Almenn skynsemi Ívar Halldórsson skrifar 15. febrúar 2017 12:00 Margir sögðu Galileo vera skrýtinn og sjónaukaáráttu hans vera fjarstæðukennda vitleysu og algjöra tímaeyðslu. Fólk hló að John L. Baird þegar hann sýndi bresku vísindamönnunum fyrstu sjónvarpsmyndavélina og kölluðu þeir hann meira að segja svindlara. R. Goddard var afskrifaður sem veruleikafirrt viðundur þegar hann trúði að unnt væri að búa til eldflaugarknúið farartæki sem flogið gæti út í geiminn í anda ofurhetjunnar Flash Gordon eða skáldsagnahöfundarins Jules Verne. Ég held að árangur okkar í vísindum, stjórnmálum, læknisfræði, byggingafræði, siðfræði o.s.frv. megi rekja til atvika þar sem fólk var á öndverðum meiði. Ef allir hefðu alltaf verið sammála um allar aðgerðir í gegnum tíðina, væri ég líklega að skrifa þessa grein með krítarmola á einhverja steinhellu. Auðvitað vilja allir alltaf hafa rétt fyrir sér – svona alla vega upp á egóið að gera. En miðað við það sem sagan hefur kennt okkur eru góðar líkur á því að það sem einhver vill meina að sé rétt skoðun, sé ekki endilega nægilega skotheld skoðun til að geta útilokað önnur sjónarhorn. Ef Einstein hefði hlustað á alla þá sem voru sammála um að honum myndi aldrei takast að kveikja á perunni, væri enginn að spyrja mig í dag hvort ég færi reglulega í ljós. Umdeildar vangaveltur vísindamannsins opnuðu dyr ómöguleikans og allir veraldarbúar skiptu um skoðun. Við verðum öll að fá svigrúm til að fylgja sannfæringu okkar og viðra skoðanir okkar frjálslega, ef við ætlum að ekki að fara á mis við góðar framfarir og skynsamlegar ákvarðanir. Við þurfum að sama skapi að hlusta meira á hvort annað. Við þurfum að íhuga hið “ómögulega” og hið óvinsæla. Við þurfum að setja okkur oftar í fótspor annara og forðast að týnast í eigin sjálfhverfu. Það er því ekki skynsamlegt að ráðast í krafti meirihlutans, á þær skoðanir sem virðast furðulegar eða óvinsælar, því að það gæti þá komið á daginn að maður þyrfti að kyngja munnfylli af stórum orðum og viðurkenna að hin ólíklega skoðun; skoðun minnihlutans, reyndist rétt. Sömuleiðis, ef einhver hefur skoðun sem hann telur að eigi rétt á sér þrátt fyrir lítinn eða engan hljómgrunn hjá öðrum, er ekki gott leyfa öðrum að kæfa hana með þröngsýni og ósveigjanleika. Það sem virðist fáránlegt í dag kann að verða almenn skynsemi á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Margir sögðu Galileo vera skrýtinn og sjónaukaáráttu hans vera fjarstæðukennda vitleysu og algjöra tímaeyðslu. Fólk hló að John L. Baird þegar hann sýndi bresku vísindamönnunum fyrstu sjónvarpsmyndavélina og kölluðu þeir hann meira að segja svindlara. R. Goddard var afskrifaður sem veruleikafirrt viðundur þegar hann trúði að unnt væri að búa til eldflaugarknúið farartæki sem flogið gæti út í geiminn í anda ofurhetjunnar Flash Gordon eða skáldsagnahöfundarins Jules Verne. Ég held að árangur okkar í vísindum, stjórnmálum, læknisfræði, byggingafræði, siðfræði o.s.frv. megi rekja til atvika þar sem fólk var á öndverðum meiði. Ef allir hefðu alltaf verið sammála um allar aðgerðir í gegnum tíðina, væri ég líklega að skrifa þessa grein með krítarmola á einhverja steinhellu. Auðvitað vilja allir alltaf hafa rétt fyrir sér – svona alla vega upp á egóið að gera. En miðað við það sem sagan hefur kennt okkur eru góðar líkur á því að það sem einhver vill meina að sé rétt skoðun, sé ekki endilega nægilega skotheld skoðun til að geta útilokað önnur sjónarhorn. Ef Einstein hefði hlustað á alla þá sem voru sammála um að honum myndi aldrei takast að kveikja á perunni, væri enginn að spyrja mig í dag hvort ég færi reglulega í ljós. Umdeildar vangaveltur vísindamannsins opnuðu dyr ómöguleikans og allir veraldarbúar skiptu um skoðun. Við verðum öll að fá svigrúm til að fylgja sannfæringu okkar og viðra skoðanir okkar frjálslega, ef við ætlum að ekki að fara á mis við góðar framfarir og skynsamlegar ákvarðanir. Við þurfum að sama skapi að hlusta meira á hvort annað. Við þurfum að íhuga hið “ómögulega” og hið óvinsæla. Við þurfum að setja okkur oftar í fótspor annara og forðast að týnast í eigin sjálfhverfu. Það er því ekki skynsamlegt að ráðast í krafti meirihlutans, á þær skoðanir sem virðast furðulegar eða óvinsælar, því að það gæti þá komið á daginn að maður þyrfti að kyngja munnfylli af stórum orðum og viðurkenna að hin ólíklega skoðun; skoðun minnihlutans, reyndist rétt. Sömuleiðis, ef einhver hefur skoðun sem hann telur að eigi rétt á sér þrátt fyrir lítinn eða engan hljómgrunn hjá öðrum, er ekki gott leyfa öðrum að kæfa hana með þröngsýni og ósveigjanleika. Það sem virðist fáránlegt í dag kann að verða almenn skynsemi á morgun.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun