Aðsóknin orðin eins og öll þjóðin hafi farið í hvalaskoðun Svavar Hávarðsson skrifar 20. febrúar 2017 06:30 Hvalaskoðun hefur fest sig í sessi sem ein vinsælasta dægradvöl ferðamanna. vísir/stefán Farþegar hvalaskoðunarfyrirtækja á Íslandi í fyrra voru tæplega 354.000 talsins. Frá og með árinu 2012 hefur fjölgun farþega fyrirtækjanna numið tugum þúsunda hvert einasta ár. Þetta sýna tölur Hvalaskoðunarsamtaka Íslands – Icewhale. Þær sýna að viðskiptavinir hvalaskoðunarfyrirtækjanna árið 2015 voru 272 þúsund, eða tæplega 100 þúsund fleiri en árið 2012. Fjölgun milli áranna 2015 og 2016 er 81.000 gestir eða sami fjöldi og nýtti sér þessa afþreyingu árin 2003 til 2005.María Björk GunnarsdóttirMaría Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökunum, segir niðurstöðurnar fyrir síðasta ár byggðar á tölum fjórtán fyrirtækja sem gera út hvalaskoðunarferðir. „Þróunin hefur eiginlega bara verið upp á við frá því hvalaskoðun fór af stað, en eldgosið í Eyjafjallajökli er trúlega ástæða fækkunar á milli áranna 2009 og 2010. Stóra stökkið kom á milli 2015 og 2016, alls 30% aukning, en um 20% ferðamanna fóru í hvalaskoðunarferðir á síðasta ári,“ segir María Björk. Sé litið til vaxtar ferðaþjónustunnar kemur þessi vöxtur í sjálfu sér ekki á óvart, bætir María Björk við. „Það er þó ánægjulegt að sjá hve vel hvalaskoðun hefur haldið hlutfallinu af heildarfjölda ferðamanna, sérstaklega ef tillit er tekið til stóraukins framboðs á afþreyingu og hlutfallslegs stökks vetrarferðaþjónustu þegar framboð hvalaskoðunarferða er hve minnst.“ Fyrirtækjum sem bjóða hvalaskoðunarferðir hefur fjölgað hægt en örugglega á undanförnum árum en þau voru níu árið 2005, tíu árið 2010, og tólf árið 2015. Starfsmannafjöldi þessara fyrirtækja var um 100 yfir sumartímann árið 2005 en losaði 250 árið 2015. Fyrirtækin gera flest út frá Reykjavík og Húsavík en jafnframt Akureyri, Ólafsvík, Grundarfirði, Vestmannaeyjum, Ísafirði og víðar. Nokkur fyrirtæki gera út allan ársins hring og fleiri hafa verið að teygja tímabilið lengra inn í veturinn, eins og fram kom í úttekt Deloitte fyrir Hvalaskoðunarsamtökin árið 2015. Þar segir að hvalaskoðun hafi leitt af sér fleiri tegundir afþreyingar, til dæmis er ekki óalgengt að þau bjóði upp á fuglaskoðunarferðir, sjóstangaveiði, norðurljósasiglingar eða aðrar skemmtiferðir á sjó sem ekki hefðu komið til nema fyrir þá fjárfestingu sem þegar hefur átt sér stað vegna hvalaskoðunar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira
Farþegar hvalaskoðunarfyrirtækja á Íslandi í fyrra voru tæplega 354.000 talsins. Frá og með árinu 2012 hefur fjölgun farþega fyrirtækjanna numið tugum þúsunda hvert einasta ár. Þetta sýna tölur Hvalaskoðunarsamtaka Íslands – Icewhale. Þær sýna að viðskiptavinir hvalaskoðunarfyrirtækjanna árið 2015 voru 272 þúsund, eða tæplega 100 þúsund fleiri en árið 2012. Fjölgun milli áranna 2015 og 2016 er 81.000 gestir eða sami fjöldi og nýtti sér þessa afþreyingu árin 2003 til 2005.María Björk GunnarsdóttirMaría Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökunum, segir niðurstöðurnar fyrir síðasta ár byggðar á tölum fjórtán fyrirtækja sem gera út hvalaskoðunarferðir. „Þróunin hefur eiginlega bara verið upp á við frá því hvalaskoðun fór af stað, en eldgosið í Eyjafjallajökli er trúlega ástæða fækkunar á milli áranna 2009 og 2010. Stóra stökkið kom á milli 2015 og 2016, alls 30% aukning, en um 20% ferðamanna fóru í hvalaskoðunarferðir á síðasta ári,“ segir María Björk. Sé litið til vaxtar ferðaþjónustunnar kemur þessi vöxtur í sjálfu sér ekki á óvart, bætir María Björk við. „Það er þó ánægjulegt að sjá hve vel hvalaskoðun hefur haldið hlutfallinu af heildarfjölda ferðamanna, sérstaklega ef tillit er tekið til stóraukins framboðs á afþreyingu og hlutfallslegs stökks vetrarferðaþjónustu þegar framboð hvalaskoðunarferða er hve minnst.“ Fyrirtækjum sem bjóða hvalaskoðunarferðir hefur fjölgað hægt en örugglega á undanförnum árum en þau voru níu árið 2005, tíu árið 2010, og tólf árið 2015. Starfsmannafjöldi þessara fyrirtækja var um 100 yfir sumartímann árið 2005 en losaði 250 árið 2015. Fyrirtækin gera flest út frá Reykjavík og Húsavík en jafnframt Akureyri, Ólafsvík, Grundarfirði, Vestmannaeyjum, Ísafirði og víðar. Nokkur fyrirtæki gera út allan ársins hring og fleiri hafa verið að teygja tímabilið lengra inn í veturinn, eins og fram kom í úttekt Deloitte fyrir Hvalaskoðunarsamtökin árið 2015. Þar segir að hvalaskoðun hafi leitt af sér fleiri tegundir afþreyingar, til dæmis er ekki óalgengt að þau bjóði upp á fuglaskoðunarferðir, sjóstangaveiði, norðurljósasiglingar eða aðrar skemmtiferðir á sjó sem ekki hefðu komið til nema fyrir þá fjárfestingu sem þegar hefur átt sér stað vegna hvalaskoðunar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira