Freyr: Vel besta liðið sama í hvaða landi leikmenn spila Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2017 12:02 Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, sendi frá sér yfirlýsingu nú undir hádegi þar sem hann svarar ummælum Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, í Fréttatímanum að einhverju leyti. Þar skaut Sigurður fast á Frey fyrir að vera með fordóma í garð kínverskrar knattspyrnu og að standa í vegi fyrir leikmönnum að fara til Kína með hótunum um að það hefði áhrif á stöðu þeirra í landsliðinu. Sigurður Ragnar sendi svo frá sér afsökunarbeiðni í morgun þar sem hann bað Freyr afsökunar á að hafa ásakað hann um fordóma. Freyr telur greinilega mikilvægt að taka fram að hann skipti sér ekki af því hvaða lið landsliðsmenn kjósi að spila með. Hann segir enn fremur að hann velji ávallt besta liðið og skipti engu máli í hvaða landi leikmenn spili.Yfirlýsing Freys:Að gefnu tilefni.Sem landsliðsþjálfari er ég í reglulegu sambandi við leikmenn landsliðsins um ýmis mál. Það er mikilvægt að þær geti leitað til mín með hvað sem er, ráðgjöf eða annað. Þegar leikmenn leita til mín og spyrja hvað mér finnst, þá verða þær að geta treyst því að ég sé heiðarlegur í mínum svörum.Það er þó alveg klárt mál að ég sem landsliðsþjálfari læt mér ekki detta í hug að stjórna því hvaða félagslið leikmenn ákveða að spila fyrir.Þessir leikmenn eru sterkir karakterar, reynslumiklir leikmenn, og þær eru fullfærar um að taka þessar ákvarðanir sjálfar. Það eru leikmennirnir sjálfir sem ákveða hvar þeir spila í félagsliðum.Hlutverk landsliðsþjálfara er að undirbúa sitt lið og stýra því í verkefnum með það fyrir augum að ná sem bestum knattspyrnulegum árangri. Með það í huga vel ég alltaf það sem ég tel besta liðið hverju sinni. Í hvaða landi leikmenn eru að spila með félagsliði hefur ekki áhrif á það.Virðingarfyllst og í von um að geta sett alla orku í réttan farveg.....undirbúning fyrir EM 2017.Freyr Alexandersson Fótbolti Tengdar fréttir Dagný: Skil ekki hvaða bíó er í gangi Báðar landsliðskonurnar sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Jiangsu Suning, vildi fá til Kína hafa nú tjáð sig um ummæli hans í Fréttatímanum í dag. 24. febrúar 2017 09:55 Siggi Raggi biður Frey afsökunar Sigurður Ragnar Eyjólfsson sendi frá sér yfirlýsingu nú í morgun en ummæli hans í Fréttatímanum í dag hafa heldur betur vakið athygli. 24. febrúar 2017 10:05 Hallbera: Landsliðsþjálfarinn segir mér ekki hvar ég á að spila Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur brugðist við orðum fyrrum landsliðsþjálfarans, Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, sem var í áhugaverðu viðtali í Fréttatímanum. 24. febrúar 2017 08:42 Siggi Raggi: Freyr er með fordóma gagnvart kínverskri knattspyrnu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, skýtur fast á eftirmann sinn, Freyr Alexandersson, í viðtali við Fréttatímann. 24. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, sendi frá sér yfirlýsingu nú undir hádegi þar sem hann svarar ummælum Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, í Fréttatímanum að einhverju leyti. Þar skaut Sigurður fast á Frey fyrir að vera með fordóma í garð kínverskrar knattspyrnu og að standa í vegi fyrir leikmönnum að fara til Kína með hótunum um að það hefði áhrif á stöðu þeirra í landsliðinu. Sigurður Ragnar sendi svo frá sér afsökunarbeiðni í morgun þar sem hann bað Freyr afsökunar á að hafa ásakað hann um fordóma. Freyr telur greinilega mikilvægt að taka fram að hann skipti sér ekki af því hvaða lið landsliðsmenn kjósi að spila með. Hann segir enn fremur að hann velji ávallt besta liðið og skipti engu máli í hvaða landi leikmenn spili.Yfirlýsing Freys:Að gefnu tilefni.Sem landsliðsþjálfari er ég í reglulegu sambandi við leikmenn landsliðsins um ýmis mál. Það er mikilvægt að þær geti leitað til mín með hvað sem er, ráðgjöf eða annað. Þegar leikmenn leita til mín og spyrja hvað mér finnst, þá verða þær að geta treyst því að ég sé heiðarlegur í mínum svörum.Það er þó alveg klárt mál að ég sem landsliðsþjálfari læt mér ekki detta í hug að stjórna því hvaða félagslið leikmenn ákveða að spila fyrir.Þessir leikmenn eru sterkir karakterar, reynslumiklir leikmenn, og þær eru fullfærar um að taka þessar ákvarðanir sjálfar. Það eru leikmennirnir sjálfir sem ákveða hvar þeir spila í félagsliðum.Hlutverk landsliðsþjálfara er að undirbúa sitt lið og stýra því í verkefnum með það fyrir augum að ná sem bestum knattspyrnulegum árangri. Með það í huga vel ég alltaf það sem ég tel besta liðið hverju sinni. Í hvaða landi leikmenn eru að spila með félagsliði hefur ekki áhrif á það.Virðingarfyllst og í von um að geta sett alla orku í réttan farveg.....undirbúning fyrir EM 2017.Freyr Alexandersson
Fótbolti Tengdar fréttir Dagný: Skil ekki hvaða bíó er í gangi Báðar landsliðskonurnar sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Jiangsu Suning, vildi fá til Kína hafa nú tjáð sig um ummæli hans í Fréttatímanum í dag. 24. febrúar 2017 09:55 Siggi Raggi biður Frey afsökunar Sigurður Ragnar Eyjólfsson sendi frá sér yfirlýsingu nú í morgun en ummæli hans í Fréttatímanum í dag hafa heldur betur vakið athygli. 24. febrúar 2017 10:05 Hallbera: Landsliðsþjálfarinn segir mér ekki hvar ég á að spila Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur brugðist við orðum fyrrum landsliðsþjálfarans, Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, sem var í áhugaverðu viðtali í Fréttatímanum. 24. febrúar 2017 08:42 Siggi Raggi: Freyr er með fordóma gagnvart kínverskri knattspyrnu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, skýtur fast á eftirmann sinn, Freyr Alexandersson, í viðtali við Fréttatímann. 24. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Dagný: Skil ekki hvaða bíó er í gangi Báðar landsliðskonurnar sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Jiangsu Suning, vildi fá til Kína hafa nú tjáð sig um ummæli hans í Fréttatímanum í dag. 24. febrúar 2017 09:55
Siggi Raggi biður Frey afsökunar Sigurður Ragnar Eyjólfsson sendi frá sér yfirlýsingu nú í morgun en ummæli hans í Fréttatímanum í dag hafa heldur betur vakið athygli. 24. febrúar 2017 10:05
Hallbera: Landsliðsþjálfarinn segir mér ekki hvar ég á að spila Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur brugðist við orðum fyrrum landsliðsþjálfarans, Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, sem var í áhugaverðu viðtali í Fréttatímanum. 24. febrúar 2017 08:42
Siggi Raggi: Freyr er með fordóma gagnvart kínverskri knattspyrnu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, skýtur fast á eftirmann sinn, Freyr Alexandersson, í viðtali við Fréttatímann. 24. febrúar 2017 08:00