Stokkar upp í ráðuneyti fyrir ferðamál 27. febrúar 2017 06:00 Helga Árnadóttir ferðaþjónusta „Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi talað fyrir eflingu vægis ferðaþjónustunnar innan stjórnkerfisins enda miklir hagsmunir undir. Það segir sig sjálft að staðan hefur í raun og veru ekki verið í nokkrum takti við vöxt og mikilvægi greinarinnar fyrir þjóðarbúið,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, greindi frá því í vikunni að innan ráðuneytisins yrði stofnuð sérstök skrifstofa ferðamála og starfsmönnum fjölgað stórlega. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa lengi bent á að í atvinnuvegaráðuneytinu hafi aðeins starfsmenn í einu og hálfu stöðugildi sinnt málefnum ferðaþjónustunnar sérstaklega hingað til og það á tímum fordæmalausrar fjölgunar ferðamanna. „Það voru því verulega ánægjuleg tíðindi að ráðherra ætli frá og með næstu mánaðamótum að setja á laggirnar sérstaka skrifstofu ferðamála innan ráðuneytisins sem er ætlað að sinna ferðaþjónustunni sérstaklega með tilheyrandi fjölgun stöðugilda,“ segir Helga. Ráðherra segir að markmiðunum verði fyrst og fremst náð með breyttri forgangsröðun í ráðuneytinu sjálfu. „Frá og með næstu mánaðamótum munu fimm starfsmenn helga sig ferðamálum, auk þess sem bætt verður við einum til tveimur stöðugildum þegar líður á árið. Með þeirri breyttu forgangsröðun gefst betra tækifæri til að sinna þeim brýnu verkefnum sem blasa við okkur með það að markmiði að ráðuneytið verði leiðandi í samvinnu við önnur ráðuneyti og stofnanir um hin krefjandi viðfangsefni ferðaþjónustunnar sem varð á skömmum tíma undirstöðuatvinnugrein á Íslandi. Því fylgja verkefni,“ sagði ráðherra á Alþingi. Helga segir verkefnin vissulega ærin, en skilvirkt regluverk, uppbygging innviða og skipulag gagnvart greininni séu vafalaust þau verkefni sem sett verða á oddinn. „Að mínu viti er líka mikilvægt að skrifstofan geti eflt skilvirkni þeirra starfa er snúa að fleiri ráðuneytum en einu en eðli greinarinnar kallar á slíkt,“ segir framkvæmdistjóri SAF. – shá vísir/anton brink Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
ferðaþjónusta „Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi talað fyrir eflingu vægis ferðaþjónustunnar innan stjórnkerfisins enda miklir hagsmunir undir. Það segir sig sjálft að staðan hefur í raun og veru ekki verið í nokkrum takti við vöxt og mikilvægi greinarinnar fyrir þjóðarbúið,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, greindi frá því í vikunni að innan ráðuneytisins yrði stofnuð sérstök skrifstofa ferðamála og starfsmönnum fjölgað stórlega. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa lengi bent á að í atvinnuvegaráðuneytinu hafi aðeins starfsmenn í einu og hálfu stöðugildi sinnt málefnum ferðaþjónustunnar sérstaklega hingað til og það á tímum fordæmalausrar fjölgunar ferðamanna. „Það voru því verulega ánægjuleg tíðindi að ráðherra ætli frá og með næstu mánaðamótum að setja á laggirnar sérstaka skrifstofu ferðamála innan ráðuneytisins sem er ætlað að sinna ferðaþjónustunni sérstaklega með tilheyrandi fjölgun stöðugilda,“ segir Helga. Ráðherra segir að markmiðunum verði fyrst og fremst náð með breyttri forgangsröðun í ráðuneytinu sjálfu. „Frá og með næstu mánaðamótum munu fimm starfsmenn helga sig ferðamálum, auk þess sem bætt verður við einum til tveimur stöðugildum þegar líður á árið. Með þeirri breyttu forgangsröðun gefst betra tækifæri til að sinna þeim brýnu verkefnum sem blasa við okkur með það að markmiði að ráðuneytið verði leiðandi í samvinnu við önnur ráðuneyti og stofnanir um hin krefjandi viðfangsefni ferðaþjónustunnar sem varð á skömmum tíma undirstöðuatvinnugrein á Íslandi. Því fylgja verkefni,“ sagði ráðherra á Alþingi. Helga segir verkefnin vissulega ærin, en skilvirkt regluverk, uppbygging innviða og skipulag gagnvart greininni séu vafalaust þau verkefni sem sett verða á oddinn. „Að mínu viti er líka mikilvægt að skrifstofan geti eflt skilvirkni þeirra starfa er snúa að fleiri ráðuneytum en einu en eðli greinarinnar kallar á slíkt,“ segir framkvæmdistjóri SAF. – shá vísir/anton brink
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira