Lífsýnagreiningar í glæparannsóknum Ólafur B. Einarsson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Kári Stefánsson skrifaði grein um greiningar lífsýna og segir frá því að hann hafi boðið ríkinu að annast þær ókeypis. Ég tek undir með Kára Stefánssyni að það væri kostur ef til væri rannsóknarstofa á Íslandi sem gæti boðið upp á greiningar á lífsýnum. Hagræðið væri t.d. sá tími og kostnaður sem fer í að senda sýnið til annars lands en einnig sá kostur að hér á landi gæti orðið til þekking til að að sinna slíkri þjónustu. Kári bendir á í pistlinum að ef sýni er sent til Svíþjóðar þá sé aðeins hægt að bera DNA af vettvangi glæps við DNA þess sem liggur undir grun en ef greining gagna ætti sér stað hér á landi væri hins vegar hægt að segja með vissu úr hvaða einstaklingi lífsýnið sé án þess að þurfa samanburð eða frekari vitna við. Kári á væntanlega við að ef sá grunaði eða einhver skyldur honum hafi veitt sýni til vísindarannsókna að þá sé hægt að bera niðurstöður DNA-greiningar glæparannsóknar saman við gagnagrunn vísindarannsókna og leiða líkur að því hver sá seki er. Hinn möguleikinn væri að ef sá sem grunur er á að hafi verið myrtur en finnst ekki, að hægt væri að staðfesta að lífsýni sem finnst í tengslum við rannsókn væri úr honum. Þeir sem samþykkja að taka þátt í rannsóknunum hafa samþykkt að veita lífsýni til vísindarannsókna en ekki rannsókna sem tengjast glæpum. Kári bendir reyndar á þetta og að hann geri sér fyllilega grein fyrir gagnrýninni á því að nota niðurstöður vísindarannsókna til að negla glæpamenn. Kári og fyrirtæki hans hefur kynnt afburðarannsóknir í vísindagreinum og myndi ég treysta honum fullkomlega til að koma á fót og reka rannsóknarstofu til að greina lífsýni vegna glæparannsókna. Það yrði samt að setja reglur um slíka starfsemi og ef það ætti að bera niðurstöður greininga lífsýna í glæparannsóknum við gögn um þá sem veittu sýni í þágu rannsókna, þá ættu þeir síðarnefndu að fá tækifæri til að endurskoða hug sinn um þátttöku eða kippa þeim út úr vísindarannsókninni sem hafa ekki getu til þess að taka afstöðu. Sé tilgangur lífsýnasafns að nota sýni eða niðurstöður úr greiningum sýna til glæparannsókna þá sé tryggt að sú ætlun verði kynnt fyrir þátttakendum ásamt því að eftirlit sé með að kvöðum leyfishafa slíkra lífsýnasafna sé fylgt eftir af opinberum eftirlitsaðila fáist slíkt safn samþykkt. Þá skiptir máli að rannsóknarstofur sem sinna greiningum tengdum lögreglurannsóknum sinni þjónusturannsóknum en ekki vísindarannsóknum sem talsverður munur er á en það er önnur saga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Ráðherrabull Það birtist svolítið viðtal við nýja dómsmálaráðherrann okkar hana Sigríði Á. Andersen í Fréttatímanum á fimmtudaginn. Tilefnið var að öllum líkindum að ég hafði boðið fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að reyna að hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum sem fundust á vettvangi glæpsins hræðilega sem hefur hvílt svo þungt á þjóðinni. 7. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Sjá meira
Kári Stefánsson skrifaði grein um greiningar lífsýna og segir frá því að hann hafi boðið ríkinu að annast þær ókeypis. Ég tek undir með Kára Stefánssyni að það væri kostur ef til væri rannsóknarstofa á Íslandi sem gæti boðið upp á greiningar á lífsýnum. Hagræðið væri t.d. sá tími og kostnaður sem fer í að senda sýnið til annars lands en einnig sá kostur að hér á landi gæti orðið til þekking til að að sinna slíkri þjónustu. Kári bendir á í pistlinum að ef sýni er sent til Svíþjóðar þá sé aðeins hægt að bera DNA af vettvangi glæps við DNA þess sem liggur undir grun en ef greining gagna ætti sér stað hér á landi væri hins vegar hægt að segja með vissu úr hvaða einstaklingi lífsýnið sé án þess að þurfa samanburð eða frekari vitna við. Kári á væntanlega við að ef sá grunaði eða einhver skyldur honum hafi veitt sýni til vísindarannsókna að þá sé hægt að bera niðurstöður DNA-greiningar glæparannsóknar saman við gagnagrunn vísindarannsókna og leiða líkur að því hver sá seki er. Hinn möguleikinn væri að ef sá sem grunur er á að hafi verið myrtur en finnst ekki, að hægt væri að staðfesta að lífsýni sem finnst í tengslum við rannsókn væri úr honum. Þeir sem samþykkja að taka þátt í rannsóknunum hafa samþykkt að veita lífsýni til vísindarannsókna en ekki rannsókna sem tengjast glæpum. Kári bendir reyndar á þetta og að hann geri sér fyllilega grein fyrir gagnrýninni á því að nota niðurstöður vísindarannsókna til að negla glæpamenn. Kári og fyrirtæki hans hefur kynnt afburðarannsóknir í vísindagreinum og myndi ég treysta honum fullkomlega til að koma á fót og reka rannsóknarstofu til að greina lífsýni vegna glæparannsókna. Það yrði samt að setja reglur um slíka starfsemi og ef það ætti að bera niðurstöður greininga lífsýna í glæparannsóknum við gögn um þá sem veittu sýni í þágu rannsókna, þá ættu þeir síðarnefndu að fá tækifæri til að endurskoða hug sinn um þátttöku eða kippa þeim út úr vísindarannsókninni sem hafa ekki getu til þess að taka afstöðu. Sé tilgangur lífsýnasafns að nota sýni eða niðurstöður úr greiningum sýna til glæparannsókna þá sé tryggt að sú ætlun verði kynnt fyrir þátttakendum ásamt því að eftirlit sé með að kvöðum leyfishafa slíkra lífsýnasafna sé fylgt eftir af opinberum eftirlitsaðila fáist slíkt safn samþykkt. Þá skiptir máli að rannsóknarstofur sem sinna greiningum tengdum lögreglurannsóknum sinni þjónusturannsóknum en ekki vísindarannsóknum sem talsverður munur er á en það er önnur saga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ráðherrabull Það birtist svolítið viðtal við nýja dómsmálaráðherrann okkar hana Sigríði Á. Andersen í Fréttatímanum á fimmtudaginn. Tilefnið var að öllum líkindum að ég hafði boðið fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að reyna að hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum sem fundust á vettvangi glæpsins hræðilega sem hefur hvílt svo þungt á þjóðinni. 7. febrúar 2017 07:00
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun