Flottustu og ljótustu kjólarnir á Óskarnum Guðný Hrönn skrifar 28. febrúar 2017 22:00 Leslie Mann, Dakota Johnson og Janelle Monaé á Óskarnum. NORDICPHOTOS/AFP Óskarsverðlaunahátíðin er alltaf jafn mikil veisla fyrir tískuáhugafólk. Lífið fékk nokkra tískuspekúlanta til að velja flottasta og ljótasta kjólinn á Óskarnum að þeirra mati.Leslie Mann mætti í gulu.Ljósmyndarinn og bloggarinn Helgi Ómarsson „Best klædd að mínu mati var Dakota Johnson í kjól frá Gucci, það eru eflaust ekki allir sammála mér. Kjóllinn gerir hið ómögulega mögulegt, að láta „bow on front“ líta vel út. Mér finnst þessi kjóll áberandi flottur og hún bar sig fallega í honum. Liturinn einstaklega flottur og heildarlúkkið heppnaðist vel.“ „Ég verð að segja að sú verst klædda sér Leslie Mann í Zac Posen. Kjóllinn er klunnalengur, sinnepsgulur, þungur og „bow on front“ heppnast einmitt ekki vel þarna. Hún sjálf leit ótrúlega fallega út en tekur þó titilinn „versti kjóllinn á hátíðinni“ að mínu mati.“Hönnuðurinn og tónlistarmaðurinn Gunnar Hilmarsson„Okei, ég elska Gucci en kjóllinn sem Dakota Johnson klæddist var ekki góður 20’s-kjóll. Hann var eiginlega eins og kjóllinn sem Sandra Bullock þurfti að gifta sig (áður en hún breytti honum) í kvikmyndinni Proposal. Eins var liturinn ekki góður fyrir hana.“Emma Stone sló í gegn á Óskarnum.Mynd/Getty„Sá besti er Givenchy-kjóllinn hennar Emmu Stone. Gullið er fullkomið fyrir hennar húð- og hárlit og sniðið er fallegt. Og ekki kvarta ég yfir fallegu handgerðu bróderíi. Glæsilegur kjóll á fallegri og einstaklegra hæfileikaríkri konu.“Bloggarinn og búðareigandinn Hildur Ragnarsdóttir„Best klædd var Hailee Steinfeld í Ralph & Russo. Fallegt heildarlúkk og minimalískt yfirbragð. Fíla.“ „Janelle Monaé in Elie Saab var verst klædd að mínu mati. Eins mikið og ég held uppá Janelle, þá var þetta dress því miður aðeins of mikið af öllu.“ Tíska og hönnun Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Óskarsverðlaunahátíðin er alltaf jafn mikil veisla fyrir tískuáhugafólk. Lífið fékk nokkra tískuspekúlanta til að velja flottasta og ljótasta kjólinn á Óskarnum að þeirra mati.Leslie Mann mætti í gulu.Ljósmyndarinn og bloggarinn Helgi Ómarsson „Best klædd að mínu mati var Dakota Johnson í kjól frá Gucci, það eru eflaust ekki allir sammála mér. Kjóllinn gerir hið ómögulega mögulegt, að láta „bow on front“ líta vel út. Mér finnst þessi kjóll áberandi flottur og hún bar sig fallega í honum. Liturinn einstaklega flottur og heildarlúkkið heppnaðist vel.“ „Ég verð að segja að sú verst klædda sér Leslie Mann í Zac Posen. Kjóllinn er klunnalengur, sinnepsgulur, þungur og „bow on front“ heppnast einmitt ekki vel þarna. Hún sjálf leit ótrúlega fallega út en tekur þó titilinn „versti kjóllinn á hátíðinni“ að mínu mati.“Hönnuðurinn og tónlistarmaðurinn Gunnar Hilmarsson„Okei, ég elska Gucci en kjóllinn sem Dakota Johnson klæddist var ekki góður 20’s-kjóll. Hann var eiginlega eins og kjóllinn sem Sandra Bullock þurfti að gifta sig (áður en hún breytti honum) í kvikmyndinni Proposal. Eins var liturinn ekki góður fyrir hana.“Emma Stone sló í gegn á Óskarnum.Mynd/Getty„Sá besti er Givenchy-kjóllinn hennar Emmu Stone. Gullið er fullkomið fyrir hennar húð- og hárlit og sniðið er fallegt. Og ekki kvarta ég yfir fallegu handgerðu bróderíi. Glæsilegur kjóll á fallegri og einstaklegra hæfileikaríkri konu.“Bloggarinn og búðareigandinn Hildur Ragnarsdóttir„Best klædd var Hailee Steinfeld í Ralph & Russo. Fallegt heildarlúkk og minimalískt yfirbragð. Fíla.“ „Janelle Monaé in Elie Saab var verst klædd að mínu mati. Eins mikið og ég held uppá Janelle, þá var þetta dress því miður aðeins of mikið af öllu.“
Tíska og hönnun Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira