Markametið löngu fallið og samt eru tveir leikir eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2017 10:00 Radamel Falcao skoraði tvö í gær og hefði getað verið með þrennu því hann klúðraði líka víti. Vísir/Getty Það hefur verið meira en nóg af mörkum í fyrri leikjum sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar og nú er ljóst að markametið er löngu fallið þrátt fyrir að fjórðungur leikjanna sé enn eftir. Hingað til hafa verið skoruð 29 mörk í 6 leikjum eða 4,8 mörk að meðaltali í leik. Verði ekkert skorað í leikjunum tveimur í kvöld verður meðalmarkaskorið samt 3,6 mörk í leik. Fimm af fyrstu sex leikjum sextán liða úrslitanna hafa innihaldið fjögur eða fleiri mörk. Eini leikurinn sem sker sig úr er 1-0 sigur Benfica á Borussia Dortmund. Svo ótrúlega vill til að liðin sem skoruðu mest í riðlakeppninni, Borussia Dortmund (21 mark) og Barcelona (20 mörk) eru einu liðin sem hafa ekki skorað í sextán liða úrslitunum til þessa. Alls voru skoruðu 14 mörk í tveimur frábærum leikjum í gær þar sem Manchester City vann 5-3 sigur á Mónakó og Atlético Madrid fór til Þýskalands og vann 4-2 útisigur á Bayer Leverkusen. Með þessum tveimur markaveislum í gærkvöldi var ljóst að markametið í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna var fallið. Leikmönnum tókst að bæta það um þrjú mörk í gær og það er síðan von á enn frekari bætingu í kvöld. Gamla metið var 26 mörk og síðan tímabilið 2013-14. Þar munaði mestu um 6-1 útisigur Real Madrid á Schalke 04 þar sem BBC skoruðu öll mörkin en Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Karim Benzema voru allir með tvö mörk í leiknum. Annar markahár leikur var þegar Jürgen Klopp fór með lærisveina sína í Borussia Dortmund til Rússlands og vann 4-2 sigur á Zenit. Zlatan Ibrahimović, núverandi leikmaður Manchester United, skoraði síðan tvö mörk í 4-0 sigri Paris Saint-Germain á útivelli á móti Bayer Leverkusen.Flest mörk í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna: 2016-17: 29 mörk 2013-14: 26 mörk 2011-12: 22 mörkÚrslit fyrri leikjanna í 16 liða úrslitum Manchester City - Monakó 5-3 Real Madrid - Napoli 3-1 Benfica - Borussia Dortmund 1-0 Bayern München - Arsenal 5-1 Bayer Leverkusen - Atlético Madrid 2-4 Paris Saint-Germain - Barcelona 4-0Leikir sem eru eftir (fara fram í kvöld) Porto - Juventus Sevilla - Leicester CityÚrslit fyrri leikjanna í 16 liða úrslitum 2013-14 (Gamla metið – 26 mörk) Manchester City - Barcelona 0–2 Olympiacos - Manchester United 2–0 AC Milan - Atlético Madrid 0–1 Bayer Leverkusen - Paris Saint-Germain 0–4 Galatasaray - Chelsea 1–1 Schalke 04 - Real Madrid 1–6 Zenit Petersburg - Borussia Dortmund 2–4 Arsenal - Bayern München 0–2 Markaskor í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna síðustu ár:2016-17: 29 mörk (5 leikir með fjögur mörk eða fleiri) - 2 leikir eftir2015-16: 21 mark (3 leikir)2014-15: 17 mörk (1 leikur)2013-14: 26 mörk (3 leikir)2012-13: 21 mark (2 leikir)2011-12: 22 mörk (4 leikir) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Sjá meira
Það hefur verið meira en nóg af mörkum í fyrri leikjum sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar og nú er ljóst að markametið er löngu fallið þrátt fyrir að fjórðungur leikjanna sé enn eftir. Hingað til hafa verið skoruð 29 mörk í 6 leikjum eða 4,8 mörk að meðaltali í leik. Verði ekkert skorað í leikjunum tveimur í kvöld verður meðalmarkaskorið samt 3,6 mörk í leik. Fimm af fyrstu sex leikjum sextán liða úrslitanna hafa innihaldið fjögur eða fleiri mörk. Eini leikurinn sem sker sig úr er 1-0 sigur Benfica á Borussia Dortmund. Svo ótrúlega vill til að liðin sem skoruðu mest í riðlakeppninni, Borussia Dortmund (21 mark) og Barcelona (20 mörk) eru einu liðin sem hafa ekki skorað í sextán liða úrslitunum til þessa. Alls voru skoruðu 14 mörk í tveimur frábærum leikjum í gær þar sem Manchester City vann 5-3 sigur á Mónakó og Atlético Madrid fór til Þýskalands og vann 4-2 útisigur á Bayer Leverkusen. Með þessum tveimur markaveislum í gærkvöldi var ljóst að markametið í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna var fallið. Leikmönnum tókst að bæta það um þrjú mörk í gær og það er síðan von á enn frekari bætingu í kvöld. Gamla metið var 26 mörk og síðan tímabilið 2013-14. Þar munaði mestu um 6-1 útisigur Real Madrid á Schalke 04 þar sem BBC skoruðu öll mörkin en Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Karim Benzema voru allir með tvö mörk í leiknum. Annar markahár leikur var þegar Jürgen Klopp fór með lærisveina sína í Borussia Dortmund til Rússlands og vann 4-2 sigur á Zenit. Zlatan Ibrahimović, núverandi leikmaður Manchester United, skoraði síðan tvö mörk í 4-0 sigri Paris Saint-Germain á útivelli á móti Bayer Leverkusen.Flest mörk í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna: 2016-17: 29 mörk 2013-14: 26 mörk 2011-12: 22 mörkÚrslit fyrri leikjanna í 16 liða úrslitum Manchester City - Monakó 5-3 Real Madrid - Napoli 3-1 Benfica - Borussia Dortmund 1-0 Bayern München - Arsenal 5-1 Bayer Leverkusen - Atlético Madrid 2-4 Paris Saint-Germain - Barcelona 4-0Leikir sem eru eftir (fara fram í kvöld) Porto - Juventus Sevilla - Leicester CityÚrslit fyrri leikjanna í 16 liða úrslitum 2013-14 (Gamla metið – 26 mörk) Manchester City - Barcelona 0–2 Olympiacos - Manchester United 2–0 AC Milan - Atlético Madrid 0–1 Bayer Leverkusen - Paris Saint-Germain 0–4 Galatasaray - Chelsea 1–1 Schalke 04 - Real Madrid 1–6 Zenit Petersburg - Borussia Dortmund 2–4 Arsenal - Bayern München 0–2 Markaskor í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna síðustu ár:2016-17: 29 mörk (5 leikir með fjögur mörk eða fleiri) - 2 leikir eftir2015-16: 21 mark (3 leikir)2014-15: 17 mörk (1 leikur)2013-14: 26 mörk (3 leikir)2012-13: 21 mark (2 leikir)2011-12: 22 mörk (4 leikir)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Sjá meira