Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Stjarnan 92-69 | Stólarnir upp í 2. sætið eftir stórsigur Telma Ösp Einarsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 22:00 Antonio Hester skoraði 22 stig. Vísir/Anton Tindastóll lyfti sér upp í 2. sæti Domino's deildar karla eftir öruggan 92-69 sigur á Stjörnunni í lokaleik 18. umferðar í kvöld. Bæði lið byrjuðu mjög vel og það var mikill kraftur í þeim báðum. Stjarnan leiddi leikinn 16-20 eftir 1. leikhluta. Í hálfleik voru Stólarnir komnir yfir, 43-35. Tindastóll sýndi mikinn vilja í 3. leikhluta og vann hann 30-16. Undir lokin gaf Stjarnan aðeins í, en það var orðið of seint. Lokatölur urðu því 92–69.Af hverju vann Tindastóll? Stólarnir sýndu mikinn vilja í kvöld og það sást vel að þá langaði mikið í þennan sigur. Þeir spiluðu frábæra vörn og mættu til leiks af miklum krafti. Það voru allir klárir í þennan leik enda skilaði bekkurinn inn 31 stigi.Bestu menn vallarins: Pétur Rúnar Birgisson, Viðar Ágústsson og Antonio Hester áttu allir frábæran leik. Viðar og Hester voru stigahæstir með 22 stig. Svo var Pétur einu stigi á eftir þeim með 21 stig og 13 fráköst. Hester var mjög öflugur undir körfunni og virtist hann vera þar til vandræða. Viðar var líka með frábæra nýtingu á þriggja stiga línunni en hann var með 6/6 í þristum. Anthony Odunsi og Marvin Valdimarsson áttu líka flottan leik. Odunsi skilaði inn 22 stigum fyrir Stjörnuna og Marvin 18 stigum.Áhugaverð tölfræði: Nýtingin fyrir utan þriggja stig línuna hjá Tindastól var mun betri heldur en hjá Stjörnunni. Viðar setti alla sína 6 þrista ofan í þar. Þriggja stiga nýting þeirra endaði í 46%. Stjarnan setti aðeins 4 þriggja stiga skot niður í öllum leiknum. Bekkur Stjörnunnar skilaði inn 11 stigum, sem er ekki mikið í miðað við bekk Stólanna en þeir skiluðu inn 31 stigi.Hvað gekk illa? Leikmenn Stjörnunnar áttu erfitt með að ráða við vörn Stólanna í seinni hálfleik. Sóknarleikur þeirra var því oft á tíðum klaufalegur. Góð vörn Stólanna orsakaði tapaða bolta hjá Stjörnunni sem Stólarnir voru fljótir að refsa þeim fyrir. Hittni gestanna fyrir utan þriggja stiga línuna var döpur en betri nýting þar hefði getað breytt leiknum töluvert.Tindastóll-Stjarnan 92-69 (16-20, 27-15, 30-16, 19-18)Tindastóll: Viðar Ágústsson 22, Antonio Hester 22/10 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 21/13 fráköst/5 stolnir, Helgi Freyr Margeirsson 9, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8/4 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 7/6 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 3.Stjarnan: Anthony Odunsi 22/9 fráköst, Marvin Valdimarsson 18, Tómas Heiðar Tómasson 10, Hlynur Elías Bæringsson 8/14 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 4, Eysteinn Bjarni Ævarsson 3, Egill Agnar Októsson 2, Ágúst Angantýsson 2.Martin: Nánast komnir með nýtt lið Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var hæstánægður með sitt lið í kvöld þegar hann talaði við blaðamann Vísi eftir sigur á Stjörnunni. „Ég er mjög ánægður. Nú erum við næstum því komnir með nýtt lið. Við erum komnir með nýja leikmenn á bekkinn og það er allt að koma frá vörninni,“ sagði Martin. Hann segir að 69 stig á móti Stjörnunni, besta liði deildarinnar sé mjög gott og þeir verði að halda þessu áfram. Hann segir að í þessum síðustu þremur leikjum Tindastóls á móti Keflavík, Snæfelli og í kvöld á móti Stjörnunni hafi þeir verið mun ákveðnari í vörninni. „Við erum með pressu allan völlinn og við fórnum okkur fyrir liðið. Það er enginn að spara neina orku og allir sem koma frá bekknum eru að hjálpa. Það er mikilvægasta atriðið, að hjálpa liðinu,“ bætti Martin við. Hann segir að á morgun ætli þeir að tala aðeins saman og svo á miðvikudaginn verði þeir tilbúnir að mæta Þór Þorlákshöfn. Það mun ekki verða auðvelt en þeir verði að trúa á leikinn sinn og að allt komi frá vörninni.Hrafn: Vorum ekki nógu hugrakkir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir tap gegn Stólunum í kvöld. „Ég er frekar vonsvikinn. Hlutirnir hefðu alveg getað fallið örðuvísi með okkur í fyrri hálfleik, ég er ekkert ósáttur með hann. En það mátti alveg búast við því að þeir færu að herða tökin og fara að sækja okkur lengra upp völlinn og mér fannst við einfaldlega ekki vera nógu hugrakkir þegar þetta gerist,“ sagði Hrafn í viðtali við Vísi eftir leikinn. Hrafn sagði að í staðinn fyrir að vera sterkari og sækja þegar þeir fóru að taka á þeim þá hafi þeir tekið skref til baka og hætt að þora. Þá hafi þeir ekki náð ekki að stilla upp í almennilegar sóknir. Þannig gerðist þetta. Hann segist ekki hafa átt von á þessu tapi og hann hafi séð það undir lok leiksins. Þegar leikurinn var farinn og hann hafi beðið um einhverja baráttu, þá allt í einu hafi það orðið auðvelt að berjast. Þá í rauninni var ekkert að sjá á milli liðanna. Stólarnir urðu við það pínu óöruggir í sínum aðgerðum og það hafi ekki verið nein ástæða til þess að byrja ekki á því strax. Þetta hefur verið eitthvað með þorið að gera. „Mér líst alltaf vel á framhaldið. Það er ekkert svo slæmt að það meigi ekki finna eitthvað jákvætt í því og við verðum bara að nota þennan leik til þess að læra og verða betri,“ sagði Hrafn að lokum.Helgi Rafn: Frábært að halda Stjörnunni í 69 stigum Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, var mjög sáttur með sína menn í leik þeirra á móti Stjörnunni í kvöld. „Þetta er bara gleði, flott framlag frá öllum. Þetta er bara geðveikt að halda þessu frábæra Stjörnuliði í 69 stigum,“ sagði Helgi. Hann vill meina að þeir hafi unnið þetta í vörninni. Þeir spiluðu svakalega öflugan varnarleik og fengu þá þessar auðveldu körfur í staðinn. Það skipti ekki máli hver kom inná það voru allir klárir hjá okkur, allur bekkurinn. „Það er leikur hjá okkur á fimmmtudaginn og við þurfum bara að vera klárir í það. Þetta er búið og það er bara að hugsa um fimmtudaginn,“ sagði Helgi að loknu samtali í kvöld.Marvin: Frekar mikið sjokk Marvin Valdirmarsson var afar ósáttur eftir tapið fyrir Tindastóli í kvöld. „Ég er alveg orðlaus, þetta er eiginlega bara skelfilegt. Þetta er frekar mikið sjokk held ég, fyrir okkur Stjörnuna,“ sagði Marvin að leik loknum. Hann segir að þetta hafi verið algjört hrun, eitthvað ákveðið andleysi í seinni hálfleik. Hann hafi ekki skýringu á þessu. Hann heldur að þeir hafi ekki spilað svona illa í hálfa heranns tíð. En aftur á móti þá hafi Tindastólsmenn verið alveg frábærir að sínu mati. Sérstaklega pressan hjá þeim. Spilamennskan þeirra og krafturinn í seinni háfleik hafi verið alveg til fyrirmyndar. Hann segir að hann hafi átt von á Tindastóli svona góðum en ekki þeim svona slökum. „Við gefumst ekkert upp eftir einn tapleik, þetta er ekkert fyrsti tapleikurinn okkar. Við bara leggjum aðeins höfuðið í bleyti og peppum okkur upp fyrir fimmtudaginn á móti Skallagrími. Tímabilið er langt frá því að vera búið,“ bætti hann svo við. Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
Tindastóll lyfti sér upp í 2. sæti Domino's deildar karla eftir öruggan 92-69 sigur á Stjörnunni í lokaleik 18. umferðar í kvöld. Bæði lið byrjuðu mjög vel og það var mikill kraftur í þeim báðum. Stjarnan leiddi leikinn 16-20 eftir 1. leikhluta. Í hálfleik voru Stólarnir komnir yfir, 43-35. Tindastóll sýndi mikinn vilja í 3. leikhluta og vann hann 30-16. Undir lokin gaf Stjarnan aðeins í, en það var orðið of seint. Lokatölur urðu því 92–69.Af hverju vann Tindastóll? Stólarnir sýndu mikinn vilja í kvöld og það sást vel að þá langaði mikið í þennan sigur. Þeir spiluðu frábæra vörn og mættu til leiks af miklum krafti. Það voru allir klárir í þennan leik enda skilaði bekkurinn inn 31 stigi.Bestu menn vallarins: Pétur Rúnar Birgisson, Viðar Ágústsson og Antonio Hester áttu allir frábæran leik. Viðar og Hester voru stigahæstir með 22 stig. Svo var Pétur einu stigi á eftir þeim með 21 stig og 13 fráköst. Hester var mjög öflugur undir körfunni og virtist hann vera þar til vandræða. Viðar var líka með frábæra nýtingu á þriggja stiga línunni en hann var með 6/6 í þristum. Anthony Odunsi og Marvin Valdimarsson áttu líka flottan leik. Odunsi skilaði inn 22 stigum fyrir Stjörnuna og Marvin 18 stigum.Áhugaverð tölfræði: Nýtingin fyrir utan þriggja stig línuna hjá Tindastól var mun betri heldur en hjá Stjörnunni. Viðar setti alla sína 6 þrista ofan í þar. Þriggja stiga nýting þeirra endaði í 46%. Stjarnan setti aðeins 4 þriggja stiga skot niður í öllum leiknum. Bekkur Stjörnunnar skilaði inn 11 stigum, sem er ekki mikið í miðað við bekk Stólanna en þeir skiluðu inn 31 stigi.Hvað gekk illa? Leikmenn Stjörnunnar áttu erfitt með að ráða við vörn Stólanna í seinni hálfleik. Sóknarleikur þeirra var því oft á tíðum klaufalegur. Góð vörn Stólanna orsakaði tapaða bolta hjá Stjörnunni sem Stólarnir voru fljótir að refsa þeim fyrir. Hittni gestanna fyrir utan þriggja stiga línuna var döpur en betri nýting þar hefði getað breytt leiknum töluvert.Tindastóll-Stjarnan 92-69 (16-20, 27-15, 30-16, 19-18)Tindastóll: Viðar Ágústsson 22, Antonio Hester 22/10 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 21/13 fráköst/5 stolnir, Helgi Freyr Margeirsson 9, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8/4 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 7/6 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 3.Stjarnan: Anthony Odunsi 22/9 fráköst, Marvin Valdimarsson 18, Tómas Heiðar Tómasson 10, Hlynur Elías Bæringsson 8/14 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 4, Eysteinn Bjarni Ævarsson 3, Egill Agnar Októsson 2, Ágúst Angantýsson 2.Martin: Nánast komnir með nýtt lið Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var hæstánægður með sitt lið í kvöld þegar hann talaði við blaðamann Vísi eftir sigur á Stjörnunni. „Ég er mjög ánægður. Nú erum við næstum því komnir með nýtt lið. Við erum komnir með nýja leikmenn á bekkinn og það er allt að koma frá vörninni,“ sagði Martin. Hann segir að 69 stig á móti Stjörnunni, besta liði deildarinnar sé mjög gott og þeir verði að halda þessu áfram. Hann segir að í þessum síðustu þremur leikjum Tindastóls á móti Keflavík, Snæfelli og í kvöld á móti Stjörnunni hafi þeir verið mun ákveðnari í vörninni. „Við erum með pressu allan völlinn og við fórnum okkur fyrir liðið. Það er enginn að spara neina orku og allir sem koma frá bekknum eru að hjálpa. Það er mikilvægasta atriðið, að hjálpa liðinu,“ bætti Martin við. Hann segir að á morgun ætli þeir að tala aðeins saman og svo á miðvikudaginn verði þeir tilbúnir að mæta Þór Þorlákshöfn. Það mun ekki verða auðvelt en þeir verði að trúa á leikinn sinn og að allt komi frá vörninni.Hrafn: Vorum ekki nógu hugrakkir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir tap gegn Stólunum í kvöld. „Ég er frekar vonsvikinn. Hlutirnir hefðu alveg getað fallið örðuvísi með okkur í fyrri hálfleik, ég er ekkert ósáttur með hann. En það mátti alveg búast við því að þeir færu að herða tökin og fara að sækja okkur lengra upp völlinn og mér fannst við einfaldlega ekki vera nógu hugrakkir þegar þetta gerist,“ sagði Hrafn í viðtali við Vísi eftir leikinn. Hrafn sagði að í staðinn fyrir að vera sterkari og sækja þegar þeir fóru að taka á þeim þá hafi þeir tekið skref til baka og hætt að þora. Þá hafi þeir ekki náð ekki að stilla upp í almennilegar sóknir. Þannig gerðist þetta. Hann segist ekki hafa átt von á þessu tapi og hann hafi séð það undir lok leiksins. Þegar leikurinn var farinn og hann hafi beðið um einhverja baráttu, þá allt í einu hafi það orðið auðvelt að berjast. Þá í rauninni var ekkert að sjá á milli liðanna. Stólarnir urðu við það pínu óöruggir í sínum aðgerðum og það hafi ekki verið nein ástæða til þess að byrja ekki á því strax. Þetta hefur verið eitthvað með þorið að gera. „Mér líst alltaf vel á framhaldið. Það er ekkert svo slæmt að það meigi ekki finna eitthvað jákvætt í því og við verðum bara að nota þennan leik til þess að læra og verða betri,“ sagði Hrafn að lokum.Helgi Rafn: Frábært að halda Stjörnunni í 69 stigum Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, var mjög sáttur með sína menn í leik þeirra á móti Stjörnunni í kvöld. „Þetta er bara gleði, flott framlag frá öllum. Þetta er bara geðveikt að halda þessu frábæra Stjörnuliði í 69 stigum,“ sagði Helgi. Hann vill meina að þeir hafi unnið þetta í vörninni. Þeir spiluðu svakalega öflugan varnarleik og fengu þá þessar auðveldu körfur í staðinn. Það skipti ekki máli hver kom inná það voru allir klárir hjá okkur, allur bekkurinn. „Það er leikur hjá okkur á fimmmtudaginn og við þurfum bara að vera klárir í það. Þetta er búið og það er bara að hugsa um fimmtudaginn,“ sagði Helgi að loknu samtali í kvöld.Marvin: Frekar mikið sjokk Marvin Valdirmarsson var afar ósáttur eftir tapið fyrir Tindastóli í kvöld. „Ég er alveg orðlaus, þetta er eiginlega bara skelfilegt. Þetta er frekar mikið sjokk held ég, fyrir okkur Stjörnuna,“ sagði Marvin að leik loknum. Hann segir að þetta hafi verið algjört hrun, eitthvað ákveðið andleysi í seinni hálfleik. Hann hafi ekki skýringu á þessu. Hann heldur að þeir hafi ekki spilað svona illa í hálfa heranns tíð. En aftur á móti þá hafi Tindastólsmenn verið alveg frábærir að sínu mati. Sérstaklega pressan hjá þeim. Spilamennskan þeirra og krafturinn í seinni háfleik hafi verið alveg til fyrirmyndar. Hann segir að hann hafi átt von á Tindastóli svona góðum en ekki þeim svona slökum. „Við gefumst ekkert upp eftir einn tapleik, þetta er ekkert fyrsti tapleikurinn okkar. Við bara leggjum aðeins höfuðið í bleyti og peppum okkur upp fyrir fimmtudaginn á móti Skallagrími. Tímabilið er langt frá því að vera búið,“ bætti hann svo við.
Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira