Ísland hyggst auka þátttöku sína í borgaralegum verkefnum NATO atli ísleifsson skrifar 16. febrúar 2017 12:32 James "Mad Dog“ Mattis og Guðlaugur Þór Þórðarson. utanríkisráðuneytið Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland muni auka þátttöku sína í borgaralegum verkefnum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra aðildarríkja NATO lauk í dag. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að þar hafi verið rætt um tengslin vestur um haf, öryggisáskoranir og aukinn varnarviðbúnað við austur- og suðurjaðar bandalagsins og mikilvægi þess að aðildarríki auki framlög sín til öryggis- og varnarmála. Hafi nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, áréttað að varnarskuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart bandalaginu stæðu óhaggaðar og hvatti hann bandalagsríkin til að leggja meira af mörkum til sameiginlegra varna. Haft er eftir Guðlaugi Þór að skilaboðin frá Mattis hafi verið skýr og afar mikilvæg. „Framlag Íslands hefur skipt máli í gegnum tíðina og með skarpari stefnumótun í nýrri þjóðaröryggisstefnu og aukinni borgarlegri þátttöku í störfum Atlantshafsbandalagsins höldum við áfram að leggja okkar af mörkum.“ segir utanríkisráðherra. Í tilkynningunni segir að ráðherrarnir hafi rætt um viðbrögð við margvíslegum öryggisáskorunum við suðurjaðar Evrópu sem einkennast af óstöðugleika og átökum. „Verið er að auka stuðning við samstarfsríki á svæðinu, efla eftirlit og styrkja viðbragðsgetu þeirra. Ráðherrarnir fóru einnig yfir vinnu við að efla varnarviðbúnað og viðveru Atlantshafsbandalagsins, meðal annars í austanverðri Evrópu, baráttuna gegn hryðjuverkum og eflingu netvarna og styrkingu almannavarna. Samstaða var um að aukinn varnarviðbúnaður yrði að haldast í hendur við aðgerðir til að draga úr spennu og byggja upp traust í samskiptum við Rússland. Ráðherrafundinum lauk með fundi í NATO-Georgíunefndinni þar sem farið var yfir samstarfsáætlun bandalagsins við Georgíu sem ætlað er að styðja við umbætur í öryggis- og varnarmálum í landinu,“ segir í tilkynningunni. Georgía NATO Tengdar fréttir Sendir skýr skilaboð til NATO-ríkja: „Bandaríkin geta ekki greitt meira en þið fyrir öryggi barna ykkar“ Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna var afdráttarlaus í orðum sínum á fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í dag. 15. febrúar 2017 16:21 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland muni auka þátttöku sína í borgaralegum verkefnum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra aðildarríkja NATO lauk í dag. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að þar hafi verið rætt um tengslin vestur um haf, öryggisáskoranir og aukinn varnarviðbúnað við austur- og suðurjaðar bandalagsins og mikilvægi þess að aðildarríki auki framlög sín til öryggis- og varnarmála. Hafi nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, áréttað að varnarskuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart bandalaginu stæðu óhaggaðar og hvatti hann bandalagsríkin til að leggja meira af mörkum til sameiginlegra varna. Haft er eftir Guðlaugi Þór að skilaboðin frá Mattis hafi verið skýr og afar mikilvæg. „Framlag Íslands hefur skipt máli í gegnum tíðina og með skarpari stefnumótun í nýrri þjóðaröryggisstefnu og aukinni borgarlegri þátttöku í störfum Atlantshafsbandalagsins höldum við áfram að leggja okkar af mörkum.“ segir utanríkisráðherra. Í tilkynningunni segir að ráðherrarnir hafi rætt um viðbrögð við margvíslegum öryggisáskorunum við suðurjaðar Evrópu sem einkennast af óstöðugleika og átökum. „Verið er að auka stuðning við samstarfsríki á svæðinu, efla eftirlit og styrkja viðbragðsgetu þeirra. Ráðherrarnir fóru einnig yfir vinnu við að efla varnarviðbúnað og viðveru Atlantshafsbandalagsins, meðal annars í austanverðri Evrópu, baráttuna gegn hryðjuverkum og eflingu netvarna og styrkingu almannavarna. Samstaða var um að aukinn varnarviðbúnaður yrði að haldast í hendur við aðgerðir til að draga úr spennu og byggja upp traust í samskiptum við Rússland. Ráðherrafundinum lauk með fundi í NATO-Georgíunefndinni þar sem farið var yfir samstarfsáætlun bandalagsins við Georgíu sem ætlað er að styðja við umbætur í öryggis- og varnarmálum í landinu,“ segir í tilkynningunni.
Georgía NATO Tengdar fréttir Sendir skýr skilaboð til NATO-ríkja: „Bandaríkin geta ekki greitt meira en þið fyrir öryggi barna ykkar“ Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna var afdráttarlaus í orðum sínum á fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í dag. 15. febrúar 2017 16:21 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sendir skýr skilaboð til NATO-ríkja: „Bandaríkin geta ekki greitt meira en þið fyrir öryggi barna ykkar“ Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna var afdráttarlaus í orðum sínum á fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í dag. 15. febrúar 2017 16:21