Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Þór Ak. 100-78 | Sjötti heimasigur Breiðhyltinga í röð Kristinn G. Friðriksson í Hertz-hellinum í Breiðholti skrifar 23. febrúar 2017 22:00 Matthías Orri átti frábæran leik. vísir/anton brink ÍR vann sinn sjötta heimaleik í röð þegar liðið fékk Þór Ak. í heimsókn í kvöld. Lokatölur 100-78, ÍR í vil. Það tók ÍR ekki langan tíma til að ná undirtökum í leiknum og þegar það gerðist litu leikmenn liðsins ekki við heldur héldu áfram því sem vel gekk. Þórsarar náðu aldrei að finna neinn takt í sókn og vörnin var á löngum köflum mjög döpur. Sigurinn var í raun aldrei í hættu. Hjá heimamönnum voru Quincy Cole, Danero Thomas og Mattíhas Sigurðarsson bestir Hjá Þór var Tryggvi Snær Hlinason bestur, Darrel Lewis átti spretti en aðrir langt frá sínu besta. Með sigrinum komst ÍR upp í 7. sæti deildarinnar en Þór er í sætinu fyrir neðan. Bæði lið eru með 18 stig þremur umferðum er ólokið.ÍR-Þór Ak. 100-78 (25-18, 18-15, 32-20, 25-25)ÍR: Quincy Hankins-Cole 30/9 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 28/9 fráköst/12 stoðsendingar, Danero Thomas 17/5 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 10, Sveinbjörn Claessen 9/7 fráköst, Trausti Eiríksson 2/6 fráköst/3 varin skot, Daði Berg Grétarsson 2/5 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 2.Þór Ak.: Darrel Keith Lewis 25/13 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 15/7 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 12/5 fráköst, George Beamon 10/7 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 8/5 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 7/9 fráköst/5 stoðsendingar, Sindri Davíðsson 1.Borce: Báðum markmiðum náð Borce Ilievski, þjálfari ÍR, vann heimavinnuna sína fyrir þennan leik og náði að vekja góð hughrif innan hópsins fyrir leik því spilamennska liðsins bar þess greinileg merki. „Fyrsta markmiðið var að vinna leikinn, annað markmiðið var að vinna með meira en sextán. Við hefðum verið ánægðir með að ná fyrsta en strákarnir lögðu sig mikið fram og við náðum báðum,“ sagði Borce eftir leik. Varnarleikurinn var gríðarlega öflugur hjá ÍR og mikil framför frá því í síðasta leik gegn KR. „Ég er mjög ánægður með varnarleikinn. Þetta er allt annað en í síðasta leik gegn KR. Núna stjórnuðum við leiknum frá byrjun og við spiluðum á okkar tempói og allt gekk okkur í hag. Við enduðum hálfleikinn með tíu stiga forystu og eins og ég sagði við strákana inní klefa í hálfleik, við verðum að tvöfalda þessa forystu,“ sagði Borce. Liðsheild ÍR var frábær og endurkoma Quincy Hankins-Cole var mikilvæg liðinu en hann átti frábæran leik á báðum endum vallarins. „Þetta var liðssigur. Eftir meiðslin vildi Quincy sýna okkur að hann hafði ekki gleymt því hvernig á að spila körfubolta. Ég held að sjálfstraustið hans sé komið og það er mikilvægt fyrir næstu leiki og ég held að hann haldi áfram að gera svipað í næstu leikjum. Við þurfum að vinna næstu leiki til að tryggja okkur inní úrslitin,“ sagði Borce.Benedikt: Með Matthías í þessum ham er þetta eitt af toppliðunum Leikur Þórs Akureyri var með því versta sem sést hefur frá liðinu í vetur. Sóknarleikurinn var illa skipulagður og náði aldrei neinum takti og vörnin var oft á tíðum skelfileg. Aðspurður um hvað hafði gerst sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins: „Við vorum bara teknir og étnir hérna í Seljaskóla. Ákefðin var öll þeirra megin, miklu grimmari, á meðan við vorum linir og það vantaði eitthvað drápseðli sem maður var að kalla eftir allan leikinn og kom aldrei. Ég vil ekki fara að benda á eitthvað eitt; þeir voru bara miklu grimmari. Þeir voru bara flottir! Með Matthías Orra í þessum ham eru þeir bara eitt af toppliðunum í þessari deild. Hvernig þeir eru svona neðarlega skil ég ekki. Þetta er alveg virkilega gott lið. Hann [Matthías] var bæði að skora sjálfur, hann var að finna Cole og sýndi fínt jafnvægi. Mér fannst Matthías bara stýra þessum leik, ásamt stúkunni. Það verður bara að segjast eins og er að þetta er háværasti heimavöllur sem ég farið á, allavega á norðurlöndum. Maður hefur farið á leik í Grikklandi og upplifað svona stemingu – frábært fyrir ÍR,“ sagði Benedikt. Það liggur ljóst fyrir að Benedikt þarf að berja einhverja hugmyndafræði inní strákana fyrir næsta leik ef liðið á ekki að missa af úrslitakeppnislestinni. „Ég þarf að ná einhverri ákefl og grimmd í næsta leik því ég vil ekki sjá okkur vera linara liðið sem tapar allir 50/50 baráttu, ég vil sjá okkur það lið sem vill þetta meira. Næsti leikur fyrir er nánast bara úrslitaleikur,“ sagði Benedikt, furðulega hress eftir slaka frammistöðu liðs síns. Matthías Orri: Ghettó Hooligans plús í jöfnunni Matthías Orri Sigurðarsson, leikstjórnandi ÍR, átti enn einn stjörnuleikinn og var aðeins hársbreidd frá þrefaldri tvennu. Hann stjórnaði sóknarleiknum vel og skoraði sjálfur mikið. Varnarleikurinn liðsins var góður og aðspurður um hvernig liðið náði að virkja sig svona vel fyrir leikinn sagði Matthías: „Varnarleikurinn var bara frábær. Þeir skora einhver átta eða tíu stig undir lokin í ruslastigum annars vorum við að halda þeim í 78 stigum. Þetta, ásamt andrúmslofti frá stuðningsmönnum okkar sem er orðið rafmagnað hérna um hálf sjö fyrir leik! Maður finnur bara hvernig þetta magnast og ég held að það sé erfitt fyrir útiliðin að koma í það, sérstaklega þegar við náum að læsa okkar varnarhelmingin svona. Þá er erfitt fyrir þá að finna einhvern takt í sókninni og þá brotnar þetta niður smátt saman hjá þeim,“ sagði Matthías. Ghettó Hooligans eru stuðningsmannasveit ÍR og í henni heyrist á leikjum. Líklegt þykir að þessi vaska sveit sé sú háværasta í deildinni og alveg ljóst að áhrif hennar er að finna í leikjum liðsins í Hertz-hellinum. „Mikil áhrif! Þú sérð það bara, um leið og þeir byrja að koma með einhverja stemningu í húsið þá hjálpa þeir. Þeir byrjuðu á þessu í Njarðvíkurleiknum og ég held við höfum bara tapað einum leik hérna síðan. Ef þú setur þetta upp í stærðfræðijöfnu þá er útkoman klárlega plús fyrir okkur.“ Blanda af frábærum sóknarleik og mjög skipulagðri vörn skóp sigurinn fyrir ÍR og allir lögðu sitt af mörkum, næstum án þess að stíga feilsspor. „Vörnin var aðalatriðið og svo hittum við ágætlega. Það fer stór hrós á þjálfarann okkar fyrir að kortleggja veikleika þeirra. Í háu hindrunum þeirra réðumst við grimmt á Tryggva og það virkaði vel. Einnig fer stórt hrós á strákana fyrir að spila hörkuvörn og vera orkumiklir allan tímann,“ sagði Matthías. Dominos-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
ÍR vann sinn sjötta heimaleik í röð þegar liðið fékk Þór Ak. í heimsókn í kvöld. Lokatölur 100-78, ÍR í vil. Það tók ÍR ekki langan tíma til að ná undirtökum í leiknum og þegar það gerðist litu leikmenn liðsins ekki við heldur héldu áfram því sem vel gekk. Þórsarar náðu aldrei að finna neinn takt í sókn og vörnin var á löngum köflum mjög döpur. Sigurinn var í raun aldrei í hættu. Hjá heimamönnum voru Quincy Cole, Danero Thomas og Mattíhas Sigurðarsson bestir Hjá Þór var Tryggvi Snær Hlinason bestur, Darrel Lewis átti spretti en aðrir langt frá sínu besta. Með sigrinum komst ÍR upp í 7. sæti deildarinnar en Þór er í sætinu fyrir neðan. Bæði lið eru með 18 stig þremur umferðum er ólokið.ÍR-Þór Ak. 100-78 (25-18, 18-15, 32-20, 25-25)ÍR: Quincy Hankins-Cole 30/9 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 28/9 fráköst/12 stoðsendingar, Danero Thomas 17/5 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 10, Sveinbjörn Claessen 9/7 fráköst, Trausti Eiríksson 2/6 fráköst/3 varin skot, Daði Berg Grétarsson 2/5 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 2.Þór Ak.: Darrel Keith Lewis 25/13 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 15/7 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 12/5 fráköst, George Beamon 10/7 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 8/5 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 7/9 fráköst/5 stoðsendingar, Sindri Davíðsson 1.Borce: Báðum markmiðum náð Borce Ilievski, þjálfari ÍR, vann heimavinnuna sína fyrir þennan leik og náði að vekja góð hughrif innan hópsins fyrir leik því spilamennska liðsins bar þess greinileg merki. „Fyrsta markmiðið var að vinna leikinn, annað markmiðið var að vinna með meira en sextán. Við hefðum verið ánægðir með að ná fyrsta en strákarnir lögðu sig mikið fram og við náðum báðum,“ sagði Borce eftir leik. Varnarleikurinn var gríðarlega öflugur hjá ÍR og mikil framför frá því í síðasta leik gegn KR. „Ég er mjög ánægður með varnarleikinn. Þetta er allt annað en í síðasta leik gegn KR. Núna stjórnuðum við leiknum frá byrjun og við spiluðum á okkar tempói og allt gekk okkur í hag. Við enduðum hálfleikinn með tíu stiga forystu og eins og ég sagði við strákana inní klefa í hálfleik, við verðum að tvöfalda þessa forystu,“ sagði Borce. Liðsheild ÍR var frábær og endurkoma Quincy Hankins-Cole var mikilvæg liðinu en hann átti frábæran leik á báðum endum vallarins. „Þetta var liðssigur. Eftir meiðslin vildi Quincy sýna okkur að hann hafði ekki gleymt því hvernig á að spila körfubolta. Ég held að sjálfstraustið hans sé komið og það er mikilvægt fyrir næstu leiki og ég held að hann haldi áfram að gera svipað í næstu leikjum. Við þurfum að vinna næstu leiki til að tryggja okkur inní úrslitin,“ sagði Borce.Benedikt: Með Matthías í þessum ham er þetta eitt af toppliðunum Leikur Þórs Akureyri var með því versta sem sést hefur frá liðinu í vetur. Sóknarleikurinn var illa skipulagður og náði aldrei neinum takti og vörnin var oft á tíðum skelfileg. Aðspurður um hvað hafði gerst sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins: „Við vorum bara teknir og étnir hérna í Seljaskóla. Ákefðin var öll þeirra megin, miklu grimmari, á meðan við vorum linir og það vantaði eitthvað drápseðli sem maður var að kalla eftir allan leikinn og kom aldrei. Ég vil ekki fara að benda á eitthvað eitt; þeir voru bara miklu grimmari. Þeir voru bara flottir! Með Matthías Orra í þessum ham eru þeir bara eitt af toppliðunum í þessari deild. Hvernig þeir eru svona neðarlega skil ég ekki. Þetta er alveg virkilega gott lið. Hann [Matthías] var bæði að skora sjálfur, hann var að finna Cole og sýndi fínt jafnvægi. Mér fannst Matthías bara stýra þessum leik, ásamt stúkunni. Það verður bara að segjast eins og er að þetta er háværasti heimavöllur sem ég farið á, allavega á norðurlöndum. Maður hefur farið á leik í Grikklandi og upplifað svona stemingu – frábært fyrir ÍR,“ sagði Benedikt. Það liggur ljóst fyrir að Benedikt þarf að berja einhverja hugmyndafræði inní strákana fyrir næsta leik ef liðið á ekki að missa af úrslitakeppnislestinni. „Ég þarf að ná einhverri ákefl og grimmd í næsta leik því ég vil ekki sjá okkur vera linara liðið sem tapar allir 50/50 baráttu, ég vil sjá okkur það lið sem vill þetta meira. Næsti leikur fyrir er nánast bara úrslitaleikur,“ sagði Benedikt, furðulega hress eftir slaka frammistöðu liðs síns. Matthías Orri: Ghettó Hooligans plús í jöfnunni Matthías Orri Sigurðarsson, leikstjórnandi ÍR, átti enn einn stjörnuleikinn og var aðeins hársbreidd frá þrefaldri tvennu. Hann stjórnaði sóknarleiknum vel og skoraði sjálfur mikið. Varnarleikurinn liðsins var góður og aðspurður um hvernig liðið náði að virkja sig svona vel fyrir leikinn sagði Matthías: „Varnarleikurinn var bara frábær. Þeir skora einhver átta eða tíu stig undir lokin í ruslastigum annars vorum við að halda þeim í 78 stigum. Þetta, ásamt andrúmslofti frá stuðningsmönnum okkar sem er orðið rafmagnað hérna um hálf sjö fyrir leik! Maður finnur bara hvernig þetta magnast og ég held að það sé erfitt fyrir útiliðin að koma í það, sérstaklega þegar við náum að læsa okkar varnarhelmingin svona. Þá er erfitt fyrir þá að finna einhvern takt í sókninni og þá brotnar þetta niður smátt saman hjá þeim,“ sagði Matthías. Ghettó Hooligans eru stuðningsmannasveit ÍR og í henni heyrist á leikjum. Líklegt þykir að þessi vaska sveit sé sú háværasta í deildinni og alveg ljóst að áhrif hennar er að finna í leikjum liðsins í Hertz-hellinum. „Mikil áhrif! Þú sérð það bara, um leið og þeir byrja að koma með einhverja stemningu í húsið þá hjálpa þeir. Þeir byrjuðu á þessu í Njarðvíkurleiknum og ég held við höfum bara tapað einum leik hérna síðan. Ef þú setur þetta upp í stærðfræðijöfnu þá er útkoman klárlega plús fyrir okkur.“ Blanda af frábærum sóknarleik og mjög skipulagðri vörn skóp sigurinn fyrir ÍR og allir lögðu sitt af mörkum, næstum án þess að stíga feilsspor. „Vörnin var aðalatriðið og svo hittum við ágætlega. Það fer stór hrós á þjálfarann okkar fyrir að kortleggja veikleika þeirra. Í háu hindrunum þeirra réðumst við grimmt á Tryggva og það virkaði vel. Einnig fer stórt hrós á strákana fyrir að spila hörkuvörn og vera orkumiklir allan tímann,“ sagði Matthías.
Dominos-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira