
Biðja Mexíkóa um að gæta varúðar vegna nýs raunveruleika

Konan, Guadalupe Garcia de Rayos, flutti til Bandaríkjanna 14 ára gömul og hefur búið þar og starfað síðan. Hún játaði að hafa árið 2009 framvísað fölsuðum skilríkjum til þess að sækja um vinnu, og var handtekin fjórum árum síðar.
Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, heimilaði konunni hins vegar að vera áfram í landinu á grundvelli þess að hún var barn þegar hún kom til landsins. Garcia de Rayos var svo handtekin á miðvikudag og vísað úr landi – en börnin hennar urðu eftir hjá föður þeirra.
„Mál Garcia de Rayos undirstrikar þann nýja veruleika sem mexíkóska samfélagið upplifir nú í Bandaríkjunum vegna þessara hertu innflytjendareglna,“ segir utanríkisráðherrann í yfirlýsingu sinni og hvetur um leið alla til þess að hafa samband við næsta ræðismann, þurfi fólk á aðstoð að halda.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heitið því að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi, sem og að reisa múr á landamærum Mexíkó.
Tengdar fréttir

Tollur á innfluttar vörur frá Mexíkó greiði fyrir vegginn
Donald Trump forseti Bandaríkjanna mun leggja til að tuttugu prósent tollur á innfluttar vörur frá Mexíkó til Bandaríkjanna muni greiða fyrir umdeildan vegg á landamærum ríkjanna.

Pena Nieto segir Mexíkó ekki munu borga fyrir múrinn
Enrique Pena Nieto Mexíkóforseti flutti ávarp til þjóðar sinnar í sjónvrpi í gærkvöldi.

Bráðabirgðabann áfram á tilskipun Trump
Bandarískur áfrýjunardómstóll setti í kvöld bráðabirgðabann á umdeilda tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem bannar fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna.

Trump lætur forseta Mexíkó heyra það eftir að hann afboðaði sig á fund þeirra
Í ræðu sem Trump hélt á fundi þingmanna Repúblikanaflokksins í Fíladelfíu í dag sagði hann að fundur með Nieto yrði árangurslaus ef að Mexíkó myndi ekki koma fram við Bandaríkin af virðingu og borga fyrir vegginn.

Trump fullviss um sigur fyrir dómstólum
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist fullviss um að ríkisstjórn sín muni vinna sigur þegar ferðabannið svokallaða verður tekið fyrir hjá dómstólum landsins.