Fljótari en allir að ná hundrað sigrum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2017 06:00 Finnur Freyr Stefánsson fagnar hér áttunda stóra titlinum sem hann vinnur sem þjálfari KR með ungum KR-ingum. Hann hefur unnið þrjá Íslandsmeistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og þrjá deildarmeistaratitla. vísir/andri marinó Þjálfaraferill Finns Freys Stefánssonar er fyrir löngu orðinn einstakur í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta og Finnur var enn á ný á undan öllum öðrum þjálfurum í sigri KR á ÍR í DHL-höllinni á sunnudagskvöldið. Hundraðasti sigur Finns Freys Stefánssonar sem þjálfara í úrvalsdeild karla kom í leik númer 119 og bætti Finnur því metið um tíu leiki. 73 sigranna hafa komið í deildarleikjum en 27 þeirra í úrslitakeppni.Gunnar átti metið í 26 ár Gunnar Þorvarðarson, faðir Loga Gunnarssonar í Njarðvík, var búinn að eiga metið frá 1991 eða í meira en aldarfjórðung. Gunnar vann sinn hundraðasta sigur sem þjálfari á Íslandsmóti í leik númer 129. Þremur árum síðar var Jón Kr. Gíslason aðeins einum leik frá því að jafna metið en síðan hefur enginn ógnað því af þeim þjálfurum sem hafa stýrt liðum sínum til sigurs í hundrað leikjum á Íslandsmóti. Þetta var ekki eini listinn þar sem Finnur kom sér vel fyrir í toppsætinu með sigrinum í fyrrakvöld. Hann tók einnig met af tveimur gömlum KR-þjálfurum sem eru núna að þjálfa önnur lið í Domino’s deildinni.Voru þrír jafnir með 72 sigra Jafnaldrarnir og vinirnir Benedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson eru ekki lengur þeir þjálfarar sem hafa stýrt KR oftast til sigurs í úrvalsdeild karla. Finnur Freyr fékk tækifærið til að bæta metið í leik á móti Benedikt Guðmundssyni á Akureyri á föstudagskvöldið en Benedikt varði metið í tvo daga í viðbót. Þá voru þeir félagar Finnur, Ingi og Benedikt allir jafnir með 72 sigra hver sem þjálfarar KR í deildarkeppni. Metið kom hins vegar í hús eftir öruggan sigur á ÍR.Finnur fékk vissulega frábæran mannskap í hendurnar þegar hann tók við í Vesturbænum en það hafa margir fallið á slíku prófi þótt þeir væru með allt til alls innan síns liðs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Finnur staðist þá miklu pressu sem fylgir því að þjálfa KR-liðið. Velgengni KR-inga undir stjórn Finns Freys Stefánssonar hefur verið alveg einstök. Íslandsmeistaratitlar á öllum þremur tímabilunum og bikarmeistaratitlar undanfarin tvö tímabil. KR-liðið hefur nú unnið sex stóra titla í röð eða alla frá því að liðið tapaði í bikarúrslitaleiknum 2015.Tveir titlar til viðbótar gætu verið á leiðinni í vor, fyrst deildarmeistaratitilinn og svo fjórði Íslandsmeistaratitillinn í röð. Það styttist í úrslitakeppni þar sem KR hefur enn ekki tapað einvígi undir stjórn Finns. Finnur Freyr hefur sjálfur gagnrýnt spilamennskuna í upphafi ársins 2017 en KR hefur engu að síður unnið 9 af 10 leikjum í deild og bikarkeppni og tryggt sér bikarmeistaratitil á fyrstu sjö vikunum. Það er því ekkert skrýtið að önnur lið óttist KR fari leikmenn liðsins að skipta í meistaragírinn á lokaspretti tímabilsins. Í þeim gír hefur nefnilega enginn stoppað þá undanfarin fjögur ár. Dominos-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Þjálfaraferill Finns Freys Stefánssonar er fyrir löngu orðinn einstakur í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta og Finnur var enn á ný á undan öllum öðrum þjálfurum í sigri KR á ÍR í DHL-höllinni á sunnudagskvöldið. Hundraðasti sigur Finns Freys Stefánssonar sem þjálfara í úrvalsdeild karla kom í leik númer 119 og bætti Finnur því metið um tíu leiki. 73 sigranna hafa komið í deildarleikjum en 27 þeirra í úrslitakeppni.Gunnar átti metið í 26 ár Gunnar Þorvarðarson, faðir Loga Gunnarssonar í Njarðvík, var búinn að eiga metið frá 1991 eða í meira en aldarfjórðung. Gunnar vann sinn hundraðasta sigur sem þjálfari á Íslandsmóti í leik númer 129. Þremur árum síðar var Jón Kr. Gíslason aðeins einum leik frá því að jafna metið en síðan hefur enginn ógnað því af þeim þjálfurum sem hafa stýrt liðum sínum til sigurs í hundrað leikjum á Íslandsmóti. Þetta var ekki eini listinn þar sem Finnur kom sér vel fyrir í toppsætinu með sigrinum í fyrrakvöld. Hann tók einnig met af tveimur gömlum KR-þjálfurum sem eru núna að þjálfa önnur lið í Domino’s deildinni.Voru þrír jafnir með 72 sigra Jafnaldrarnir og vinirnir Benedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson eru ekki lengur þeir þjálfarar sem hafa stýrt KR oftast til sigurs í úrvalsdeild karla. Finnur Freyr fékk tækifærið til að bæta metið í leik á móti Benedikt Guðmundssyni á Akureyri á föstudagskvöldið en Benedikt varði metið í tvo daga í viðbót. Þá voru þeir félagar Finnur, Ingi og Benedikt allir jafnir með 72 sigra hver sem þjálfarar KR í deildarkeppni. Metið kom hins vegar í hús eftir öruggan sigur á ÍR.Finnur fékk vissulega frábæran mannskap í hendurnar þegar hann tók við í Vesturbænum en það hafa margir fallið á slíku prófi þótt þeir væru með allt til alls innan síns liðs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Finnur staðist þá miklu pressu sem fylgir því að þjálfa KR-liðið. Velgengni KR-inga undir stjórn Finns Freys Stefánssonar hefur verið alveg einstök. Íslandsmeistaratitlar á öllum þremur tímabilunum og bikarmeistaratitlar undanfarin tvö tímabil. KR-liðið hefur nú unnið sex stóra titla í röð eða alla frá því að liðið tapaði í bikarúrslitaleiknum 2015.Tveir titlar til viðbótar gætu verið á leiðinni í vor, fyrst deildarmeistaratitilinn og svo fjórði Íslandsmeistaratitillinn í röð. Það styttist í úrslitakeppni þar sem KR hefur enn ekki tapað einvígi undir stjórn Finns. Finnur Freyr hefur sjálfur gagnrýnt spilamennskuna í upphafi ársins 2017 en KR hefur engu að síður unnið 9 af 10 leikjum í deild og bikarkeppni og tryggt sér bikarmeistaratitil á fyrstu sjö vikunum. Það er því ekkert skrýtið að önnur lið óttist KR fari leikmenn liðsins að skipta í meistaragírinn á lokaspretti tímabilsins. Í þeim gír hefur nefnilega enginn stoppað þá undanfarin fjögur ár.
Dominos-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum