Styttist í kosningar 11. febrúar 2017 10:00 Emmanuel Macron, óháður miðjuframbjóðandi. Fréttablaðið/EPA Marine le Pen hefur tvisvar áður boðið sig fram til forseta Frakklands en aldrei verið sigurstranglegri en einmitt nú. Skoðanakannanir spá henni fjórðungi atkvæða og þar með fyrsta sæti í fyrri umferð forsetakosninganna, sem verður haldin 23. apríl, en það tryggir henni þátttöku í seinni umferðinni hálfum mánuði síðar, þann 7. maí, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu. Francois Fillon, frambjóðandi hefðbundinna hægri manna, virtist lengi vel ætla að veita Le Pen hörðustu samkeppnina en fylgi hans hefur hrapað á síðustu vikum vegna hneykslismáls, sem ætlar að verða honum dýrkeypt. Hann varð uppvís að því að láta ríkið greiða eiginkonu sinni og börnum fyrir að aðstoða sig án þess að neitt vinnuframlag af þeirra hálfu hafi legið fyrir. Hann reynir nú að halda í kjósendur sína með því að benda á hættuna af Le Pen: Komist hann ekki yfir í seinni umferð kosninganna þá muni fylgi hans fara beint til hennar. Frambjóðandi sósíalista, Benoit Hamon, virðist ekki líklegur til að veita Le Pen eða Fillon harða samkeppni. Hann hefur ekki verið að mælast með meira en um eða rétt rúmlega 15 prósent undanfarið. Það er hins vegar frambjóðandi óháðra, Emmanuel Macron, sem hefur verið að ná til sín næst mestu fylgi samkvæmt skoðanakönnunum. Hann er nú kominn upp fyrir 20 prósent. Fylgisaukninguna virðist helst mega rekja til vandræðagangs Fillons. En komist Le Pen í seinni umferðina, sem allar líkur standa til, þá virðist hún engu að síður eiga litla möguleika á sigri í seinni umferðinni, hvort sem hún myndi etja kappi við hægri manninn Fillon eða vinstri manninn Macron. Samkvæmt skoðanakönnunum ætti hún erfitt með að ná sér í meira en 40 prósenta fylgi í seinni umferðinni, sem myndi þá skila annaðhvort Fillon eða Macron sigri. Skoðanakannanir hafa hins vegar ekki reynst vel í nokkrum afdrifaríkum kosningum undanfarið. Kjósendur hafa ítrekað gefið fréttaskýrendum langt nef og kosið þvert á það sem skoðanakannanir höfðu bent til. Þannig vann Donald Trump sigur í forsetakosningum í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum þrátt fyrir að lengst af hafi hann ekki þótt eiga miklar líkur á sigri. Og Bretar samþykktu úrsögn úr Evrópusambandinu í júní síðastliðnum, þrátt fyrir að skoðanakannanir hafi ekki bent til þess að sú niðurstaða yrði sérlega líkleg. Af þessum sökum ákvað eitt franskt dagblað, Le Parisien, að sleppa því að birta tölur úr skoðanakönnunum í aðdraganda þessara forsetakosninga. Þess í stað verði látið nægja að ræða við kjósendur vítt og breitt um landið í von um að það geti gefið lesendum gleggri mynd af því hvernig afstaða þjóðarinnar er og þróast. Að minnsta kosti má allt eins reikna með því að óvænt úrslit geti komið upp úr kjörkössunum í maí. Donald Trump Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Marine le Pen hefur tvisvar áður boðið sig fram til forseta Frakklands en aldrei verið sigurstranglegri en einmitt nú. Skoðanakannanir spá henni fjórðungi atkvæða og þar með fyrsta sæti í fyrri umferð forsetakosninganna, sem verður haldin 23. apríl, en það tryggir henni þátttöku í seinni umferðinni hálfum mánuði síðar, þann 7. maí, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu. Francois Fillon, frambjóðandi hefðbundinna hægri manna, virtist lengi vel ætla að veita Le Pen hörðustu samkeppnina en fylgi hans hefur hrapað á síðustu vikum vegna hneykslismáls, sem ætlar að verða honum dýrkeypt. Hann varð uppvís að því að láta ríkið greiða eiginkonu sinni og börnum fyrir að aðstoða sig án þess að neitt vinnuframlag af þeirra hálfu hafi legið fyrir. Hann reynir nú að halda í kjósendur sína með því að benda á hættuna af Le Pen: Komist hann ekki yfir í seinni umferð kosninganna þá muni fylgi hans fara beint til hennar. Frambjóðandi sósíalista, Benoit Hamon, virðist ekki líklegur til að veita Le Pen eða Fillon harða samkeppni. Hann hefur ekki verið að mælast með meira en um eða rétt rúmlega 15 prósent undanfarið. Það er hins vegar frambjóðandi óháðra, Emmanuel Macron, sem hefur verið að ná til sín næst mestu fylgi samkvæmt skoðanakönnunum. Hann er nú kominn upp fyrir 20 prósent. Fylgisaukninguna virðist helst mega rekja til vandræðagangs Fillons. En komist Le Pen í seinni umferðina, sem allar líkur standa til, þá virðist hún engu að síður eiga litla möguleika á sigri í seinni umferðinni, hvort sem hún myndi etja kappi við hægri manninn Fillon eða vinstri manninn Macron. Samkvæmt skoðanakönnunum ætti hún erfitt með að ná sér í meira en 40 prósenta fylgi í seinni umferðinni, sem myndi þá skila annaðhvort Fillon eða Macron sigri. Skoðanakannanir hafa hins vegar ekki reynst vel í nokkrum afdrifaríkum kosningum undanfarið. Kjósendur hafa ítrekað gefið fréttaskýrendum langt nef og kosið þvert á það sem skoðanakannanir höfðu bent til. Þannig vann Donald Trump sigur í forsetakosningum í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum þrátt fyrir að lengst af hafi hann ekki þótt eiga miklar líkur á sigri. Og Bretar samþykktu úrsögn úr Evrópusambandinu í júní síðastliðnum, þrátt fyrir að skoðanakannanir hafi ekki bent til þess að sú niðurstaða yrði sérlega líkleg. Af þessum sökum ákvað eitt franskt dagblað, Le Parisien, að sleppa því að birta tölur úr skoðanakönnunum í aðdraganda þessara forsetakosninga. Þess í stað verði látið nægja að ræða við kjósendur vítt og breitt um landið í von um að það geti gefið lesendum gleggri mynd af því hvernig afstaða þjóðarinnar er og þróast. Að minnsta kosti má allt eins reikna með því að óvænt úrslit geti komið upp úr kjörkössunum í maí.
Donald Trump Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira