Með betlistafinn Stjórnarmaðurinn skrifar 26. febrúar 2017 11:00 Áhugavert hefur verið að fylgjast með væringum á fjölmiðlamarkaði þar sem hinir flekklausu keppast við að slá sjálfa sig til riddara. Varla hefur landssöfnun Frjálsrar fjölmiðlunar farið fram hjá nokkrum manni, en þar biðlar reynsluboltinn Gunnar Smári Egilsson til almennings um stuðning í baráttunni gegn ofríki auðjöfra á fjölmiðlamarkaðnum. Ekki virðast þó allir auðjöfrar jafnir í augum Gunnars Smára því hann treystir sjálfum sér, óskeikulum, til að halda í hlutleysið þrátt fyrir aðkomu þekktra efnamanna að blaðinu hans. Frá Kjarnanum heyrist svo gamalkunnugt stef um að þar á bæ hafi landi og þjóð verið unnið mikið gagn með merkri umfjöllun. Þá er upplýst að hluthafar séu frábært fólk. Öðru gegni hins vegar um eigendur annarra miðla sem ýmist séu í höndum samfélagslegra útlaga eða sjálfrar útgerðarinnar. Svo er klykkt út með því að allur almenningur eigi að taka sér stöðu með þeim góðu og óskeikulu gegn hinum vondu – með fjárframlögum, líkt og um góðgerðarfélag sé að ræða. Merkilegt er hvernig þessum miklu blaðamönnum tekst að starfa í tómarúmi án afskipta eigenda. Aðra telja þeir ekki þrífast án slíkra afskipta. Hvernig má skýra það? Eru bakhjarlar Fréttatímans og Kjarnans góðgjarnir englar sem lúta öðrum lögmálum en fúlmennin sem halda allri umfjöllun á spori hagsmunanna – berja marga tugi blaðamanna til hlýðni? Engu er líkara en þetta fólk ætli að byggja framtíð sína á því að ata aðra miðla auri. Þeir taka sér stöðu sem handhafar sannleikans í krossferð gegn þeim sem þeir segja afbaka og ljúga. Þeir búa til heimsmynd sem þeim hentar og hika ekki við að sverta æru kollega sinna. Hvað getur það annars talist annað en atvinnurógur að saka fólk sínkt og heilagt um að vera viljalaust verkfæri eigenda og auðjöfra? Kannski væri vænlegra til árangurs að beina sjónum að hvíta fílnum í herberginu – hlut Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Þar eru miklar tekjur sem annars rynnu í vasa annarra fjölmiðla og gætu styrkt rekstrargrundvöll þeirra. Þeir gætu þá sótt á þau mið á jafnréttisgrundvelli. Nei, þau velja að ata kollega sína auri um leið og þau upphefja sjálf sig og biðla til auðtrúa fólks um ölmusu. Það er óheiðarlegt viðskiptamódel og ekki vænlegt til árangurs.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Áhugavert hefur verið að fylgjast með væringum á fjölmiðlamarkaði þar sem hinir flekklausu keppast við að slá sjálfa sig til riddara. Varla hefur landssöfnun Frjálsrar fjölmiðlunar farið fram hjá nokkrum manni, en þar biðlar reynsluboltinn Gunnar Smári Egilsson til almennings um stuðning í baráttunni gegn ofríki auðjöfra á fjölmiðlamarkaðnum. Ekki virðast þó allir auðjöfrar jafnir í augum Gunnars Smára því hann treystir sjálfum sér, óskeikulum, til að halda í hlutleysið þrátt fyrir aðkomu þekktra efnamanna að blaðinu hans. Frá Kjarnanum heyrist svo gamalkunnugt stef um að þar á bæ hafi landi og þjóð verið unnið mikið gagn með merkri umfjöllun. Þá er upplýst að hluthafar séu frábært fólk. Öðru gegni hins vegar um eigendur annarra miðla sem ýmist séu í höndum samfélagslegra útlaga eða sjálfrar útgerðarinnar. Svo er klykkt út með því að allur almenningur eigi að taka sér stöðu með þeim góðu og óskeikulu gegn hinum vondu – með fjárframlögum, líkt og um góðgerðarfélag sé að ræða. Merkilegt er hvernig þessum miklu blaðamönnum tekst að starfa í tómarúmi án afskipta eigenda. Aðra telja þeir ekki þrífast án slíkra afskipta. Hvernig má skýra það? Eru bakhjarlar Fréttatímans og Kjarnans góðgjarnir englar sem lúta öðrum lögmálum en fúlmennin sem halda allri umfjöllun á spori hagsmunanna – berja marga tugi blaðamanna til hlýðni? Engu er líkara en þetta fólk ætli að byggja framtíð sína á því að ata aðra miðla auri. Þeir taka sér stöðu sem handhafar sannleikans í krossferð gegn þeim sem þeir segja afbaka og ljúga. Þeir búa til heimsmynd sem þeim hentar og hika ekki við að sverta æru kollega sinna. Hvað getur það annars talist annað en atvinnurógur að saka fólk sínkt og heilagt um að vera viljalaust verkfæri eigenda og auðjöfra? Kannski væri vænlegra til árangurs að beina sjónum að hvíta fílnum í herberginu – hlut Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Þar eru miklar tekjur sem annars rynnu í vasa annarra fjölmiðla og gætu styrkt rekstrargrundvöll þeirra. Þeir gætu þá sótt á þau mið á jafnréttisgrundvelli. Nei, þau velja að ata kollega sína auri um leið og þau upphefja sjálf sig og biðla til auðtrúa fólks um ölmusu. Það er óheiðarlegt viðskiptamódel og ekki vænlegt til árangurs.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira