Ferðamannastaðir nánast tómir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 12:11 Forvarnir björgunarsveita og Vegagerðarinnar virðast hafa skilað árangri, segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Sendar voru út viðvaranir á þrjú þúsund viðbragðsaðila í gær vegna veðursins sem nú gengur yfir landið. Þorsteinn segir ferðamannastaði flesta nánast tóma. „Viðbúnaður okkar hófst í raun og veru í gær þegar við sendum upplýsingar á þrjú þúsund ferðaþjónustuaðila til að vara við því sem myndi ganga yfir í dag. Það virðist hafa borið árangur,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. „Við erum að heyra það að ferðamannastaðir hérna í nágrenni höfuðborgarsvæðisins séu nánast tómir, þannig að þessi forvörn hefur sannarlega skilað sér. Eins líka hjá Vegagerðinni þegar þeir voru að tilkynna um fyrirhugaðar lokaðir í gær þannig að þetta hefur haft þau áhrif að fólk er minna á ferðinni en ella.“ Þorsteinn segir fokútköllin hafa byrjað strax í morgun. Björgunarsveitir séu allar í viðbragðsstöðu og margar hverjar þegar komnar út. „Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður eftir hádegi því þá á veðrið að vera verst hérna á höfuðborgarsvæðinu. Svo á heldur að ganga niður svona um eða upp úr miðjum degi en okkar fólk er á vaktinni til að hjálpa ef kallið kemur.“ Líkt og Þorsteinn bendir á fer veðrið nú ört versnandi á suðvesturlandi. Vitlaust veður hefur verið í dag og til að mynda fór stór rútubíll með 57 farþega og ökumann út af þjóðveginum vestan við Vík í Mýrdal um klukkan hálf tíu, en engan sakaði. Þá lentu tvær rútur í erfiðleikum á Kjalarnesi á tíunda tímanum en komust klakklaust að Klébergsskóla þar sem Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð. Jón Brynjar Birgisson frá Rauða krossinum segir að á annað hundrað manns séu þegar komnir í stöðina, farþegarnir úr rútunum og erlendir ferðamenn á bílaleigubílum, en engin slys hafa orðið. Vegagerðin hefur verið að loka vegum í morgun og fleiri vegum verður lokað eftir því sem á daginn líður. Þegar er búið að loka Hellisheiði, veginum undir Eyjafjöllum Lyngdalsheiði, um Kjalarnes og Mosfellsheiði og nú í hádeginu var Reykjanesbraut einnig lokað en þar er orðið vonsku veður. Holtavörðuheiði og Bröttubrekku verður líklega lokað um klukkan þrjú og klukkan fjögur má búast við að Mývatns- og Möðrudalsöræfum verði lokað, sömuleiðis Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarði. Innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag og Herjólfur hefur ekki siglt á milli lands og Eyja. Síðdegis á verulega að draga úr vindi suðvestanlands og upp úr miðnætti er búist við að veðrið gangi norðaustur af landinu. Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Fólk hvatt til að sækja börn í lok skóladags Fólk er hvatt til að fara ekki af stað sé það ekki vel búið. 24. febrúar 2017 10:23 Farþegar beðnir um að fylgjast vel með: Fundað um stöðu mála WOW Air hefur aflýst flugi til New York og býst við seinkunum seinnipartinn. 24. febrúar 2017 11:49 Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02 Rúta með rúmlega 50 farþega fór út af við Vík Engin slys á fólki en rútan við það að fara á hliðina. 24. febrúar 2017 10:21 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Forvarnir björgunarsveita og Vegagerðarinnar virðast hafa skilað árangri, segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Sendar voru út viðvaranir á þrjú þúsund viðbragðsaðila í gær vegna veðursins sem nú gengur yfir landið. Þorsteinn segir ferðamannastaði flesta nánast tóma. „Viðbúnaður okkar hófst í raun og veru í gær þegar við sendum upplýsingar á þrjú þúsund ferðaþjónustuaðila til að vara við því sem myndi ganga yfir í dag. Það virðist hafa borið árangur,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. „Við erum að heyra það að ferðamannastaðir hérna í nágrenni höfuðborgarsvæðisins séu nánast tómir, þannig að þessi forvörn hefur sannarlega skilað sér. Eins líka hjá Vegagerðinni þegar þeir voru að tilkynna um fyrirhugaðar lokaðir í gær þannig að þetta hefur haft þau áhrif að fólk er minna á ferðinni en ella.“ Þorsteinn segir fokútköllin hafa byrjað strax í morgun. Björgunarsveitir séu allar í viðbragðsstöðu og margar hverjar þegar komnar út. „Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður eftir hádegi því þá á veðrið að vera verst hérna á höfuðborgarsvæðinu. Svo á heldur að ganga niður svona um eða upp úr miðjum degi en okkar fólk er á vaktinni til að hjálpa ef kallið kemur.“ Líkt og Þorsteinn bendir á fer veðrið nú ört versnandi á suðvesturlandi. Vitlaust veður hefur verið í dag og til að mynda fór stór rútubíll með 57 farþega og ökumann út af þjóðveginum vestan við Vík í Mýrdal um klukkan hálf tíu, en engan sakaði. Þá lentu tvær rútur í erfiðleikum á Kjalarnesi á tíunda tímanum en komust klakklaust að Klébergsskóla þar sem Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð. Jón Brynjar Birgisson frá Rauða krossinum segir að á annað hundrað manns séu þegar komnir í stöðina, farþegarnir úr rútunum og erlendir ferðamenn á bílaleigubílum, en engin slys hafa orðið. Vegagerðin hefur verið að loka vegum í morgun og fleiri vegum verður lokað eftir því sem á daginn líður. Þegar er búið að loka Hellisheiði, veginum undir Eyjafjöllum Lyngdalsheiði, um Kjalarnes og Mosfellsheiði og nú í hádeginu var Reykjanesbraut einnig lokað en þar er orðið vonsku veður. Holtavörðuheiði og Bröttubrekku verður líklega lokað um klukkan þrjú og klukkan fjögur má búast við að Mývatns- og Möðrudalsöræfum verði lokað, sömuleiðis Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarði. Innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag og Herjólfur hefur ekki siglt á milli lands og Eyja. Síðdegis á verulega að draga úr vindi suðvestanlands og upp úr miðnætti er búist við að veðrið gangi norðaustur af landinu.
Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Fólk hvatt til að sækja börn í lok skóladags Fólk er hvatt til að fara ekki af stað sé það ekki vel búið. 24. febrúar 2017 10:23 Farþegar beðnir um að fylgjast vel með: Fundað um stöðu mála WOW Air hefur aflýst flugi til New York og býst við seinkunum seinnipartinn. 24. febrúar 2017 11:49 Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02 Rúta með rúmlega 50 farþega fór út af við Vík Engin slys á fólki en rútan við það að fara á hliðina. 24. febrúar 2017 10:21 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Fólk hvatt til að sækja börn í lok skóladags Fólk er hvatt til að fara ekki af stað sé það ekki vel búið. 24. febrúar 2017 10:23
Farþegar beðnir um að fylgjast vel með: Fundað um stöðu mála WOW Air hefur aflýst flugi til New York og býst við seinkunum seinnipartinn. 24. febrúar 2017 11:49
Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02
Rúta með rúmlega 50 farþega fór út af við Vík Engin slys á fólki en rútan við það að fara á hliðina. 24. febrúar 2017 10:21