Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Þór Ak. 73-68 | Þorlákshafnarbúar unnu Þórsslaginn Sindri Ágústsson í Iceland Glacial-höllinni í Þorlákshöfn skrifar 19. febrúar 2017 21:45 Tobin Carberry skoraði 31 stig og tók 16 fráköst. vísir/eyþór Þórsarar úr Þorlákshöfn unnu nafna sína frá Akureyri, 73-68, þegar liðin mættust í 18. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Ingvi Rafn Ingvarsson kom Þór Ak. yfir með þristi, 65-68, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Það reyndust vera síðustu stig Akureyringa í leiknum. Á meðan skoruðu heimamenn átta stig í röð og tryggðu sér sigurinn. Tobin Carberry átti stórleik fyrir Þór Þ. og skoraði 31 stig og tók 16 fráköst. George Beamon var með 17 stig og 10 fráköst í liði Þórs Ak.Afhverju vann Þór Þorlákshöfn? Fyrir leik var vitað að þetta yrði hörku leikur, það sást bara með því að skoða það að bæði lið voru kominn með 18 stig. Leikurinn var líka jafn allan leikin og það sást að þessi lið væru jöfn en heimamenn áttu góðan kafla undir lok leiks sem kláraði þennan leik fyrir þá. Víti undir leiks lok var það sem skóp sigurinn fyrir heimamenn. Emil Karel og Tobin Carberry voru ískaldir þegar þeir fóru á línuna í tvem síðustu sóknum heimamanna og settu þeir báðir bæði vítin sín niður, það var virkilega mikilvægt fyrir Þórsara. Tobin Carberry var síðan auðvitað ein stærsta ástæðan fyrir því að heimamenn náðu að sækja stigin tvö, hann skoraði 31 stig og tók 16 fráköst.Bestu menn vallarins? Lang besti maðurinn á vellinum var auðvitað hinn magnaði Tobin Carberry. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann er besti maðurinn á vellinum, hann er búinn að vera frábær í allan vetur og hann hélt því áfram í kvöld. George Beamon var bestur hjá gestunum, hann var frábær í fyrri hálfleik og náði að skora 15 stig bara í fyrstu 2 leikhlutunum. Seinni hálfleikurinn hjá honum var ekki jafn góður og endaði hann aðeins með 17 stig og tók hann 10 fráköst að auki. Aðrir leikmenn sem áttu fínan leik voru Ragnar Helgi og Tryggvi hjá gestunum. Hjá heimamönnum var Ólafur Helgi og Maciej sem stóðu sig með prýði.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var í slappari kantinum og það var mikill sunnudags fýlingur yfir leiknum, allir rólegir og frekar slappir. Þriggja stiga skotin voru ekki alveg að detta nógu mikið niður og bæði lið voru með minna en 30 prósent þriggja stiga skotnýtingu.Þór Þ.-Þór Ak. 73-68 (20-14, 16-21, 20-21, 17-12)Þór Þ.: Tobin Carberry 31/16 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 12/10 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 11/7 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 7/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 6/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 6, Magnús Breki Þórðason 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Styrmir Snær Þrastarson 0, Erlendur Ágúst Stefánsson 0.Þór Ak.: George Beamon 17/10 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 14/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 10/5 fráköst, Darrel Keith Lewis 9/10 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Tryggvi Snær Hlinason 8/4 fráköst, Sindri Davíðsson 2, Jón Ágúst Eyjólfsson 0, Bjarni Rúnar Lárusson 0, Svavar Sigurður Sigurðarson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0, Arnór Jónsson 0.Emil Karel: Þetta var gífurlega mikilvægt Emil Karel, leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn, var virkilega sáttur með sigurinn í kvöld og sagði þetta hafi verið mjög mikilvægur sigur. „Þetta var gífurlega mikilvægt sérstaklega í ljósi þess að við séum alls ekki öryggir með að komast í úrslitakeppni þótt við séum í 5 eða 4 sæti, þetta er þéttur pakki og öll stig skipta máli.“ „Við vildum þetta klárlega meira í lokin og við fengum góð skot, settum vítin okkar í lokin og það kláraði leikinn,“ sagði Emil um hvað var það sem hjálpaði þeim að sigra leikinn.Benedikt: Verðum að frákasta betur Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs Akureyrar fannst svekkjandi að tapa leiknum svona rétt undir lokin. „Þetta ræðst bara rétt undir lokin og þá er alltaf mest svekkjandi að tapa, það er betra að tapa með 10 plús stigum svona fyrir framhaldið. En það var margt gott í þessu hjá okkur svo ég er ekkert fúll endilega en sárt að tapa þessu. „Mér fannst þeir taka alltof mikið af sóknar fráköstum hérna þannig að fráköstin voru ekki alveg nægilega góð hérna í vörninni og svo þegar við stigum út þá fengum við dæmda villu á okkur, þannig að við verðum að frákasta betur.“ Sagði Benedikt um hvað þarf að laga fyrir næstu leiki.Einar Árni: Þurfum að skjóta boltanum betur Einar Árni, þjálfari Þórs Þorlákshafnar var sáttur með stigin tvö í kvöld. „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur, það var vitað fyrir leik að þessi tvö stig væru dýrmætt eins og hver einasti leikur á þessum loka kafla en við erum nátturulega í hrúgu með Þór og fleirri liðum þannig að þetta var gríðar lega mikilvægur sigur. Þetta var langt frá því að vera fallegur körfubolti en ég tek sigrinum þó ég taki ekki mikil gæði úr þessu.“ „Við þurfum bara að ná hausnum á okkur í lag, við vorum þreytulegir á fimmtudaginn í Garðabæ og mér fannst við gera rosalega mikið af mistökum bæði í vörn og sókn. Svo þurfum við bara að skjóta boltanum betur, við fengum fullt af góðum skotum en þau voru bara ekki að detta nægilega vel,“ sagði Einar Árni um hvað þyrfti að laga fyrir næstu leiki. Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Þórsarar úr Þorlákshöfn unnu nafna sína frá Akureyri, 73-68, þegar liðin mættust í 18. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Ingvi Rafn Ingvarsson kom Þór Ak. yfir með þristi, 65-68, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Það reyndust vera síðustu stig Akureyringa í leiknum. Á meðan skoruðu heimamenn átta stig í röð og tryggðu sér sigurinn. Tobin Carberry átti stórleik fyrir Þór Þ. og skoraði 31 stig og tók 16 fráköst. George Beamon var með 17 stig og 10 fráköst í liði Þórs Ak.Afhverju vann Þór Þorlákshöfn? Fyrir leik var vitað að þetta yrði hörku leikur, það sást bara með því að skoða það að bæði lið voru kominn með 18 stig. Leikurinn var líka jafn allan leikin og það sást að þessi lið væru jöfn en heimamenn áttu góðan kafla undir lok leiks sem kláraði þennan leik fyrir þá. Víti undir leiks lok var það sem skóp sigurinn fyrir heimamenn. Emil Karel og Tobin Carberry voru ískaldir þegar þeir fóru á línuna í tvem síðustu sóknum heimamanna og settu þeir báðir bæði vítin sín niður, það var virkilega mikilvægt fyrir Þórsara. Tobin Carberry var síðan auðvitað ein stærsta ástæðan fyrir því að heimamenn náðu að sækja stigin tvö, hann skoraði 31 stig og tók 16 fráköst.Bestu menn vallarins? Lang besti maðurinn á vellinum var auðvitað hinn magnaði Tobin Carberry. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann er besti maðurinn á vellinum, hann er búinn að vera frábær í allan vetur og hann hélt því áfram í kvöld. George Beamon var bestur hjá gestunum, hann var frábær í fyrri hálfleik og náði að skora 15 stig bara í fyrstu 2 leikhlutunum. Seinni hálfleikurinn hjá honum var ekki jafn góður og endaði hann aðeins með 17 stig og tók hann 10 fráköst að auki. Aðrir leikmenn sem áttu fínan leik voru Ragnar Helgi og Tryggvi hjá gestunum. Hjá heimamönnum var Ólafur Helgi og Maciej sem stóðu sig með prýði.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var í slappari kantinum og það var mikill sunnudags fýlingur yfir leiknum, allir rólegir og frekar slappir. Þriggja stiga skotin voru ekki alveg að detta nógu mikið niður og bæði lið voru með minna en 30 prósent þriggja stiga skotnýtingu.Þór Þ.-Þór Ak. 73-68 (20-14, 16-21, 20-21, 17-12)Þór Þ.: Tobin Carberry 31/16 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 12/10 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 11/7 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 7/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 6/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 6, Magnús Breki Þórðason 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Styrmir Snær Þrastarson 0, Erlendur Ágúst Stefánsson 0.Þór Ak.: George Beamon 17/10 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 14/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 10/5 fráköst, Darrel Keith Lewis 9/10 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Tryggvi Snær Hlinason 8/4 fráköst, Sindri Davíðsson 2, Jón Ágúst Eyjólfsson 0, Bjarni Rúnar Lárusson 0, Svavar Sigurður Sigurðarson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0, Arnór Jónsson 0.Emil Karel: Þetta var gífurlega mikilvægt Emil Karel, leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn, var virkilega sáttur með sigurinn í kvöld og sagði þetta hafi verið mjög mikilvægur sigur. „Þetta var gífurlega mikilvægt sérstaklega í ljósi þess að við séum alls ekki öryggir með að komast í úrslitakeppni þótt við séum í 5 eða 4 sæti, þetta er þéttur pakki og öll stig skipta máli.“ „Við vildum þetta klárlega meira í lokin og við fengum góð skot, settum vítin okkar í lokin og það kláraði leikinn,“ sagði Emil um hvað var það sem hjálpaði þeim að sigra leikinn.Benedikt: Verðum að frákasta betur Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs Akureyrar fannst svekkjandi að tapa leiknum svona rétt undir lokin. „Þetta ræðst bara rétt undir lokin og þá er alltaf mest svekkjandi að tapa, það er betra að tapa með 10 plús stigum svona fyrir framhaldið. En það var margt gott í þessu hjá okkur svo ég er ekkert fúll endilega en sárt að tapa þessu. „Mér fannst þeir taka alltof mikið af sóknar fráköstum hérna þannig að fráköstin voru ekki alveg nægilega góð hérna í vörninni og svo þegar við stigum út þá fengum við dæmda villu á okkur, þannig að við verðum að frákasta betur.“ Sagði Benedikt um hvað þarf að laga fyrir næstu leiki.Einar Árni: Þurfum að skjóta boltanum betur Einar Árni, þjálfari Þórs Þorlákshafnar var sáttur með stigin tvö í kvöld. „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur, það var vitað fyrir leik að þessi tvö stig væru dýrmætt eins og hver einasti leikur á þessum loka kafla en við erum nátturulega í hrúgu með Þór og fleirri liðum þannig að þetta var gríðar lega mikilvægur sigur. Þetta var langt frá því að vera fallegur körfubolti en ég tek sigrinum þó ég taki ekki mikil gæði úr þessu.“ „Við þurfum bara að ná hausnum á okkur í lag, við vorum þreytulegir á fimmtudaginn í Garðabæ og mér fannst við gera rosalega mikið af mistökum bæði í vörn og sókn. Svo þurfum við bara að skjóta boltanum betur, við fengum fullt af góðum skotum en þau voru bara ekki að detta nægilega vel,“ sagði Einar Árni um hvað þyrfti að laga fyrir næstu leiki.
Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira