Lífsýnagreiningar í glæparannsóknum Ólafur B. Einarsson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Kári Stefánsson skrifaði grein um greiningar lífsýna og segir frá því að hann hafi boðið ríkinu að annast þær ókeypis. Ég tek undir með Kára Stefánssyni að það væri kostur ef til væri rannsóknarstofa á Íslandi sem gæti boðið upp á greiningar á lífsýnum. Hagræðið væri t.d. sá tími og kostnaður sem fer í að senda sýnið til annars lands en einnig sá kostur að hér á landi gæti orðið til þekking til að að sinna slíkri þjónustu. Kári bendir á í pistlinum að ef sýni er sent til Svíþjóðar þá sé aðeins hægt að bera DNA af vettvangi glæps við DNA þess sem liggur undir grun en ef greining gagna ætti sér stað hér á landi væri hins vegar hægt að segja með vissu úr hvaða einstaklingi lífsýnið sé án þess að þurfa samanburð eða frekari vitna við. Kári á væntanlega við að ef sá grunaði eða einhver skyldur honum hafi veitt sýni til vísindarannsókna að þá sé hægt að bera niðurstöður DNA-greiningar glæparannsóknar saman við gagnagrunn vísindarannsókna og leiða líkur að því hver sá seki er. Hinn möguleikinn væri að ef sá sem grunur er á að hafi verið myrtur en finnst ekki, að hægt væri að staðfesta að lífsýni sem finnst í tengslum við rannsókn væri úr honum. Þeir sem samþykkja að taka þátt í rannsóknunum hafa samþykkt að veita lífsýni til vísindarannsókna en ekki rannsókna sem tengjast glæpum. Kári bendir reyndar á þetta og að hann geri sér fyllilega grein fyrir gagnrýninni á því að nota niðurstöður vísindarannsókna til að negla glæpamenn. Kári og fyrirtæki hans hefur kynnt afburðarannsóknir í vísindagreinum og myndi ég treysta honum fullkomlega til að koma á fót og reka rannsóknarstofu til að greina lífsýni vegna glæparannsókna. Það yrði samt að setja reglur um slíka starfsemi og ef það ætti að bera niðurstöður greininga lífsýna í glæparannsóknum við gögn um þá sem veittu sýni í þágu rannsókna, þá ættu þeir síðarnefndu að fá tækifæri til að endurskoða hug sinn um þátttöku eða kippa þeim út úr vísindarannsókninni sem hafa ekki getu til þess að taka afstöðu. Sé tilgangur lífsýnasafns að nota sýni eða niðurstöður úr greiningum sýna til glæparannsókna þá sé tryggt að sú ætlun verði kynnt fyrir þátttakendum ásamt því að eftirlit sé með að kvöðum leyfishafa slíkra lífsýnasafna sé fylgt eftir af opinberum eftirlitsaðila fáist slíkt safn samþykkt. Þá skiptir máli að rannsóknarstofur sem sinna greiningum tengdum lögreglurannsóknum sinni þjónusturannsóknum en ekki vísindarannsóknum sem talsverður munur er á en það er önnur saga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Ráðherrabull Það birtist svolítið viðtal við nýja dómsmálaráðherrann okkar hana Sigríði Á. Andersen í Fréttatímanum á fimmtudaginn. Tilefnið var að öllum líkindum að ég hafði boðið fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að reyna að hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum sem fundust á vettvangi glæpsins hræðilega sem hefur hvílt svo þungt á þjóðinni. 7. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Kári Stefánsson skrifaði grein um greiningar lífsýna og segir frá því að hann hafi boðið ríkinu að annast þær ókeypis. Ég tek undir með Kára Stefánssyni að það væri kostur ef til væri rannsóknarstofa á Íslandi sem gæti boðið upp á greiningar á lífsýnum. Hagræðið væri t.d. sá tími og kostnaður sem fer í að senda sýnið til annars lands en einnig sá kostur að hér á landi gæti orðið til þekking til að að sinna slíkri þjónustu. Kári bendir á í pistlinum að ef sýni er sent til Svíþjóðar þá sé aðeins hægt að bera DNA af vettvangi glæps við DNA þess sem liggur undir grun en ef greining gagna ætti sér stað hér á landi væri hins vegar hægt að segja með vissu úr hvaða einstaklingi lífsýnið sé án þess að þurfa samanburð eða frekari vitna við. Kári á væntanlega við að ef sá grunaði eða einhver skyldur honum hafi veitt sýni til vísindarannsókna að þá sé hægt að bera niðurstöður DNA-greiningar glæparannsóknar saman við gagnagrunn vísindarannsókna og leiða líkur að því hver sá seki er. Hinn möguleikinn væri að ef sá sem grunur er á að hafi verið myrtur en finnst ekki, að hægt væri að staðfesta að lífsýni sem finnst í tengslum við rannsókn væri úr honum. Þeir sem samþykkja að taka þátt í rannsóknunum hafa samþykkt að veita lífsýni til vísindarannsókna en ekki rannsókna sem tengjast glæpum. Kári bendir reyndar á þetta og að hann geri sér fyllilega grein fyrir gagnrýninni á því að nota niðurstöður vísindarannsókna til að negla glæpamenn. Kári og fyrirtæki hans hefur kynnt afburðarannsóknir í vísindagreinum og myndi ég treysta honum fullkomlega til að koma á fót og reka rannsóknarstofu til að greina lífsýni vegna glæparannsókna. Það yrði samt að setja reglur um slíka starfsemi og ef það ætti að bera niðurstöður greininga lífsýna í glæparannsóknum við gögn um þá sem veittu sýni í þágu rannsókna, þá ættu þeir síðarnefndu að fá tækifæri til að endurskoða hug sinn um þátttöku eða kippa þeim út úr vísindarannsókninni sem hafa ekki getu til þess að taka afstöðu. Sé tilgangur lífsýnasafns að nota sýni eða niðurstöður úr greiningum sýna til glæparannsókna þá sé tryggt að sú ætlun verði kynnt fyrir þátttakendum ásamt því að eftirlit sé með að kvöðum leyfishafa slíkra lífsýnasafna sé fylgt eftir af opinberum eftirlitsaðila fáist slíkt safn samþykkt. Þá skiptir máli að rannsóknarstofur sem sinna greiningum tengdum lögreglurannsóknum sinni þjónusturannsóknum en ekki vísindarannsóknum sem talsverður munur er á en það er önnur saga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ráðherrabull Það birtist svolítið viðtal við nýja dómsmálaráðherrann okkar hana Sigríði Á. Andersen í Fréttatímanum á fimmtudaginn. Tilefnið var að öllum líkindum að ég hafði boðið fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að reyna að hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum sem fundust á vettvangi glæpsins hræðilega sem hefur hvílt svo þungt á þjóðinni. 7. febrúar 2017 07:00
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar