega vel og mér fannst við stundum hlaupa yfir kafla í framkvæmdinni og hjálpuðum þeim á köflum. ÍR gerði hinsvegar mjög vel og ég gef þeim kredit að sjálfsögðu, þeir stóðu sig vel,“ sagði Friðrik Ingi.Sveinbjörn: Þetta lið er ekki þjakað af meðalmennsku Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR, var kampakátur í leikslok. „Tilfinningin er frábær! Ég hef ekki fengið þessa tilfinningu síðan 2011, þegar við komumst síðast í úrslitakeppnina og þú trúir því ekki þvílíku fargi er af mér létt við þetta. Það blasir við hvað skóp þennan sigur; hjartaðí leikmönnum og stuðningsmönnum,“ sagði Sveinbjörn á skýi níu. Það var áberandi góð vörn á „vagg og veltu“ Keflvíkinga sem virðist hafa skapað sigurinn fyrir heimamenn, en Hörður Axel Vilhjálmsson átti erfiðan dag sökum þess og Amin Stevens ekki sinn besta. „Það var leikaðferð sem við settum upp fyrir leikinn og við áttuðum okkur á veikleikum þeirra. Þetta er lið sem skorar um níutíu stig í leik en aðeins áttatíu og eitt núna [eftir venjulegan leiktíma]. Það tel ég bara ágætis vörn. Við erum með bestu vörnina í deildinni, kannski á eftir Stjörnunni,“ sagði Sveinbjörn. Nú liggur ljóst fyrir að ÍR fá Stjörnuna og aðspurður um hvort eitthvað lið sé óskamótherji sagði Sveinbjörn: „Gef bara dipló svar, það skiptir ekki máli. Ef við ætlum að fara alla leið, verðum við að sigra bestu liðin. Við getum alveg eins gert það í átta liða úrslitum, undanúrslitum eða úrslitum. En það er einn leikur og ein umferð í einu.“ Sveinbjörn hélt áfram og mátti til með að koma þessu að: „Ég má til með að koma því að, það hefur setið í mér í heilt ár, sem annað hvort þú [undirritaður] eða Jonni [Jón Halldór Eðvaldsson] sögðuð í þættinum í fyrra um að liðið væri þjakað af meðalmennsku. Þið skuluð endilega ræða það í Körfuboltakvöldi á morgun,“ sagði Sveinbjörn. „Þetta lið er ekki þjakað af meðalmennsku, svo fjarri því og þú sérð það best að í þetta lið vantar fjóra menn, Stefán Karel, Hjalta Friðriks, Kidda Marínós og svo Theodór og það má ekkert lið við því að missa fjóra leikmenn. Við erum að standast þessi afföll og ég vil meina að það eru menn eins og Hákon, Sigurkarl og Sæþór, einna helst, sem eru að koma inní þetta sem hefðu hugsanlega ekki fengið tækifæri nema útaf þessu brotthvarfi. Munið það bara að þetta lið er allt annað en í meðalmennsku,“ sagði Sveinbjörn mjög kátur.
Dominos-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga