Ástæðan er 5-1 stórsigur Bayern München á Arsenal þar sem Bæjarar skoruðu fjögur mörk í seinni hálfeiknum þar af þrjú þeirra á tíu mínútna kafla.
Arsene Wenger og lærisveinar hans fá svo sannarlega að heyra það í enskum fjölmiðlum eftir þetta vandræðalega tap og eru í raun að verða aðhlátursefni vegna þess að liðið lendir ár eftir ár í því sama í Meistaradeildinni.
Það sem svíður kannski mest er saltbaukurinn sem Bæjarar settu í sárið með því að stríða Arsenal-mönnum inn á Twitter-síðu sinni.
Þetta var nefnilega annað árið í röð sem Bayern vinnur 5-1 sigur á Arsenal í Meistaradeildinni. Það þarf kannski því ekki að´koma á óvart að Bæjarar spyrji á Twitter: „Að sama tíma að ári?“
Same again next year? #UCL#FCBARS 5-1 pic.twitter.com/nyErNKd2a4
— FC Bayern English (@FCBayernEN) February 15, 2017
Hér fyrir neðan má síðan sjá nokkrar af forsíðum ensku blaðanna í morgun.




