McMaster: Versta martröð þeirra sem haldnir eru andúð á Íslam innan Hvíta hússins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2017 23:30 HR McMaster, nýr þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. Visir/AFP Helstu áhrifamenn innan ríkisstjórnar Donald Trump, Bandaríkjaforseta, eru áhyggjufullir, vegna þess að H.R. McMaster, hinn nýi þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, er þeim ósammála þegar kemur að andúð í garð Íslam. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Politico.„Í hvert sinn sem þú vanvirðir Íraka, ertu að vinna fyrir óvininn,“ hefur McMaster meðal annars sagt en hann var skipaður í stöðuna síðastliðinn mánudag, eftir að Michael Flynn hrökklaðist úr starfi fyrir samskipti sín við Rússa.Trú fólksins ekki orsök hryðjuverkaMcMaster er reyndur hershöfðingi og hermaður. Hann tók meðal annars þátt í Íraksstríðinu á sínum tíma og leiddi aðgerðir Bandaríkjamanna sem miðuðu að því að vinna að stöðugleika í landinu. Að því leytinu til hefur hann reynslu af því að vinna með múslímum og vegna starfa sinna telur hann ljóst að trú fólksins er ekki vandamálið. „Hann lítur alls ekki á Íslam sem óvininn,“ sagði Pete Mansoor, einn þeirra hermanna sem unnu með McMaster í Írak. „Hann áttar sig á því að heimurinn er ekki svona einfaldur, hann skilur að heimur múslíma er ekki bara eitt lag, heldur marglaga,“ sagði John Nagl, annar hermaður sem vann með McMaster í Írak. Með öðrum orðum, þá skilur McMaster að ástæður hryðjuverka eru margslungnar og flóknar.Hefur skoðanir á öndverðu meiði við BannonBent hefur verið á að þessi heimssýn McMaster skarist mjög á við skoðanir innan starfsliðs Trump, þar á meðal Steve Bannon, aðalráðgjafa forsetans. Bannon telur að tilvera jihadisma og íslamskra trúarofstækishryðjuverkamanna, sé um að kenna hugmyndafræði innan Íslamstrúar, í bland við uppgjöf vesturlanda. Hugmyndin um að trú sé ekki orsök hryðjuverka þykir honum fáránleg. Forveri McMaster í starfi, Michael Flynn, var Steve Bannon hins vegar sammála og dróg jafnan í efa þær greiningar sem bárúst frá bandarísku leyniþjónustunni um hryðjuverkamenn í miðausturlöndum, sem hann taldi að hundsuðu trúarbrögð sem orsakavald. Samkvæmt upplýsingum innan leyniþjónustunnar var þessum áhyggjum Flynn hafnað alfarið og bent á að greiningar hennar ættu að taka mið af öllum upplýsingum en ekki leggja áherslu á einhverja eina breytu sem orsök hryðjuverka.Reynslan mun koma honum velMcMaster hefur verið mærður sem hernaðarlegur frumkvöðull sem hlustar, tekur mið af þeim upplýsingum sem honum eru gefnar og tekur ákvarðanir eftir því. „Þið verðið að hafa eyrun opin. Þið verðið raunverulega að hlusta á hvað fólk hefur að segja,“ sagði McMaster sem liðþjálfi við hermenn undir sinni stjórn í Írak. Slíkur sveigjanleiki ætti að reynast honum vel í hlutverki þjóðaröryggisráðgjafa. Það er hins vegar ljóst að McMaster mun þurfa að keppast við Bannon um athygli forsetans. Trump hefur skipað Bannon í æðstu stöður innan þjóðaröyggisráðs Bandaríkjanna en enginn forseti hefur áður skipað sinn eigin ráðgjafa í þá stöðu. Reynsla McMaster innan hersins mun að öllum líkindum þó koma honum vel innan Hvíta hússins og ljóst að þar fer enginn aukvisi sem mun láta aðra starfsmenn segja sér fyrir verkum. Donald Trump Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Fleiri fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Sjá meira
Helstu áhrifamenn innan ríkisstjórnar Donald Trump, Bandaríkjaforseta, eru áhyggjufullir, vegna þess að H.R. McMaster, hinn nýi þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, er þeim ósammála þegar kemur að andúð í garð Íslam. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Politico.„Í hvert sinn sem þú vanvirðir Íraka, ertu að vinna fyrir óvininn,“ hefur McMaster meðal annars sagt en hann var skipaður í stöðuna síðastliðinn mánudag, eftir að Michael Flynn hrökklaðist úr starfi fyrir samskipti sín við Rússa.Trú fólksins ekki orsök hryðjuverkaMcMaster er reyndur hershöfðingi og hermaður. Hann tók meðal annars þátt í Íraksstríðinu á sínum tíma og leiddi aðgerðir Bandaríkjamanna sem miðuðu að því að vinna að stöðugleika í landinu. Að því leytinu til hefur hann reynslu af því að vinna með múslímum og vegna starfa sinna telur hann ljóst að trú fólksins er ekki vandamálið. „Hann lítur alls ekki á Íslam sem óvininn,“ sagði Pete Mansoor, einn þeirra hermanna sem unnu með McMaster í Írak. „Hann áttar sig á því að heimurinn er ekki svona einfaldur, hann skilur að heimur múslíma er ekki bara eitt lag, heldur marglaga,“ sagði John Nagl, annar hermaður sem vann með McMaster í Írak. Með öðrum orðum, þá skilur McMaster að ástæður hryðjuverka eru margslungnar og flóknar.Hefur skoðanir á öndverðu meiði við BannonBent hefur verið á að þessi heimssýn McMaster skarist mjög á við skoðanir innan starfsliðs Trump, þar á meðal Steve Bannon, aðalráðgjafa forsetans. Bannon telur að tilvera jihadisma og íslamskra trúarofstækishryðjuverkamanna, sé um að kenna hugmyndafræði innan Íslamstrúar, í bland við uppgjöf vesturlanda. Hugmyndin um að trú sé ekki orsök hryðjuverka þykir honum fáránleg. Forveri McMaster í starfi, Michael Flynn, var Steve Bannon hins vegar sammála og dróg jafnan í efa þær greiningar sem bárúst frá bandarísku leyniþjónustunni um hryðjuverkamenn í miðausturlöndum, sem hann taldi að hundsuðu trúarbrögð sem orsakavald. Samkvæmt upplýsingum innan leyniþjónustunnar var þessum áhyggjum Flynn hafnað alfarið og bent á að greiningar hennar ættu að taka mið af öllum upplýsingum en ekki leggja áherslu á einhverja eina breytu sem orsök hryðjuverka.Reynslan mun koma honum velMcMaster hefur verið mærður sem hernaðarlegur frumkvöðull sem hlustar, tekur mið af þeim upplýsingum sem honum eru gefnar og tekur ákvarðanir eftir því. „Þið verðið að hafa eyrun opin. Þið verðið raunverulega að hlusta á hvað fólk hefur að segja,“ sagði McMaster sem liðþjálfi við hermenn undir sinni stjórn í Írak. Slíkur sveigjanleiki ætti að reynast honum vel í hlutverki þjóðaröryggisráðgjafa. Það er hins vegar ljóst að McMaster mun þurfa að keppast við Bannon um athygli forsetans. Trump hefur skipað Bannon í æðstu stöður innan þjóðaröyggisráðs Bandaríkjanna en enginn forseti hefur áður skipað sinn eigin ráðgjafa í þá stöðu. Reynsla McMaster innan hersins mun að öllum líkindum þó koma honum vel innan Hvíta hússins og ljóst að þar fer enginn aukvisi sem mun láta aðra starfsmenn segja sér fyrir verkum.
Donald Trump Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Fleiri fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Sjá meira