Vill fjármagna endurbætur á vegakerfinu með gjaldtöku á vegum Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. febrúar 2017 21:18 Í samgönguráðuneytinu er unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku á vegum frá höfuðborgarsvæðinu. Fjárfesting ríkisins í vegakerfinu sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er langt undir sögulegu meðaltali. Fjárfesting hefur verið á bilinu 0,8 til 1,2 prósent frá hruni en sögulegt meðaltal er nálægt 2 prósentum. Áætlað er að verja þurfi um 100 milljörðum króna nú þegar, til að koma vegakerfi landsins í viðunandi ástand. „Það er best að vera á jörðinni og átta sig á því að það verður slagur um fjármagnið og þess vegna höfum við verið að setja í gang vinnu núna í ráðuneytinu, að skoða það með hvaða hætti við getum stigið alvöru skref inn í framtíðina á eflingu samgöngukerfisins, hvernig við getum þá tekið ákveðin verkefni út fyrir sviga og farið í samfjármögnun, en hluti af því gæti þá verið að það verði sérstök gjaldtaka á ákveðnum leiðum,“ sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Verkefnin sem ég er að láta skilgreina núna er leiðin frá höfuðborginni upp í Borgarnes, með Sundabraut og þá tvöföldun eftir því sem við á, alla leið frá Keflavíkurflugstöðinni og inn og í gegnum Hafnarfjörð og síðan á suðurlandi, austur fyrir Selfoss með nýrri brú á Ölfusá, fyrir ofan Selfoss.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að sér litist illa á þessar hugmyndir. „Mér finnst dálítið áhugavert að okkur tókst að byggja þessa vegi áður án þess að fara út í gjaldtöku, ég skil ekki af hverju það er flókið að bæta við öðrum vegi án þess að fara út í gjaldtöku.“ Þá sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, að mikilvægt sé að kalla til þverpólítísks samráðs um það hvernig fjármögnun vegakerfisins verður í framtíðinni. „Erum við að fara að borga fyrir þessa grunnþjónustu, með því sem við leggjum til samfélagsins í formi skatta, eða ætlum við að taka upp aukna gjaldtöku þarna eins og víða annarsstaðar? Það er náttúrulega grundvallar stefnubreyting.“ Víglínan Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Í samgönguráðuneytinu er unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku á vegum frá höfuðborgarsvæðinu. Fjárfesting ríkisins í vegakerfinu sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er langt undir sögulegu meðaltali. Fjárfesting hefur verið á bilinu 0,8 til 1,2 prósent frá hruni en sögulegt meðaltal er nálægt 2 prósentum. Áætlað er að verja þurfi um 100 milljörðum króna nú þegar, til að koma vegakerfi landsins í viðunandi ástand. „Það er best að vera á jörðinni og átta sig á því að það verður slagur um fjármagnið og þess vegna höfum við verið að setja í gang vinnu núna í ráðuneytinu, að skoða það með hvaða hætti við getum stigið alvöru skref inn í framtíðina á eflingu samgöngukerfisins, hvernig við getum þá tekið ákveðin verkefni út fyrir sviga og farið í samfjármögnun, en hluti af því gæti þá verið að það verði sérstök gjaldtaka á ákveðnum leiðum,“ sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Verkefnin sem ég er að láta skilgreina núna er leiðin frá höfuðborginni upp í Borgarnes, með Sundabraut og þá tvöföldun eftir því sem við á, alla leið frá Keflavíkurflugstöðinni og inn og í gegnum Hafnarfjörð og síðan á suðurlandi, austur fyrir Selfoss með nýrri brú á Ölfusá, fyrir ofan Selfoss.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að sér litist illa á þessar hugmyndir. „Mér finnst dálítið áhugavert að okkur tókst að byggja þessa vegi áður án þess að fara út í gjaldtöku, ég skil ekki af hverju það er flókið að bæta við öðrum vegi án þess að fara út í gjaldtöku.“ Þá sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, að mikilvægt sé að kalla til þverpólítísks samráðs um það hvernig fjármögnun vegakerfisins verður í framtíðinni. „Erum við að fara að borga fyrir þessa grunnþjónustu, með því sem við leggjum til samfélagsins í formi skatta, eða ætlum við að taka upp aukna gjaldtöku þarna eins og víða annarsstaðar? Það er náttúrulega grundvallar stefnubreyting.“
Víglínan Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira