Sjáðu svakalegt rothögg hjá Jouban Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2017 12:45 Jouban fagnar sigri á Richard Walsh fyrir tveimur árum. Vísir/AFP Alan Jouban verður næsti andstæðingur Gunnars Nelson eins og tilkynnt var í gær en þessi 35 ára Bandaríkjamaður er margreyndur bardagakappi. „Hann er í grunninn Thai-boxari og með brúnt belti í jiu jitsu. Hann er mjög góður og hefur unnið síðustu þrjá bardaga. Það er ekki hægt að líta framhjá svona manni,“ sagði Gunnar í samtali við íþróttadeild í gær um andstæðing sinn. Gunnar segir að sérfræðingar telja sjálfsagt að hann eigi að vinna sigur á Jouban en Gunnar ítrekar að hann beri virðingu fyrir öllum andstæðingum. „Allir bardagamenn eru hættulegir á sinn hátt og hafa sína sérstöðu. Það kemur svo bara í ljós hvernig það verður þegar maður stígur inn í hringinn.“ Jouban gerðist atvinnumaður í MMA árið 2010, þá 29 ára. Hann fór í gegnum nokkur minni bardagasambönd áður en hann fékk samning hjá UFC árið 2014. Hann byrjaði með stæl, vann Seth Baczynski á rothöggi í fyrstu lotu og fékk verðlaun fyrir besta bardaga kvöldsins. Jouban tapaði næsta bardaga, fyrir Warlley Alves á dómaraúrskurði en hefur síðan þá unnið fimm af sex UFC-bardögum sínum. Eina tapið kom gegn Rússanum Albert Tumenov á UFC 192 árið 2015 á tæknilegu rothöggi. Gunnar vann einmitt sigur á Tumenov í síðasta bardaga sínum, þegar þeir mættust í Rotterdam í maí á síðasta ári. Það er því afar óvenjulegt að Gunnar skuli nú berjast við mann sem tapaði fyrir síðasta andstæðingi hans en eins og Gunnar útskýrði sjálfur þá tókst ekki að fá bardaga gegn manni sem er á meðal tíu bestu á styrkleikalista UFC í veltivigt. Sjá einnig: Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Jouban hefur sjaldan verið í sviðsljósinu og mun í fyrsta sinn eiga einn aðalbardaga kvöldsins þegar hann mætir Gunnari í Lundúnum í næsta mánuði. Fyrir tveimur árum vann hann Richard Walsh á rothöggi í fyrstu umferð á UFC 184 í Los Angeles og má sjá upptöku af þeim bardaga hér fyrir neðan, í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson sagður kominn með bardaga í Lundúnum Gunnar gæti snúið aftur í búrið 18. mars í öðrum af tveimur aðalbardögum kvöldsins. 13. febrúar 2017 13:20 Gunnar: Kom babb í bátinn hjá Conor Mjölnir opnar glæsilega nýja aðstöðu í Öskjuhlíð á laugardaginn en Conor McGregor verður líklega ekki á meðal gesta. 15. febrúar 2017 11:45 Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Gunnar Nelson var búinn að bíða lengi eftir að fá bardaga og vildi ólmur komast á bardagakvöldið í London. 14. febrúar 2017 19:00 Bardagi Gunnars og Jouban staðfestur UFC hefur staðfest að Gunnar Nelson mun berjast við Alan Jouban í London þann 18. mars næstkomandi. 14. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni Sjá meira
Alan Jouban verður næsti andstæðingur Gunnars Nelson eins og tilkynnt var í gær en þessi 35 ára Bandaríkjamaður er margreyndur bardagakappi. „Hann er í grunninn Thai-boxari og með brúnt belti í jiu jitsu. Hann er mjög góður og hefur unnið síðustu þrjá bardaga. Það er ekki hægt að líta framhjá svona manni,“ sagði Gunnar í samtali við íþróttadeild í gær um andstæðing sinn. Gunnar segir að sérfræðingar telja sjálfsagt að hann eigi að vinna sigur á Jouban en Gunnar ítrekar að hann beri virðingu fyrir öllum andstæðingum. „Allir bardagamenn eru hættulegir á sinn hátt og hafa sína sérstöðu. Það kemur svo bara í ljós hvernig það verður þegar maður stígur inn í hringinn.“ Jouban gerðist atvinnumaður í MMA árið 2010, þá 29 ára. Hann fór í gegnum nokkur minni bardagasambönd áður en hann fékk samning hjá UFC árið 2014. Hann byrjaði með stæl, vann Seth Baczynski á rothöggi í fyrstu lotu og fékk verðlaun fyrir besta bardaga kvöldsins. Jouban tapaði næsta bardaga, fyrir Warlley Alves á dómaraúrskurði en hefur síðan þá unnið fimm af sex UFC-bardögum sínum. Eina tapið kom gegn Rússanum Albert Tumenov á UFC 192 árið 2015 á tæknilegu rothöggi. Gunnar vann einmitt sigur á Tumenov í síðasta bardaga sínum, þegar þeir mættust í Rotterdam í maí á síðasta ári. Það er því afar óvenjulegt að Gunnar skuli nú berjast við mann sem tapaði fyrir síðasta andstæðingi hans en eins og Gunnar útskýrði sjálfur þá tókst ekki að fá bardaga gegn manni sem er á meðal tíu bestu á styrkleikalista UFC í veltivigt. Sjá einnig: Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Jouban hefur sjaldan verið í sviðsljósinu og mun í fyrsta sinn eiga einn aðalbardaga kvöldsins þegar hann mætir Gunnari í Lundúnum í næsta mánuði. Fyrir tveimur árum vann hann Richard Walsh á rothöggi í fyrstu umferð á UFC 184 í Los Angeles og má sjá upptöku af þeim bardaga hér fyrir neðan, í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson sagður kominn með bardaga í Lundúnum Gunnar gæti snúið aftur í búrið 18. mars í öðrum af tveimur aðalbardögum kvöldsins. 13. febrúar 2017 13:20 Gunnar: Kom babb í bátinn hjá Conor Mjölnir opnar glæsilega nýja aðstöðu í Öskjuhlíð á laugardaginn en Conor McGregor verður líklega ekki á meðal gesta. 15. febrúar 2017 11:45 Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Gunnar Nelson var búinn að bíða lengi eftir að fá bardaga og vildi ólmur komast á bardagakvöldið í London. 14. febrúar 2017 19:00 Bardagi Gunnars og Jouban staðfestur UFC hefur staðfest að Gunnar Nelson mun berjast við Alan Jouban í London þann 18. mars næstkomandi. 14. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni Sjá meira
Gunnar Nelson sagður kominn með bardaga í Lundúnum Gunnar gæti snúið aftur í búrið 18. mars í öðrum af tveimur aðalbardögum kvöldsins. 13. febrúar 2017 13:20
Gunnar: Kom babb í bátinn hjá Conor Mjölnir opnar glæsilega nýja aðstöðu í Öskjuhlíð á laugardaginn en Conor McGregor verður líklega ekki á meðal gesta. 15. febrúar 2017 11:45
Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Gunnar Nelson var búinn að bíða lengi eftir að fá bardaga og vildi ólmur komast á bardagakvöldið í London. 14. febrúar 2017 19:00
Bardagi Gunnars og Jouban staðfestur UFC hefur staðfest að Gunnar Nelson mun berjast við Alan Jouban í London þann 18. mars næstkomandi. 14. febrúar 2017 09:00