Hviður gætu farið upp í 40 metra á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 12:20 Úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Lómagnúp nú í hádeginu. Kröpp lægð gengur til norðaustur fyrir sunnan land í dag að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Það er því ekki úr vegi fyrir þá sem þurfa að vera á ferðinni í dag að fylgjast vel með veðurspá og færð á vegum. Á vef Vegagerðarinnar kom inn ábending frá veðurfræðingi núna í hádeginu þar sem segir að suðaustanlands í Öræfum og við Lómagnúp snúist vindur eftir hádegi til norðaustan áttar og hvessir þá á ný. Á milli klukkan 14 og 17 í dag má því gera ráð fyrir hviðum allt að 30 til 40 metrum á sekúndu á þessum slóðum en lægir svo um kvöldið.Færð á vegum Þrengslin eru enn lokuð og þá er hálka og mikið hvassviðri á Kjalarnesi. Hálkublettir eru nokkuð víða á Reykjanesi. Snjóþekja og skafrenningur er á Hellisheiði en hálka og snjókoma á Sandskeiði. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á felstum leiðum á Suðurlandi. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á Vesturlandi. Hálka og skafrenningur er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á felstum leiðum. Þungfært er úr Bjarnarfirði á Ströndum norður í Árneshrepp. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á Norðurlandi. Á Austurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja og éljagangur á felstum leiðum. Snjóþekja og skafrenningur er á Möðrudalsöræfum. Ófært er á Öxi. Hálkublettir eða snjóþekja eru með suðausturströndinni. Veðurhorfur á landinu Norðaustan og síðar norðan 10-20 metrar á sekúndu, hvassast suðaustan til og víða slydda eða snjókoma, en styttir upp suðvestan lands eftir hádegi. Hægari vindur og stöku él á Norðvestur og Vesturlandi. Hiti 0 til 5 stig sunnan heiða, annars í kringum frostmark. Lægir í kvöld og kólnar. Austan og suðaustan 5-13 á morgun, heldur hvassara um kvöldið. Snjókoma eða él og frost 0 til 5 stig, en mildara syðst. Veður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Kröpp lægð gengur til norðaustur fyrir sunnan land í dag að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Það er því ekki úr vegi fyrir þá sem þurfa að vera á ferðinni í dag að fylgjast vel með veðurspá og færð á vegum. Á vef Vegagerðarinnar kom inn ábending frá veðurfræðingi núna í hádeginu þar sem segir að suðaustanlands í Öræfum og við Lómagnúp snúist vindur eftir hádegi til norðaustan áttar og hvessir þá á ný. Á milli klukkan 14 og 17 í dag má því gera ráð fyrir hviðum allt að 30 til 40 metrum á sekúndu á þessum slóðum en lægir svo um kvöldið.Færð á vegum Þrengslin eru enn lokuð og þá er hálka og mikið hvassviðri á Kjalarnesi. Hálkublettir eru nokkuð víða á Reykjanesi. Snjóþekja og skafrenningur er á Hellisheiði en hálka og snjókoma á Sandskeiði. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á felstum leiðum á Suðurlandi. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á Vesturlandi. Hálka og skafrenningur er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á felstum leiðum. Þungfært er úr Bjarnarfirði á Ströndum norður í Árneshrepp. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á Norðurlandi. Á Austurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja og éljagangur á felstum leiðum. Snjóþekja og skafrenningur er á Möðrudalsöræfum. Ófært er á Öxi. Hálkublettir eða snjóþekja eru með suðausturströndinni. Veðurhorfur á landinu Norðaustan og síðar norðan 10-20 metrar á sekúndu, hvassast suðaustan til og víða slydda eða snjókoma, en styttir upp suðvestan lands eftir hádegi. Hægari vindur og stöku él á Norðvestur og Vesturlandi. Hiti 0 til 5 stig sunnan heiða, annars í kringum frostmark. Lægir í kvöld og kólnar. Austan og suðaustan 5-13 á morgun, heldur hvassara um kvöldið. Snjókoma eða él og frost 0 til 5 stig, en mildara syðst.
Veður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira