Útlendingastofnun hefur engin áhrif á vegabréfsáritanir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. febrúar 2017 20:00 Í síðustu viku var fjallað um unga konu frá Sri Lanka sem fær ekki vegabréfsáritun til Íslands til að heimsækja íslenska systur sína. Og mann sem fær ekki áritun til að heimsækja dóttur sína sem hann á með íslenskri konu. Í kjölfar þessara frétta hefur fréttastofu borist fjöldi ábendinga. Þar á meðal hafði maður frá Senegal samband en hann hefur búið á Íslandi í tuttugu ár, á íslenska konu og þrjú börn, en hefur aldrei getað fengið ættingja í heimsókn til sín þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þetta fólk fær synjun því það er talið of líklegt að það ílengist á Íslandi þar sem ræturnar séu ekki nógu sterkar í heimalandinu. Þessi áhætta er metin út frá eignum í heimalandi, fjölskyldustöðu, staðfestingu á atvinnu eða skólavist. Ríkisborgarar landa sem eru utan Schengen-svæðisins og ekki með áritunarundanþágu þurfa vegabréfsáritun. Til dæmis þurfa Kínverjar áritun en margir velta fyrir sér hvernig þeir geti þá komið í stórum hópum til landsins sem ferðamenn. Það er af því að fólkið sem ferðast til Íslands í fríum er fólk sem almennt býr við góð lífsskilyrði í heimalandi sínu, á miklar eignir og þannig talið tryggt að það snúi aftur heim til sín þegar fríinu lýkur. Þorsteinn Gunnarsson hjá Útlendingastofnun segir nokkur ríki sjá um vegabréfsáritanir fyrir Ísland enda séu ekki íslensk sendiráð í þessum löndum. Þau ríki fylgi skilyrðum sem hafa verið mörkuð sameiginlega af Schengen-löndunum í þeim tilgangi að tryggja eðlilega för fólks.Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun„Við erum oft að tala um ríki þar sem efnahagsaðstæður eru töluvert bágbornari en þekkist hér innan Evrópu. Fólk sem kemur á svæðið og ílengist, fer þá í ólögmæta dvöl eða óreglulega fólksflutninga inn á svæðinu, eiga oft í hættu að lenda í misneytingu, svartri atvinnu, í verstu tilfellum getur manneskjan lent í mansalsaðstæðum,” segir Þorsteinn. Síðustu daga hefur reglunum verið líkt við einangrunarstefnu Donalds Trump í Bandaríkjunum. Þorsteinn hafnar því. „Eins og okkar regluverk er sett upp þá horfir það á einstaklinginn. Einstaklingsmat í hverju máli. Ef við berum þetta saman við nýlegar framkvæmdir í Bandaríkjunum þá byggir það á grundvelli þjóðerni. Þær reglur eru almennar og ganga þvert yfir og fela í sér þannig ákveðna mismunun.“En er ekki mismunun að fátækt, eignarlaust fólk fái ekki að heimaækja ættingja sína? „Ég myndi ekki telja það mismunun. Einstaklingurinn þarf að hafa skýran tilgang til að komast inn á svæðið. Við teljum og ég held að allir telji að það sé eðlilegt að það séu gerðar lágmarks kröfur til þess að ferðaleyfið sé í samræmi við tilganginn.” En í þeim dæmum sem fréttastofa 365 hefur fjallað um er skýr tilgangur með ferðum fólksins. Það ætlar að heimsækja ættingja sína. Þorsteinn segir Útlendingastofun ekki geta tjáð sig um einstök mál eða haft áhrif á gang þeirra. „Þar sem fyrirsvarið hefur verið falið öðru ríki þá hefur Útlendingastofnun engar heimildir til að hafa afskipti af þeirri málsmeðferð,” segir Þorsteinn en bendir á að fólk geti kært niðurstöðuna sem það fær frá sendiráðinu úti til næsta stjórnstigs landsins sem fer með fyrirsvarið. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fær ekki að hitta dóttur sína á Íslandi Maður frá Sri Lanka fær ekki vegabréfsáritun þótt hann eigi dóttur á Íslandi. 10. febrúar 2017 19:30 Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Í síðustu viku var fjallað um unga konu frá Sri Lanka sem fær ekki vegabréfsáritun til Íslands til að heimsækja íslenska systur sína. Og mann sem fær ekki áritun til að heimsækja dóttur sína sem hann á með íslenskri konu. Í kjölfar þessara frétta hefur fréttastofu borist fjöldi ábendinga. Þar á meðal hafði maður frá Senegal samband en hann hefur búið á Íslandi í tuttugu ár, á íslenska konu og þrjú börn, en hefur aldrei getað fengið ættingja í heimsókn til sín þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þetta fólk fær synjun því það er talið of líklegt að það ílengist á Íslandi þar sem ræturnar séu ekki nógu sterkar í heimalandinu. Þessi áhætta er metin út frá eignum í heimalandi, fjölskyldustöðu, staðfestingu á atvinnu eða skólavist. Ríkisborgarar landa sem eru utan Schengen-svæðisins og ekki með áritunarundanþágu þurfa vegabréfsáritun. Til dæmis þurfa Kínverjar áritun en margir velta fyrir sér hvernig þeir geti þá komið í stórum hópum til landsins sem ferðamenn. Það er af því að fólkið sem ferðast til Íslands í fríum er fólk sem almennt býr við góð lífsskilyrði í heimalandi sínu, á miklar eignir og þannig talið tryggt að það snúi aftur heim til sín þegar fríinu lýkur. Þorsteinn Gunnarsson hjá Útlendingastofnun segir nokkur ríki sjá um vegabréfsáritanir fyrir Ísland enda séu ekki íslensk sendiráð í þessum löndum. Þau ríki fylgi skilyrðum sem hafa verið mörkuð sameiginlega af Schengen-löndunum í þeim tilgangi að tryggja eðlilega för fólks.Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun„Við erum oft að tala um ríki þar sem efnahagsaðstæður eru töluvert bágbornari en þekkist hér innan Evrópu. Fólk sem kemur á svæðið og ílengist, fer þá í ólögmæta dvöl eða óreglulega fólksflutninga inn á svæðinu, eiga oft í hættu að lenda í misneytingu, svartri atvinnu, í verstu tilfellum getur manneskjan lent í mansalsaðstæðum,” segir Þorsteinn. Síðustu daga hefur reglunum verið líkt við einangrunarstefnu Donalds Trump í Bandaríkjunum. Þorsteinn hafnar því. „Eins og okkar regluverk er sett upp þá horfir það á einstaklinginn. Einstaklingsmat í hverju máli. Ef við berum þetta saman við nýlegar framkvæmdir í Bandaríkjunum þá byggir það á grundvelli þjóðerni. Þær reglur eru almennar og ganga þvert yfir og fela í sér þannig ákveðna mismunun.“En er ekki mismunun að fátækt, eignarlaust fólk fái ekki að heimaækja ættingja sína? „Ég myndi ekki telja það mismunun. Einstaklingurinn þarf að hafa skýran tilgang til að komast inn á svæðið. Við teljum og ég held að allir telji að það sé eðlilegt að það séu gerðar lágmarks kröfur til þess að ferðaleyfið sé í samræmi við tilganginn.” En í þeim dæmum sem fréttastofa 365 hefur fjallað um er skýr tilgangur með ferðum fólksins. Það ætlar að heimsækja ættingja sína. Þorsteinn segir Útlendingastofun ekki geta tjáð sig um einstök mál eða haft áhrif á gang þeirra. „Þar sem fyrirsvarið hefur verið falið öðru ríki þá hefur Útlendingastofnun engar heimildir til að hafa afskipti af þeirri málsmeðferð,” segir Þorsteinn en bendir á að fólk geti kært niðurstöðuna sem það fær frá sendiráðinu úti til næsta stjórnstigs landsins sem fer með fyrirsvarið.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fær ekki að hitta dóttur sína á Íslandi Maður frá Sri Lanka fær ekki vegabréfsáritun þótt hann eigi dóttur á Íslandi. 10. febrúar 2017 19:30 Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Fær ekki að hitta dóttur sína á Íslandi Maður frá Sri Lanka fær ekki vegabréfsáritun þótt hann eigi dóttur á Íslandi. 10. febrúar 2017 19:30
Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42