Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 00:08 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Vísir/anton brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, lagði fram tillögu á fundi sínum með útgerðarmönnum og sjómönnum í kvöld þess efnis að farið verði í heildstæða greiningu á skattalegri meðferð dagpeninga og fæðispeninga almennt á vinnumarkaði. Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. Eins og greint hefur frá í fjölmiðlum hafa sjómenn kallað eftir því að þeir fái greidda dagpeninga skattfrjálst og telja að ekki sé samræmi í skattalöggjöfinni varðandi þennan þátt en flugáhafnir og opinberir starfsmenn fá til að mynda slíkar greiðslur skattfrjálsar. Greiningin mun því meðal annars miða að því að ganga úr skugga um hvort að misræmi eða ósanngirni sé falin í skattalegri meðferð þessara greiðslna nú. Þá mun einnig felast í henni athugun á því hvort að í aðgerð á borð við þessa felist ríkisstyrkur eða niðurgreiðsla á launum. Einnig þarf að kanna hvort að þetta myndi skapa fordæmi fyrir aðrar stéttir í landinu en markmiðið er að útkoman verði sanngjörn og almenns eðlis enda hefur ráðherra ítrekað sagt að ekki standi til að fara í sértækar aðgerðir til að leysa kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. Í viðtali í miðnæturfréttum RÚV sagði Þorgerður Katrín að deiluaðilar ætli að skoða tillögu hennar frá því í kvöld. Sjómenn hafa verið í verkfalli í tvo mánuði og hafa samninganefndirnar fundað stíft hjá ríkissáttasemjara í dag. Deiluaðilar eru í fjölmiðlabanni og því fæst lítið sem ekkert uppgefið um gang viðræðnanna en eftir því sem Vísir kemst næst fóru samninganefndirnar aftur í Karphúsið eftir fundinn með ráðherra. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51 Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00 Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, lagði fram tillögu á fundi sínum með útgerðarmönnum og sjómönnum í kvöld þess efnis að farið verði í heildstæða greiningu á skattalegri meðferð dagpeninga og fæðispeninga almennt á vinnumarkaði. Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. Eins og greint hefur frá í fjölmiðlum hafa sjómenn kallað eftir því að þeir fái greidda dagpeninga skattfrjálst og telja að ekki sé samræmi í skattalöggjöfinni varðandi þennan þátt en flugáhafnir og opinberir starfsmenn fá til að mynda slíkar greiðslur skattfrjálsar. Greiningin mun því meðal annars miða að því að ganga úr skugga um hvort að misræmi eða ósanngirni sé falin í skattalegri meðferð þessara greiðslna nú. Þá mun einnig felast í henni athugun á því hvort að í aðgerð á borð við þessa felist ríkisstyrkur eða niðurgreiðsla á launum. Einnig þarf að kanna hvort að þetta myndi skapa fordæmi fyrir aðrar stéttir í landinu en markmiðið er að útkoman verði sanngjörn og almenns eðlis enda hefur ráðherra ítrekað sagt að ekki standi til að fara í sértækar aðgerðir til að leysa kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. Í viðtali í miðnæturfréttum RÚV sagði Þorgerður Katrín að deiluaðilar ætli að skoða tillögu hennar frá því í kvöld. Sjómenn hafa verið í verkfalli í tvo mánuði og hafa samninganefndirnar fundað stíft hjá ríkissáttasemjara í dag. Deiluaðilar eru í fjölmiðlabanni og því fæst lítið sem ekkert uppgefið um gang viðræðnanna en eftir því sem Vísir kemst næst fóru samninganefndirnar aftur í Karphúsið eftir fundinn með ráðherra.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51 Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00 Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51
Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00
Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54