Fótbolti

Barcelona þarf að endurskrifa söguna til að komast áfram

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lionel Messi var hræðilegur í kvöld.
Lionel Messi var hræðilegur í kvöld. vísir/getty
Barcelona er sama og úr leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir 4-0 tap gegn Paris Saint-Germain í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar í París í kvöld.

Barcelona-liðið var ekki líkt sjálfu sér en PSG-menn voru frábærir frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og hefðu getað niðurlægt Spánarmeistarana enn frekar.

Ángel Di María skoraði tvívegis í leiknum og þeir Julian Draxler og Edison Cavani sitthvort markið fyrir Parísarliðið sem á ekki að geta klúðrað þessari stöðu þó það sé á leið á Nývang.

Ef Barcelona ætlar sér áfram í einvíginu þarf það að endurskrifa söguna því engu liði hefur nokkru sinni tekist að snúa einvígi sér í hag og komast áfram í Meistaradeildinni eftir að lenda 4-0 undir.

Aðeins einu liði í sögu Meistaradeildarinnar hefur tekist að snúa við einvígi þar sem það var þremur mörkum undir eftir fyrri leikinn.

Það gerði Deportivo La Coruna á móti AC Milan í átta liða úrslitum 2004 en þá vann liðið 4-0 sigur á heimavelli eftir að tapa fyrri leiknum, 4-1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×