Grænþvottur í ferðaþjónustu Snærós Sindradóttir skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Ferðamenn sem vilja ferðast með umhverfisvænum hætti geta, að mati sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, átt í erfiðleikum með að velja á milli fyrirtækja með raunverulega vottun og þeirra sem segjast vinna á umhverfisvænan hátt. vísir/ernir Eftirlitsaðilar með ferðaþjónustunni og fagaðilar sem vinna í tengslum við hana hafa áhyggjur af því að ferðaþjónustufyrirtæki noti villandi markaðssetningu til að virðast umhverfisvænni eða vistvænni en raun ber vitni. Dæmi er um að ferðaþjónustuaðilar sem gera út á rútuferðir um landið segist umhverfisvænir og grænir. Á mánudag úrskurðaði Neytendastofa að fyrirtækinu Norðursiglingu væri ekki heimilt að nota slagorðið „Carbon Neutral“ meðal annars af því að meirihluti ferða fyrirtækisins er farinn á hefðbundnum skipum og minnihluti starfseminnar er án útblásturs koldíoxíðs. Slagorðið sé aftur á móti birt með mynd af laufblaði og staðsett á áberandi stað utan á húsnæði fyrirtækisins, á skiltum, í bæklingum og á vefsíðu fyrirtækisins.Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri FestuElías Bjarni Gíslason, forstöðumaður gæða- og þróunarsviðs Ferðamálastofu, segir að almennt séu áhyggjur af því sem kallað er grænþvottur. „Menn hafa alltaf áhyggjur af því að menn séu að skreyta sig með hálfstolnum fjöðrum eða með hálfum sannleika. Við viljum koma í veg fyrir grænþvott þannig að þegar menn eru að skreyta sig með einhverju þá búi þar eitthvað að baki.“ Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að það sé frekar orðnotkun í markaðssetningu ferðaþjónustufyrirtækja, frekar en merki og lógó, sem ýti undir grænþvottinn. Ferðaþjónustufyrirtæki segist til að mynda vera „græn“ og „umhverfisvæn“ án þess að hafa neina tilbæra vottun sem staðfestir það. „Það er mikið um að það séu notuð orð sem er erfitt að rekja. Neytandinn hefur enga leið til að fá upplýsingar um þetta, aðrar en þær sem hann fær frá fyrirtækinu. Þetta er kannski ekki einbeittur brotavilji heldur óábyrg orðanotkun.“ Birgitta segir að mesti frumskógurinn fyrir eftirlitsaðila séu hótelin. Þau séu bæði mörg og markaðssetji sig víða sem geri það erfitt að fylgjast með. „Þau geta sagst vera umhverfisvænt fyrirtæki sem getur þýtt hvað sem er, til dæmis að þau flokki frá tvo flokka af úrgangi.“ Í janúar skrifuðu 300 ferðaþjónustufyrirtæki undir viljayfirlýsingu hjá Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Markmiðið er meðal annars að ganga vel um og virða náttúruna. „Það að þau skrifi undir viljayfirlýsinguna er ekki vottun. Það er eins og að kaupa sér kort í ræktina. Með því ertu byrjaður en þú ert ekki búinn að sýna fram á árangurinn. Þetta er staðfesting á því að eigendur ætla sér að gera það sem stendur í yfirlýsingunni,“ segir Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu. Hann segir 2.600 ferðaþjónustufyrirtæki starfa hér á landi. „Við sjáum mörg dæmi um ýmislegt sem betur mætti fara. Þannig að það er mjög mikilvægt að það séu vönduð vinnubrögð í þessari mikilvægu atvinnugrein.“ Dæmi um grænþvott í ferðaþjónustuEftirfarandi eru dæmi sem þýdd eru úr enskri markaðssetningu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja:„Við erum lítið en ofur svalt umhverfis-ferðaþjónustufyrirtæki með áherslu á sjálfbærni ... Þú getur ferðast hjá okkur með góðri samvisku.“„Okkar markmið er að sýna þér undur Íslands á persónulegan og spennandi hátt, án óþarfa umhverfisáhrifa.“„Við elskum náttúruna. Við plöntum trjám eða sáum grasfræjum eða öðrum fræjum á ákveðnum svæðum á Íslandi í sumum ferðunum okkar, svo þú getir skilið eftir þig eitthvað jákvætt á Íslandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Eftirlitsaðilar með ferðaþjónustunni og fagaðilar sem vinna í tengslum við hana hafa áhyggjur af því að ferðaþjónustufyrirtæki noti villandi markaðssetningu til að virðast umhverfisvænni eða vistvænni en raun ber vitni. Dæmi er um að ferðaþjónustuaðilar sem gera út á rútuferðir um landið segist umhverfisvænir og grænir. Á mánudag úrskurðaði Neytendastofa að fyrirtækinu Norðursiglingu væri ekki heimilt að nota slagorðið „Carbon Neutral“ meðal annars af því að meirihluti ferða fyrirtækisins er farinn á hefðbundnum skipum og minnihluti starfseminnar er án útblásturs koldíoxíðs. Slagorðið sé aftur á móti birt með mynd af laufblaði og staðsett á áberandi stað utan á húsnæði fyrirtækisins, á skiltum, í bæklingum og á vefsíðu fyrirtækisins.Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri FestuElías Bjarni Gíslason, forstöðumaður gæða- og þróunarsviðs Ferðamálastofu, segir að almennt séu áhyggjur af því sem kallað er grænþvottur. „Menn hafa alltaf áhyggjur af því að menn séu að skreyta sig með hálfstolnum fjöðrum eða með hálfum sannleika. Við viljum koma í veg fyrir grænþvott þannig að þegar menn eru að skreyta sig með einhverju þá búi þar eitthvað að baki.“ Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að það sé frekar orðnotkun í markaðssetningu ferðaþjónustufyrirtækja, frekar en merki og lógó, sem ýti undir grænþvottinn. Ferðaþjónustufyrirtæki segist til að mynda vera „græn“ og „umhverfisvæn“ án þess að hafa neina tilbæra vottun sem staðfestir það. „Það er mikið um að það séu notuð orð sem er erfitt að rekja. Neytandinn hefur enga leið til að fá upplýsingar um þetta, aðrar en þær sem hann fær frá fyrirtækinu. Þetta er kannski ekki einbeittur brotavilji heldur óábyrg orðanotkun.“ Birgitta segir að mesti frumskógurinn fyrir eftirlitsaðila séu hótelin. Þau séu bæði mörg og markaðssetji sig víða sem geri það erfitt að fylgjast með. „Þau geta sagst vera umhverfisvænt fyrirtæki sem getur þýtt hvað sem er, til dæmis að þau flokki frá tvo flokka af úrgangi.“ Í janúar skrifuðu 300 ferðaþjónustufyrirtæki undir viljayfirlýsingu hjá Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Markmiðið er meðal annars að ganga vel um og virða náttúruna. „Það að þau skrifi undir viljayfirlýsinguna er ekki vottun. Það er eins og að kaupa sér kort í ræktina. Með því ertu byrjaður en þú ert ekki búinn að sýna fram á árangurinn. Þetta er staðfesting á því að eigendur ætla sér að gera það sem stendur í yfirlýsingunni,“ segir Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu. Hann segir 2.600 ferðaþjónustufyrirtæki starfa hér á landi. „Við sjáum mörg dæmi um ýmislegt sem betur mætti fara. Þannig að það er mjög mikilvægt að það séu vönduð vinnubrögð í þessari mikilvægu atvinnugrein.“ Dæmi um grænþvott í ferðaþjónustuEftirfarandi eru dæmi sem þýdd eru úr enskri markaðssetningu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja:„Við erum lítið en ofur svalt umhverfis-ferðaþjónustufyrirtæki með áherslu á sjálfbærni ... Þú getur ferðast hjá okkur með góðri samvisku.“„Okkar markmið er að sýna þér undur Íslands á persónulegan og spennandi hátt, án óþarfa umhverfisáhrifa.“„Við elskum náttúruna. Við plöntum trjám eða sáum grasfræjum eða öðrum fræjum á ákveðnum svæðum á Íslandi í sumum ferðunum okkar, svo þú getir skilið eftir þig eitthvað jákvætt á Íslandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira