Trump setur afvopnunarsamning í uppnám Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2017 19:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest í samtali við forseta Kína að Bandaríkin líti á Kína og Taiwan sem eitt ríki. Hann hefur hins vegar sett afvopnunarsamninga við Rússa í óvissu með því að fordæma samning um fækkun kjarnorkuvopna ríkjanna. Donal Trump ýmist tekur á móti eða talar símleiðis við leiðtoga annarra ríkja þessa dagana. Hann hafði áður stenft samskiptum Bandaríkjanna og Kína í óvissu með því að eiga símtal með forsætisráðherra Taiwan sem Kínverjar líta á sem hluta af en ekki sjálfstætt ríki. Trump sló á þessa óvissu með símtali við Xi Jinping forseta Kína í dag og staðfesti þá stefnu Bandaríkjanna að þau litu á Kína og Taiwan sem eitt ríki. Lu Kang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins staðfesti þetta í dag. „Þessi kjarni í stefnu Kína um eitt kínverskt ríki hefur ætíð verið pólitískur grundvöllur góðra og styrkra tvíhliða tengsla Kína og Bandaríkjanna. Hann er einnig góð trygging fyrir öllu samstarfi sem á sér stað milli þessara mikilvægu ríkja á öllum vígstöðvum,“ sagði Kang. Það er hins vegar annað símtal sem ýft hefur fjaðrirnar á ýmsum vestanhafs. En fullyrt er að Trump hafi fordæmt START afvopnunarsamninginn milli Rússlands og Bandaríkjanna í símtali við Vladimir Putin forseta Rússlands í lok janúar. Samningurinn var undirritaður af Barack Obama fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og Dimitry Medvedev þáverandi forseta Rússlands árið 2010. Hann gerir ráð fyrir að ríkin hafi fram til ársins 2018 til að fækka kjarnaoddum hvors ríkis þannig að hvorugt þeirra eigi meira en 1.550 slíkar sprengjur. Samningurinn var staðfestur á sínum tíma með yfirgnæfandi meirihluta þingmanna demókrata og republicana. Reuters fréttastofan hefur eftir tveimur ónafngreindum starfsmönnum Hvíta hússins sem séð hafa útskrift að símtali Trump við Putin að Trump hafi hafnað því að framlengja samninginn og sagt hann halla á Bandaríkjamenn. Það kemur hins vegar ekki fram í opinberri útgáfu af samtalinu og Sean Spicer talsmaður Hvíta húsins neitaði að staðfesta þetta þegar hann var spurður á fundi með fréttamönnum. „Samtal forsetans við Putin forseta er einkasamtal sem fer fram á milli þeirra og ég ætla ekki að fara nánar út í það. Við birtum útskrift af samtalinu og höfum engu við það að bæta,“ sagði Spicer. En meira að segja Rex Tillerson utanríkisráðherraefni Trump varar við því að vinna ekki samkvæmt START samningnum. „Við getum einfaldlega ekki breytt skuldbindingum okkar þess efnis að fækka þessum vopnum á jörðinni,“ sagði Tillerson fyrir bandarískri þingnefnd. Donald Trump Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest í samtali við forseta Kína að Bandaríkin líti á Kína og Taiwan sem eitt ríki. Hann hefur hins vegar sett afvopnunarsamninga við Rússa í óvissu með því að fordæma samning um fækkun kjarnorkuvopna ríkjanna. Donal Trump ýmist tekur á móti eða talar símleiðis við leiðtoga annarra ríkja þessa dagana. Hann hafði áður stenft samskiptum Bandaríkjanna og Kína í óvissu með því að eiga símtal með forsætisráðherra Taiwan sem Kínverjar líta á sem hluta af en ekki sjálfstætt ríki. Trump sló á þessa óvissu með símtali við Xi Jinping forseta Kína í dag og staðfesti þá stefnu Bandaríkjanna að þau litu á Kína og Taiwan sem eitt ríki. Lu Kang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins staðfesti þetta í dag. „Þessi kjarni í stefnu Kína um eitt kínverskt ríki hefur ætíð verið pólitískur grundvöllur góðra og styrkra tvíhliða tengsla Kína og Bandaríkjanna. Hann er einnig góð trygging fyrir öllu samstarfi sem á sér stað milli þessara mikilvægu ríkja á öllum vígstöðvum,“ sagði Kang. Það er hins vegar annað símtal sem ýft hefur fjaðrirnar á ýmsum vestanhafs. En fullyrt er að Trump hafi fordæmt START afvopnunarsamninginn milli Rússlands og Bandaríkjanna í símtali við Vladimir Putin forseta Rússlands í lok janúar. Samningurinn var undirritaður af Barack Obama fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og Dimitry Medvedev þáverandi forseta Rússlands árið 2010. Hann gerir ráð fyrir að ríkin hafi fram til ársins 2018 til að fækka kjarnaoddum hvors ríkis þannig að hvorugt þeirra eigi meira en 1.550 slíkar sprengjur. Samningurinn var staðfestur á sínum tíma með yfirgnæfandi meirihluta þingmanna demókrata og republicana. Reuters fréttastofan hefur eftir tveimur ónafngreindum starfsmönnum Hvíta hússins sem séð hafa útskrift að símtali Trump við Putin að Trump hafi hafnað því að framlengja samninginn og sagt hann halla á Bandaríkjamenn. Það kemur hins vegar ekki fram í opinberri útgáfu af samtalinu og Sean Spicer talsmaður Hvíta húsins neitaði að staðfesta þetta þegar hann var spurður á fundi með fréttamönnum. „Samtal forsetans við Putin forseta er einkasamtal sem fer fram á milli þeirra og ég ætla ekki að fara nánar út í það. Við birtum útskrift af samtalinu og höfum engu við það að bæta,“ sagði Spicer. En meira að segja Rex Tillerson utanríkisráðherraefni Trump varar við því að vinna ekki samkvæmt START samningnum. „Við getum einfaldlega ekki breytt skuldbindingum okkar þess efnis að fækka þessum vopnum á jörðinni,“ sagði Tillerson fyrir bandarískri þingnefnd.
Donald Trump Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Sjá meira