Finnur Atli: Hefðum ekki unnið 10. flokkinn sem við Helena erum að þjálfa með þessari spilamennsku Árni Jóhannsson skrifar 16. febrúar 2017 22:28 Finnur Atli og félagar voru í vandræðum í kvöld. vísir/eyþór Þau voru ekki flókin svörin sem Finnur Atli Magnússon leikmaður Hauka gaf blaðamanni þegar hann var spurður að því hvort það væri hægt að útskýra tapið fyrir ÍR með einhverjum hætti. „Þetta var bara lélegt frá A til Ö.“ Hann var því næst spurður að því hvort Haukar hafi ekki verið tilbúnir í slaginn fyrir leik eða hvort þeir hafi vanmetið getu ÍR-inga. „Hvernig getum við sem lið í 10. sæti, vanmetið nokkuð lið í deildinni. Það vantar þá eitthvað í hausinn á okkur ef það er raunin eftir einhverja sex sigurleiki hjá okkur í deildinni,“ sagði Finnur. „Ég veit ekki hvað ég á að segja eftir þennan leik. Við spiluðum illa í fyrri hálfleik en vorum ekki nema fjórum stigum undir og allir voru að peppa alla í klefanum og það hljómar allt ógeðslega vel en þegar við komum út og erum slegnir og þeir tala aðeins skít við okkur þá verðum við eins og litlir krakkar. Þeir fengu að gera það sem þeir vildu og við hentum boltanum í burtu, menn sem halda því fram að þeir eigi heima í einhverjum landsliðshópum þeir voru óeðlilega lélegir í dag. „Það var svo margt sem var að í dag, við hendum boltanum allt of oft í burtu en æfingarnar eru búnar að vera mjög flottar og erum að koma nýjum Kana inn í þetta. Hann gerði sitt besta og er það sem okkur vantar, smá kjöt inn í teiginn. Við vorum hinsvegar allir á hælunum eins og þeir segja.“ Finnur var að lokum spurður út í framhaldið í deildinni og hvað Haukar geta gert til að snúa dæminu við. „Við verðum bara að spila betur, við getum það vel. Ég er ekki að segja að við séum betri en ÍR en við erum ekki 22 stigum verri en þeir, erum held ég ekki 20 og eitthvað stigum verri en nokkurt lið í deildinni en við verðum bara að skoða okkar mál og fara yfir hvað við getum gert betur og mannað okkur upp eins og einhver sagði. Með þessari spilamennsku hefðum við ekki unnið 10. flokkinn sem ég og Helena erum að þjálfa. Plain and simple eins og maður segir á ensku, ef ég má sletta,“ sagði Finnur. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Haukar 91-69 | Fimm heimasigrar hjá ÍR í röð ÍR-ingar unnu góðan sigur á Haukum í kvöld í Hertz hellinum 89-69 í leik þar sem heimamenn sýndu að þeir vildu vinna leikinn mikið meira en gestirnir. 16. febrúar 2017 22:00 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” Sjá meira
Þau voru ekki flókin svörin sem Finnur Atli Magnússon leikmaður Hauka gaf blaðamanni þegar hann var spurður að því hvort það væri hægt að útskýra tapið fyrir ÍR með einhverjum hætti. „Þetta var bara lélegt frá A til Ö.“ Hann var því næst spurður að því hvort Haukar hafi ekki verið tilbúnir í slaginn fyrir leik eða hvort þeir hafi vanmetið getu ÍR-inga. „Hvernig getum við sem lið í 10. sæti, vanmetið nokkuð lið í deildinni. Það vantar þá eitthvað í hausinn á okkur ef það er raunin eftir einhverja sex sigurleiki hjá okkur í deildinni,“ sagði Finnur. „Ég veit ekki hvað ég á að segja eftir þennan leik. Við spiluðum illa í fyrri hálfleik en vorum ekki nema fjórum stigum undir og allir voru að peppa alla í klefanum og það hljómar allt ógeðslega vel en þegar við komum út og erum slegnir og þeir tala aðeins skít við okkur þá verðum við eins og litlir krakkar. Þeir fengu að gera það sem þeir vildu og við hentum boltanum í burtu, menn sem halda því fram að þeir eigi heima í einhverjum landsliðshópum þeir voru óeðlilega lélegir í dag. „Það var svo margt sem var að í dag, við hendum boltanum allt of oft í burtu en æfingarnar eru búnar að vera mjög flottar og erum að koma nýjum Kana inn í þetta. Hann gerði sitt besta og er það sem okkur vantar, smá kjöt inn í teiginn. Við vorum hinsvegar allir á hælunum eins og þeir segja.“ Finnur var að lokum spurður út í framhaldið í deildinni og hvað Haukar geta gert til að snúa dæminu við. „Við verðum bara að spila betur, við getum það vel. Ég er ekki að segja að við séum betri en ÍR en við erum ekki 22 stigum verri en þeir, erum held ég ekki 20 og eitthvað stigum verri en nokkurt lið í deildinni en við verðum bara að skoða okkar mál og fara yfir hvað við getum gert betur og mannað okkur upp eins og einhver sagði. Með þessari spilamennsku hefðum við ekki unnið 10. flokkinn sem ég og Helena erum að þjálfa. Plain and simple eins og maður segir á ensku, ef ég má sletta,“ sagði Finnur.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Haukar 91-69 | Fimm heimasigrar hjá ÍR í röð ÍR-ingar unnu góðan sigur á Haukum í kvöld í Hertz hellinum 89-69 í leik þar sem heimamenn sýndu að þeir vildu vinna leikinn mikið meira en gestirnir. 16. febrúar 2017 22:00 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Haukar 91-69 | Fimm heimasigrar hjá ÍR í röð ÍR-ingar unnu góðan sigur á Haukum í kvöld í Hertz hellinum 89-69 í leik þar sem heimamenn sýndu að þeir vildu vinna leikinn mikið meira en gestirnir. 16. febrúar 2017 22:00