Forstjórinn ósammála Ingva Hrafni um meinta árás á Icelandair Haraldur Guðmundsson skrifar 16. febrúar 2017 11:37 Björgólfur Jóhannsson mætti í sjónvarpsþátt Ingva Hrafns, Hrafnaþing, á þriðjudag. ÍNN Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, tekur ekki undir orð Ingva Hrafns Jónssonar, þáttastjórnanda á ÍNN, um að verið sé að gera atlögu að flugfélaginu. Ingvi Hrafn telur að atlaga standi nú yfir og að óskiljanlegt sé af hverju hlutabréf Icelandair Group hafi lækkað jafn mikið og raun ber vitni. Þetta kom fram í viðtali Ingva Hrafns við Björgólf á ÍNN á þriðjudag sem hefur vakið mikla athygli. „Það eru einhverjir aðilar sem eru í atlögu að félaginu,“ sagði Ingvi Hrafn og vísaði að öllum líkindum í frétt Markaðarins 8. febrúar síðastliðinn þar sem var meðal annars greint frá því að yfirstjórnendur Icelandair hafi sumarið 2016 beint óánægju sinni í garð Kviku fjárfestingabanka sem þeir sökuðu um að vera að skortselja hlutabréf flugfélagsins. Samkvæmt heimildarmönnum Markaðarins, sem áttu slíka fundi með stjórnendum Icelandair, hafði Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála, tekið saman gögn sem áttu að sýna að markaðsviðskipti Kviku hafi verið langsamlega umsvifamest – með um og yfir 70 prósenta hlutdeild – á seljendahliðinni með bréf Icelandair yfir tiltekið tímabil. Björgólfur sagðist hugsi yfir inngangsorðun Ingva Hrafns þar sem sá síðarnefndi fullyrti að atlaga gegn Icelandair Group standi nú yfir.„Ef það væri eitthvað fjármálaeftirlit af viti færi nú fram opinber rannsókn á því hvað olli því að verðmæti Icelandair Group á einhverjum átta mánuðum minnkaði um hvað 100 milljarða?,“ sagði Ingvi Hrafn í inngangsorðum sínum og ítrekaði þá skoðun sína að flugfélagið sé undir árás. „Ég er aðeins hugsi yfir þessum inngangi hjá þér,“ sagði Björgólfur og sagði ekki kannast við að árás á flugfélagið standi nú yfir. „Ég veit ekki hvaða atlögu þú ert að tala um. Eins og ég segi og ítreka er að við erum auðvitað berskjölduð fyrir atlögum eða ekki atlögum. Fókusinn okkar liggur í rekstri félagsins“. „Ég kalla þetta atlögu. Hún ber öll einkennin. Ég er búinn að vera í blaðamennsku í 50 ár og veit alveg hvenær eitthvað svona er í gangi,“ sagði Ingvi Hrafn og hélt áfram: „Og að búa til einhverjar sögur úti í bæ um að þetta sé út af stjórnarfundinum í mars og að það eigi að reka þig og Birki, forstjóra Icelandair,“ sagði Ingvi Hrafn augljóslega gáttaður á hinum meintu sögusögnum. „Er það sagan,“ sagði Björgólfur og hló. „Já, já. Maður sem er að skila 600 millljóna dollara í eigin fé. Auðvitað hljótið þið að velta því fyrir ykkur í kaffinu hvur fjandinn sé á seyði.“Greint var frá því í Morgunblaðinu síðastliðinn mánudag að ónafngreindur fjárfestir hefði keypt 50 milljónir hluta í félaginu á genginu 16, eða sem jafngildir eins prósents eignarhlut í Icelandair. Það voru markaðsviðskipti Kviku banka sem voru milligönguaðilar með þeim viðskiptum. Fram kom í fréttinni að samkvæmt heimildum blaðsins væru viðskiptin tengd stjórnarkjöri á aðalfundi Icelandair Group sem fer fram 3. mars næstkomandi.„Norwegian gæti drepið ykkur“Björgólfur viðurkenndi fúslega að flugfélagið mæti nú talsverðum mótvindi í rekstri sínum en ítrekaði að félagið standi vel og að útlitið sé þrátt fyrir allt nokkuð gott. „Sumir segja að við höfum sofið á verðinum. Það getur vel verið. En þeir aðilar þurfa náttúrulega að átta sig á því að hlutir geta gerst hratt í flugheiminum og það er að gerast akkúrat núna og með svona meiri krafti en mátti reikna með. En staðan á félaginu er góð og framtíðarhorfur góðar og það er það sem hlýtur að skipa mestu máli fyrir eigendur félagsins,“ sagði Björgólfur. Svört afkomuviðvörun Icelandair Group þann 1. febrúar leiddi til mikillar lækkunar á hlutabréfum félagsins til viðbótar við þá virðisrýrnun á þeim sem hófst í apríl 2016. „Það er ljóst að árið 2017 verður lakara í rekstri hjá okkur. Í mínum huga liggur það ljóst fyrir að það komi við fleiri. Það eru flugfélög eins og Norwegian sem eru að hafa áhrif á flugið á hafinu [milli Evrópu og Bandaríkjanna]. Og við erum kannski tiltölulega neðarlega á leitarvélum þegar fólk er að velta fyrir sér flugum á milli staða. Þetta eru aðstæður sem við þurfum að bregðast við. Það má velta fyrir sér, hvernig fór þessi tilkynning út og í mínum huga er ljhóst að við höfum ekki náð að skýra út hvað lá að baki og hvað aðgerðir við ætluðum að grípa til.“ Þegar viðtalið var farið að snúast um samkeppnisaðila Icelandair Group eins og Norwegian benti Ingvi Hrafn á góðan árangur WOW air og stofnandans Skúla Mogensen. Björgólfur sagðist fagna þeim árangri en að stóra samkeppnin, sem bæði flugfélögin standi nú frammi fyrir, væri í flugleiðum yfir Atlantshafið. „Hann [Skúli] sagð í viðtali að Norwegian gæti drepið ykkur. Að ef þeir beittu sér gæti það lagt bæði Icelandir og WOW,“ sagði Ingvi Hrafn. „Já það getur vel verið,“ svaraði Björgólfur. „En á móti getum við alveg eins sagt að við getum alveg eins drepið Norwegian. Það er bara þannig. Norwegian er í keppni við mjög stóra flugrekendur á hafinu og það er alveg ljóst að meðalfargjöldin hafa verið að fara niður ekki síst vegna athafna sem að Norwegian er að vinna í.“ WOW Air Tengdar fréttir Fjárfestar í Icelandair skildir eftir í myrkrinu Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfamiðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið "meiriháttar trúnaðarbrestur,“ eins og einn viðmælandi lýsir því, á milli stjórnenda Icelandair og hluthafa fyrirtækisins. 8. febrúar 2017 07:30 Icelandair eina fyrirtækið sem lækkaði Hlutabréf í Icelandair Group lækkuðu í verði um 0,5 prósent í dag í 1,5 milljarða króna viðskiptum. 13. febrúar 2017 17:17 Lykilmaður hjá Icelandair seldi bréf fyrir 130 milljónir Framkvæmdastjóri hjá Icelandair Group seldi hlutabréf í fyrirtækinu í byrjun september. Markaðsvirði bréfanna hefur síðan þá lækkað um 40 prósent. Þremur vikum síðar seldi stjórnarmaður í félaginu. 10. febrúar 2017 04:30 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Einkafjárfestar hverfandi í Icelandair Fáir einkafjárfestar eiga verulegan hlut í flugfélaginu. Sá stærsti er einkahlutafélagið Brimgarðar með 0,7 prósenta hlut, samkvæmt hluthafalista Icelandair á mánudag. Lífeyrissjóður verslunarmanna og LSR hyggjast styðja Úlfar og Magn 16. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, tekur ekki undir orð Ingva Hrafns Jónssonar, þáttastjórnanda á ÍNN, um að verið sé að gera atlögu að flugfélaginu. Ingvi Hrafn telur að atlaga standi nú yfir og að óskiljanlegt sé af hverju hlutabréf Icelandair Group hafi lækkað jafn mikið og raun ber vitni. Þetta kom fram í viðtali Ingva Hrafns við Björgólf á ÍNN á þriðjudag sem hefur vakið mikla athygli. „Það eru einhverjir aðilar sem eru í atlögu að félaginu,“ sagði Ingvi Hrafn og vísaði að öllum líkindum í frétt Markaðarins 8. febrúar síðastliðinn þar sem var meðal annars greint frá því að yfirstjórnendur Icelandair hafi sumarið 2016 beint óánægju sinni í garð Kviku fjárfestingabanka sem þeir sökuðu um að vera að skortselja hlutabréf flugfélagsins. Samkvæmt heimildarmönnum Markaðarins, sem áttu slíka fundi með stjórnendum Icelandair, hafði Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála, tekið saman gögn sem áttu að sýna að markaðsviðskipti Kviku hafi verið langsamlega umsvifamest – með um og yfir 70 prósenta hlutdeild – á seljendahliðinni með bréf Icelandair yfir tiltekið tímabil. Björgólfur sagðist hugsi yfir inngangsorðun Ingva Hrafns þar sem sá síðarnefndi fullyrti að atlaga gegn Icelandair Group standi nú yfir.„Ef það væri eitthvað fjármálaeftirlit af viti færi nú fram opinber rannsókn á því hvað olli því að verðmæti Icelandair Group á einhverjum átta mánuðum minnkaði um hvað 100 milljarða?,“ sagði Ingvi Hrafn í inngangsorðum sínum og ítrekaði þá skoðun sína að flugfélagið sé undir árás. „Ég er aðeins hugsi yfir þessum inngangi hjá þér,“ sagði Björgólfur og sagði ekki kannast við að árás á flugfélagið standi nú yfir. „Ég veit ekki hvaða atlögu þú ert að tala um. Eins og ég segi og ítreka er að við erum auðvitað berskjölduð fyrir atlögum eða ekki atlögum. Fókusinn okkar liggur í rekstri félagsins“. „Ég kalla þetta atlögu. Hún ber öll einkennin. Ég er búinn að vera í blaðamennsku í 50 ár og veit alveg hvenær eitthvað svona er í gangi,“ sagði Ingvi Hrafn og hélt áfram: „Og að búa til einhverjar sögur úti í bæ um að þetta sé út af stjórnarfundinum í mars og að það eigi að reka þig og Birki, forstjóra Icelandair,“ sagði Ingvi Hrafn augljóslega gáttaður á hinum meintu sögusögnum. „Er það sagan,“ sagði Björgólfur og hló. „Já, já. Maður sem er að skila 600 millljóna dollara í eigin fé. Auðvitað hljótið þið að velta því fyrir ykkur í kaffinu hvur fjandinn sé á seyði.“Greint var frá því í Morgunblaðinu síðastliðinn mánudag að ónafngreindur fjárfestir hefði keypt 50 milljónir hluta í félaginu á genginu 16, eða sem jafngildir eins prósents eignarhlut í Icelandair. Það voru markaðsviðskipti Kviku banka sem voru milligönguaðilar með þeim viðskiptum. Fram kom í fréttinni að samkvæmt heimildum blaðsins væru viðskiptin tengd stjórnarkjöri á aðalfundi Icelandair Group sem fer fram 3. mars næstkomandi.„Norwegian gæti drepið ykkur“Björgólfur viðurkenndi fúslega að flugfélagið mæti nú talsverðum mótvindi í rekstri sínum en ítrekaði að félagið standi vel og að útlitið sé þrátt fyrir allt nokkuð gott. „Sumir segja að við höfum sofið á verðinum. Það getur vel verið. En þeir aðilar þurfa náttúrulega að átta sig á því að hlutir geta gerst hratt í flugheiminum og það er að gerast akkúrat núna og með svona meiri krafti en mátti reikna með. En staðan á félaginu er góð og framtíðarhorfur góðar og það er það sem hlýtur að skipa mestu máli fyrir eigendur félagsins,“ sagði Björgólfur. Svört afkomuviðvörun Icelandair Group þann 1. febrúar leiddi til mikillar lækkunar á hlutabréfum félagsins til viðbótar við þá virðisrýrnun á þeim sem hófst í apríl 2016. „Það er ljóst að árið 2017 verður lakara í rekstri hjá okkur. Í mínum huga liggur það ljóst fyrir að það komi við fleiri. Það eru flugfélög eins og Norwegian sem eru að hafa áhrif á flugið á hafinu [milli Evrópu og Bandaríkjanna]. Og við erum kannski tiltölulega neðarlega á leitarvélum þegar fólk er að velta fyrir sér flugum á milli staða. Þetta eru aðstæður sem við þurfum að bregðast við. Það má velta fyrir sér, hvernig fór þessi tilkynning út og í mínum huga er ljhóst að við höfum ekki náð að skýra út hvað lá að baki og hvað aðgerðir við ætluðum að grípa til.“ Þegar viðtalið var farið að snúast um samkeppnisaðila Icelandair Group eins og Norwegian benti Ingvi Hrafn á góðan árangur WOW air og stofnandans Skúla Mogensen. Björgólfur sagðist fagna þeim árangri en að stóra samkeppnin, sem bæði flugfélögin standi nú frammi fyrir, væri í flugleiðum yfir Atlantshafið. „Hann [Skúli] sagð í viðtali að Norwegian gæti drepið ykkur. Að ef þeir beittu sér gæti það lagt bæði Icelandir og WOW,“ sagði Ingvi Hrafn. „Já það getur vel verið,“ svaraði Björgólfur. „En á móti getum við alveg eins sagt að við getum alveg eins drepið Norwegian. Það er bara þannig. Norwegian er í keppni við mjög stóra flugrekendur á hafinu og það er alveg ljóst að meðalfargjöldin hafa verið að fara niður ekki síst vegna athafna sem að Norwegian er að vinna í.“
WOW Air Tengdar fréttir Fjárfestar í Icelandair skildir eftir í myrkrinu Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfamiðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið "meiriháttar trúnaðarbrestur,“ eins og einn viðmælandi lýsir því, á milli stjórnenda Icelandair og hluthafa fyrirtækisins. 8. febrúar 2017 07:30 Icelandair eina fyrirtækið sem lækkaði Hlutabréf í Icelandair Group lækkuðu í verði um 0,5 prósent í dag í 1,5 milljarða króna viðskiptum. 13. febrúar 2017 17:17 Lykilmaður hjá Icelandair seldi bréf fyrir 130 milljónir Framkvæmdastjóri hjá Icelandair Group seldi hlutabréf í fyrirtækinu í byrjun september. Markaðsvirði bréfanna hefur síðan þá lækkað um 40 prósent. Þremur vikum síðar seldi stjórnarmaður í félaginu. 10. febrúar 2017 04:30 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Einkafjárfestar hverfandi í Icelandair Fáir einkafjárfestar eiga verulegan hlut í flugfélaginu. Sá stærsti er einkahlutafélagið Brimgarðar með 0,7 prósenta hlut, samkvæmt hluthafalista Icelandair á mánudag. Lífeyrissjóður verslunarmanna og LSR hyggjast styðja Úlfar og Magn 16. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Fjárfestar í Icelandair skildir eftir í myrkrinu Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfamiðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið "meiriháttar trúnaðarbrestur,“ eins og einn viðmælandi lýsir því, á milli stjórnenda Icelandair og hluthafa fyrirtækisins. 8. febrúar 2017 07:30
Icelandair eina fyrirtækið sem lækkaði Hlutabréf í Icelandair Group lækkuðu í verði um 0,5 prósent í dag í 1,5 milljarða króna viðskiptum. 13. febrúar 2017 17:17
Lykilmaður hjá Icelandair seldi bréf fyrir 130 milljónir Framkvæmdastjóri hjá Icelandair Group seldi hlutabréf í fyrirtækinu í byrjun september. Markaðsvirði bréfanna hefur síðan þá lækkað um 40 prósent. Þremur vikum síðar seldi stjórnarmaður í félaginu. 10. febrúar 2017 04:30
Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09
Einkafjárfestar hverfandi í Icelandair Fáir einkafjárfestar eiga verulegan hlut í flugfélaginu. Sá stærsti er einkahlutafélagið Brimgarðar með 0,7 prósenta hlut, samkvæmt hluthafalista Icelandair á mánudag. Lífeyrissjóður verslunarmanna og LSR hyggjast styðja Úlfar og Magn 16. febrúar 2017 07:00