De Bruyne: Ekki hægt að bera City saman við United og Liverpool Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2017 10:30 De Bruyne á blaðamannafundi City í gær. Vísir/Getty Það er ekki hægt að bera sögu Manchester City í Evrópukeppnum við sögu Manchester United og Liverpool. Þetta segir Kevin De Bruyne, leikmaður City sem mætir Monaco í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár. City komst alla leið í undanúrslit keppninnar í fyrra. Það var í fyrsta sinn í sögu félagsins sem liðið komst svo langt en liðið féll þá úr leik fyrir verðandi Evrópumeisturum Real Madrid. De Bruyne var hetjan þegar City sló út PSG í 8-liða úrslitum keppninnar í fyrra en þeir bláklæddu mæta nú öðru frönsku liði, Monaco í 16-liða úrslitum keppninnar en fyrri leikur liðanna er klukkan 19.45 í kvöld. Sjá einnig: Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik „Fólk talar um lið eins og Manchester United og Liverpool og sögu þessara félaga,“ sagði Belgíumaðurinn við enska fjölmiðla. „Þetta eru auðvitað frábær lið og það er ekki hægt að bera okkur saman við þau því að við eigum ekki sama bakgrunn í Evrópukeppnum.“ „United og Liverpool hafa spilað í Evrópukeppnum í áraraðir en við í bara 5-6 ár. Við þurfum meiri tíma til að hægt að bera þessi lið saman.“ Sjá einnig: Guardiola: Verðum „drepnir“ ef við töpum De Bruyne segist ekki velta sögunni mikið fyrir sér en að hún skipti marga miklu máli. Þess vegna sé talað öðruvísi um Manchester City og hin stóru liðin. „Það vilja allir í Englandi að ensk lið standi sig vel í Evrópukeppnum. Við viljum leggja okkar af mörkum á þeim vettvangi. Ef okkur tekst það næstu 50 árin og vinnum nokkra Evróputitla verður kannski litið á okkur með öðrum augum.“ Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sturridge flýgur veikur heim Daniel Sturridge er á leiðinni heim frá La Manga eftir að framherji Liverpool greindist með vírus. Liverpool segir frá þessu á heimasíðu félagsins. 17. febrúar 2017 11:15 Engin leið í gegn fyrir City-menn Huddersfield Town og Manchester City þurfa að mætast aftur í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar eftir 0-0 jafntefli á John Smith's Stadium í dag. 18. febrúar 2017 16:45 Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik Radamel Falcao og félagar hans í Monaco eru mættir til Manchester þar sem þeir mæta Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 21. febrúar 2017 06:30 Guardiola: Verðum „drepnir“ ef við töpum Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að sínir menn muni fá það óþvegið komist þeir ekki áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. 20. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Það er ekki hægt að bera sögu Manchester City í Evrópukeppnum við sögu Manchester United og Liverpool. Þetta segir Kevin De Bruyne, leikmaður City sem mætir Monaco í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár. City komst alla leið í undanúrslit keppninnar í fyrra. Það var í fyrsta sinn í sögu félagsins sem liðið komst svo langt en liðið féll þá úr leik fyrir verðandi Evrópumeisturum Real Madrid. De Bruyne var hetjan þegar City sló út PSG í 8-liða úrslitum keppninnar í fyrra en þeir bláklæddu mæta nú öðru frönsku liði, Monaco í 16-liða úrslitum keppninnar en fyrri leikur liðanna er klukkan 19.45 í kvöld. Sjá einnig: Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik „Fólk talar um lið eins og Manchester United og Liverpool og sögu þessara félaga,“ sagði Belgíumaðurinn við enska fjölmiðla. „Þetta eru auðvitað frábær lið og það er ekki hægt að bera okkur saman við þau því að við eigum ekki sama bakgrunn í Evrópukeppnum.“ „United og Liverpool hafa spilað í Evrópukeppnum í áraraðir en við í bara 5-6 ár. Við þurfum meiri tíma til að hægt að bera þessi lið saman.“ Sjá einnig: Guardiola: Verðum „drepnir“ ef við töpum De Bruyne segist ekki velta sögunni mikið fyrir sér en að hún skipti marga miklu máli. Þess vegna sé talað öðruvísi um Manchester City og hin stóru liðin. „Það vilja allir í Englandi að ensk lið standi sig vel í Evrópukeppnum. Við viljum leggja okkar af mörkum á þeim vettvangi. Ef okkur tekst það næstu 50 árin og vinnum nokkra Evróputitla verður kannski litið á okkur með öðrum augum.“
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sturridge flýgur veikur heim Daniel Sturridge er á leiðinni heim frá La Manga eftir að framherji Liverpool greindist með vírus. Liverpool segir frá þessu á heimasíðu félagsins. 17. febrúar 2017 11:15 Engin leið í gegn fyrir City-menn Huddersfield Town og Manchester City þurfa að mætast aftur í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar eftir 0-0 jafntefli á John Smith's Stadium í dag. 18. febrúar 2017 16:45 Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik Radamel Falcao og félagar hans í Monaco eru mættir til Manchester þar sem þeir mæta Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 21. febrúar 2017 06:30 Guardiola: Verðum „drepnir“ ef við töpum Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að sínir menn muni fá það óþvegið komist þeir ekki áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. 20. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Sturridge flýgur veikur heim Daniel Sturridge er á leiðinni heim frá La Manga eftir að framherji Liverpool greindist með vírus. Liverpool segir frá þessu á heimasíðu félagsins. 17. febrúar 2017 11:15
Engin leið í gegn fyrir City-menn Huddersfield Town og Manchester City þurfa að mætast aftur í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar eftir 0-0 jafntefli á John Smith's Stadium í dag. 18. febrúar 2017 16:45
Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik Radamel Falcao og félagar hans í Monaco eru mættir til Manchester þar sem þeir mæta Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 21. febrúar 2017 06:30
Guardiola: Verðum „drepnir“ ef við töpum Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að sínir menn muni fá það óþvegið komist þeir ekki áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. 20. febrúar 2017 23:15