Markasúpa í Lengjubikarnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2017 21:30 Úr leik Breiðabliks og Stjörnunnar síðasta sumar. vísir/hanna Það fór nóg af mörkum þegar A-deild Lengjubikars kvenna hófst í dag. Alls voru 23 mörk skoruð í þremur leikjum. Í Fífunni gerðu bikarmeistarar Breiðabliks og Íslandsmeistarar Stjörnunnar 4-4 jafntefli. Stjarnan var 0-3 yfir í hálfleik eftir að hafa skorað þrjú mörk á sex mínútna kafla seint í fyrri hálfleik. Lára Kristín Pedersen, Agla María Albertsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir voru á skotskónum. Fanndís Friðriksdóttir gaf Blikum von þegar hún skoraði á 49. mínútu. Þrettán mínútum síðar minnkaði Hildur Antonsdóttir muninn enn frekar. Guðmunda Brynja skoraði sitt annað mark á 74. mínútu en tveimur mínútum síðar minnkaði Guðrún Gyða Haralz muninn í 3-4. Það var svo Rakel Hönnudóttir sem tryggði bikarmeisturunum stig þegar hún jafnaði í 4-4 átta mínútum fyrir leikslok.Elín Metta skoraði fernu gegn ÍBV.vísir/antonElín Metta Jensen skoraði fernu þegar Val vann ÍBV í miklum markaleik í Egilshöll. Lokatölur 6-3, Valskonum í vil. Elín Metta kom Val í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu 23 mínútum leiksins. Sigríður Lára Garðarsdóttir minnkaði muninn í 2-1 úr vítaspyrnu en landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir jók muninn aftur í tvö mörk fjórum mínútum síðar. Cloé Lacasse átti síðasta orðið í fyrri hálfleik þegar hún minnkaði muninn í 3-2 á 40. mínútu. Í seinni hálfleik bætti Elín Metta tveimur mörkum við og Málfríður Anna Eiríksdóttir komst einnig á blað. Eyjakonan Linda Björk Brynjarsdóttir skoraði síðasta mark leiksins á lokamínútunni.Sandra María skoraði í sigri Þórs/KA.vísir/hannaÍ Boganum á Akureyri vann Þór/KA stórsigur á FH, 5-1. Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði tvívegis fyrir Þór/KA og þær Rut Matthíasdóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir og Sandra María Jessen sitt markið hvor. Sú síðarnefnda klúðraði einnig vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleik. Halla Marinósdóttir skoraði mark FH. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Það fór nóg af mörkum þegar A-deild Lengjubikars kvenna hófst í dag. Alls voru 23 mörk skoruð í þremur leikjum. Í Fífunni gerðu bikarmeistarar Breiðabliks og Íslandsmeistarar Stjörnunnar 4-4 jafntefli. Stjarnan var 0-3 yfir í hálfleik eftir að hafa skorað þrjú mörk á sex mínútna kafla seint í fyrri hálfleik. Lára Kristín Pedersen, Agla María Albertsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir voru á skotskónum. Fanndís Friðriksdóttir gaf Blikum von þegar hún skoraði á 49. mínútu. Þrettán mínútum síðar minnkaði Hildur Antonsdóttir muninn enn frekar. Guðmunda Brynja skoraði sitt annað mark á 74. mínútu en tveimur mínútum síðar minnkaði Guðrún Gyða Haralz muninn í 3-4. Það var svo Rakel Hönnudóttir sem tryggði bikarmeisturunum stig þegar hún jafnaði í 4-4 átta mínútum fyrir leikslok.Elín Metta skoraði fernu gegn ÍBV.vísir/antonElín Metta Jensen skoraði fernu þegar Val vann ÍBV í miklum markaleik í Egilshöll. Lokatölur 6-3, Valskonum í vil. Elín Metta kom Val í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu 23 mínútum leiksins. Sigríður Lára Garðarsdóttir minnkaði muninn í 2-1 úr vítaspyrnu en landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir jók muninn aftur í tvö mörk fjórum mínútum síðar. Cloé Lacasse átti síðasta orðið í fyrri hálfleik þegar hún minnkaði muninn í 3-2 á 40. mínútu. Í seinni hálfleik bætti Elín Metta tveimur mörkum við og Málfríður Anna Eiríksdóttir komst einnig á blað. Eyjakonan Linda Björk Brynjarsdóttir skoraði síðasta mark leiksins á lokamínútunni.Sandra María skoraði í sigri Þórs/KA.vísir/hannaÍ Boganum á Akureyri vann Þór/KA stórsigur á FH, 5-1. Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði tvívegis fyrir Þór/KA og þær Rut Matthíasdóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir og Sandra María Jessen sitt markið hvor. Sú síðarnefnda klúðraði einnig vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleik. Halla Marinósdóttir skoraði mark FH.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira