Þingmaður Pírata segir brýnt að virkja samfélagsþátttöku ungs fólks Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2017 20:00 Þingmaður Pírata hefur áhyggjur af lítilli kosningaþátttöku ungs fólks og segir brýnt að virkja samfélagslega þátttöku ungu kynslóðarinnar. Þörf sé á nútímalegri og lýðræðislegri stjórnmálum, nýrri stjórnarskrá og gegnsærri og skilvirkari stjórnsýslu. Viktor Orri Valgarðsson hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag með því að segja að samfélagsleg þátttaka ungs fólks væri eitt mest aðkallandi íslenskra stjórnmála en á sama tíma eitt þeirra mála sem virtust fá hvað minnsta athygli stjórnvalda. „Kjörsókn á Íslandi hefur dregist umtalsvert saman undanfarna áratugi eins og víðar á Vesturlöndum og sú þróun hefur verið sérstaklega áberandi meðal ungs fólks. Kjörsókn í síðustu sveitarstjórnarkosningum var sú lang minnsta í lýðveldissögunni og það sama gilti um síðustu alþingiskosningar. Kjörsóknin hrapaði til að mynda úr 73,5 prósentum árið 2010 í 66,5 prósent árið 2015,“ sagði Viktor Orri. Þá hafi kjörsókn tuttugu til tuttugu og fjögurra ára kjósenda verið enn minni eða 42 prósent árið 2014. Traust ungs fólks á á stjórnmálum og stjórnvöldum hefði minnkað mikið. „Og áhugi ungs fólks á þátttöku í lýðræðiskerfinu okkar virðist vera hverfandi. Þetta er vandamál bæði fyrir unga fólkið og ekki síður fyrir stjórnmálin. Vandamál sem er alvarlegt í dag og verður enn alvarlegra þegar fram líða stundir,“ sagði Viktor Orri. Þingmaðurinn sagði nauðsynlegt að bregðast við þessu bæði á vettvangi stjórnmálanna og öðrum sviðum samfélagsins til að virkja ungt fólk til þátttöku, meðal annars í sjálfboðaliða- og félagsstarfi ungmenna. „Ég held að við þurfum að gera margt. Bæði stjórnmálin og samfélagið almennt. Við þurfum nútímalegri og lýðræðislegri stjórnmál með nýrri stjórnarskrá. Gegnsærri og skilvirkari stjórnsýslu, málefnalegri og faglegri umræðu, aukin áhrif almennings milli kosninga og svona mætti lengi telja,“ sagði Viktor Orri. Þingmenn allra flokka tóku vel undir málflutning Viktors Orra og Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra var sammála því að efla þyrfti þátttöku ungs fólks í samfélaginu. Ráðherrann sagði þó erfitt að meta sögulega kosningaþátttöku ungs fólks þar sem kosningaþátttaka eftir aldri hafi ekki verið skráð fyrr en frá sveitarstjórnarkosningum árið 2014. Verkefni eins og Skuggakosningar og Ég kýs í framhaldsskólum landsins hafi gefið góða raun og verði haldið áfram fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. „Niðurstöður skuggakosninganna í framhaldsskólunum gáfu ýmsar vísbendingar um hvernig frekari fræðsla og kynnnig gæti verið. En fyrst og fremst kölluðu þessar niðurstöður sem greindar hafa verið á nauðsyn þess að gera þarf kosningum og mikilvægi kosningaþátttöku miklu betur skil meðal ungs fólks,“ sagði Kristján Þór Júlíusson.v Alþingi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Þingmaður Pírata hefur áhyggjur af lítilli kosningaþátttöku ungs fólks og segir brýnt að virkja samfélagslega þátttöku ungu kynslóðarinnar. Þörf sé á nútímalegri og lýðræðislegri stjórnmálum, nýrri stjórnarskrá og gegnsærri og skilvirkari stjórnsýslu. Viktor Orri Valgarðsson hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag með því að segja að samfélagsleg þátttaka ungs fólks væri eitt mest aðkallandi íslenskra stjórnmála en á sama tíma eitt þeirra mála sem virtust fá hvað minnsta athygli stjórnvalda. „Kjörsókn á Íslandi hefur dregist umtalsvert saman undanfarna áratugi eins og víðar á Vesturlöndum og sú þróun hefur verið sérstaklega áberandi meðal ungs fólks. Kjörsókn í síðustu sveitarstjórnarkosningum var sú lang minnsta í lýðveldissögunni og það sama gilti um síðustu alþingiskosningar. Kjörsóknin hrapaði til að mynda úr 73,5 prósentum árið 2010 í 66,5 prósent árið 2015,“ sagði Viktor Orri. Þá hafi kjörsókn tuttugu til tuttugu og fjögurra ára kjósenda verið enn minni eða 42 prósent árið 2014. Traust ungs fólks á á stjórnmálum og stjórnvöldum hefði minnkað mikið. „Og áhugi ungs fólks á þátttöku í lýðræðiskerfinu okkar virðist vera hverfandi. Þetta er vandamál bæði fyrir unga fólkið og ekki síður fyrir stjórnmálin. Vandamál sem er alvarlegt í dag og verður enn alvarlegra þegar fram líða stundir,“ sagði Viktor Orri. Þingmaðurinn sagði nauðsynlegt að bregðast við þessu bæði á vettvangi stjórnmálanna og öðrum sviðum samfélagsins til að virkja ungt fólk til þátttöku, meðal annars í sjálfboðaliða- og félagsstarfi ungmenna. „Ég held að við þurfum að gera margt. Bæði stjórnmálin og samfélagið almennt. Við þurfum nútímalegri og lýðræðislegri stjórnmál með nýrri stjórnarskrá. Gegnsærri og skilvirkari stjórnsýslu, málefnalegri og faglegri umræðu, aukin áhrif almennings milli kosninga og svona mætti lengi telja,“ sagði Viktor Orri. Þingmenn allra flokka tóku vel undir málflutning Viktors Orra og Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra var sammála því að efla þyrfti þátttöku ungs fólks í samfélaginu. Ráðherrann sagði þó erfitt að meta sögulega kosningaþátttöku ungs fólks þar sem kosningaþátttaka eftir aldri hafi ekki verið skráð fyrr en frá sveitarstjórnarkosningum árið 2014. Verkefni eins og Skuggakosningar og Ég kýs í framhaldsskólum landsins hafi gefið góða raun og verði haldið áfram fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. „Niðurstöður skuggakosninganna í framhaldsskólunum gáfu ýmsar vísbendingar um hvernig frekari fræðsla og kynnnig gæti verið. En fyrst og fremst kölluðu þessar niðurstöður sem greindar hafa verið á nauðsyn þess að gera þarf kosningum og mikilvægi kosningaþátttöku miklu betur skil meðal ungs fólks,“ sagði Kristján Þór Júlíusson.v
Alþingi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira