Dagur íslenska táknmálsins, þú hefur það í höndum þér Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 10. febrúar 2017 00:00 Dagur íslenska táknmálsins verður haldinn nú í fimmta sinn þann 11. febrúar 2017. Í augum margra málhafa í íslensku táknmáli er þetta stór dagur, það tók margra ára baráttu að fá íslenska táknmálið viðurkennt. Elstu málhafar og margir segja að þegar Alþingi samþykkti frumvarpið um lög um íslenska tungu og íslenska táknmálið var eins og þungu fargi af þeim létt, loksins voru þau og tungumálið viðurkennt. Málnefnd um íslenskt táknmál tók til starfa haustið 2011 eftir skipan mennta- og menningarmálaráðherra. Samkvæmt lögum nr. 61/2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls er meðal annars hlutverk málnefndar að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um málstýringu og málstefnu íslenska táknmálsins ásamt því að stuðla að eflingu íslensks táknmáls og notkun þess í íslensku þjóðlífi. Málnefndin lagði til að íslenska táknmálið fengi sinn dag líkt og íslenska tungan sem er 16.nóvember ár hvert. Samþykkt var að dagur íslenska táknmálsins yrði á stofndegi Félags heyrnarlausra sem er 11. febrúar. Fyrstu starfsárin hjá málnefndinni samþykkti nefndin að þau verkefni sem tilheyrðu máltökustýringu og viðhorfastýringu væru í forgangi. Viðhorf til tungumála geta haft áhrif á viðgang þeirra og máltileinkun (Burns o.fl. 2001) og með það í huga ákvað nefndin að þemað á degi íslenska táknmálsins 2017 yrði viðhorf. Mikilvægt er að huga að viðhorfi til íslenska táknmálsins, í skýrslum málnefndar 2013 og 2014 má sjá að viðhorfastýring ásamt máltökustýringu sé mjög mikilvægt til að efla og hlúa að íslensku táknmáli á Íslandi. Dagur íslenska táknmálsins er því okkur mikilvægur til að vekja athygli þjóðfélagsins á íslensku táknmáli ásamt umræðu um tungumálið og gera það sýnilegra til vitundarvakningar og bæta viðhorfið gagnvart íslenska táknmálinu. Dagur íslenska táknmálsins verður haldinn laugardaginn 11. febrúar 2017 í Bæjarbíói Hafnarfjarðar, Strandgötu 6. Allir eru velkomnir til að njóta íslenska táknmálsins á hvíta tjaldinu. Starfsmenn og stjórn félagsins hafa lagt hendur á plóg við að vinna að myndefni sem tengist íslensku táknmáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Dagur íslenska táknmálsins verður haldinn nú í fimmta sinn þann 11. febrúar 2017. Í augum margra málhafa í íslensku táknmáli er þetta stór dagur, það tók margra ára baráttu að fá íslenska táknmálið viðurkennt. Elstu málhafar og margir segja að þegar Alþingi samþykkti frumvarpið um lög um íslenska tungu og íslenska táknmálið var eins og þungu fargi af þeim létt, loksins voru þau og tungumálið viðurkennt. Málnefnd um íslenskt táknmál tók til starfa haustið 2011 eftir skipan mennta- og menningarmálaráðherra. Samkvæmt lögum nr. 61/2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls er meðal annars hlutverk málnefndar að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um málstýringu og málstefnu íslenska táknmálsins ásamt því að stuðla að eflingu íslensks táknmáls og notkun þess í íslensku þjóðlífi. Málnefndin lagði til að íslenska táknmálið fengi sinn dag líkt og íslenska tungan sem er 16.nóvember ár hvert. Samþykkt var að dagur íslenska táknmálsins yrði á stofndegi Félags heyrnarlausra sem er 11. febrúar. Fyrstu starfsárin hjá málnefndinni samþykkti nefndin að þau verkefni sem tilheyrðu máltökustýringu og viðhorfastýringu væru í forgangi. Viðhorf til tungumála geta haft áhrif á viðgang þeirra og máltileinkun (Burns o.fl. 2001) og með það í huga ákvað nefndin að þemað á degi íslenska táknmálsins 2017 yrði viðhorf. Mikilvægt er að huga að viðhorfi til íslenska táknmálsins, í skýrslum málnefndar 2013 og 2014 má sjá að viðhorfastýring ásamt máltökustýringu sé mjög mikilvægt til að efla og hlúa að íslensku táknmáli á Íslandi. Dagur íslenska táknmálsins er því okkur mikilvægur til að vekja athygli þjóðfélagsins á íslensku táknmáli ásamt umræðu um tungumálið og gera það sýnilegra til vitundarvakningar og bæta viðhorfið gagnvart íslenska táknmálinu. Dagur íslenska táknmálsins verður haldinn laugardaginn 11. febrúar 2017 í Bæjarbíói Hafnarfjarðar, Strandgötu 6. Allir eru velkomnir til að njóta íslenska táknmálsins á hvíta tjaldinu. Starfsmenn og stjórn félagsins hafa lagt hendur á plóg við að vinna að myndefni sem tengist íslensku táknmáli.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar