Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Svavar Hávarðsson skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Á áttundu milljón manna búa í Hong Kong sem er í kallfæri við Kína – eins og myndin sýnir. vísir/epa Markaðsrannsókn sýnir mikinn áhuga asískra ferðamanna á beinu flugi til Íslands. Ferðavefritið Anna.aero valdi flugleiðina Keflavík-Hong Kong sem „óflognu flugleið vikunnar“ nýlega og byggði á leitarniðurstöðum frá ferðabókunarrisanum SkyScanner. Þessi niðurstaða er þannig tilkomin að Anna.aero leitaði til Isavia og fór þess á leit að listaðar yrðu upp nokkrar flugleiðir sem Isavia renndi hýru auga til. Þegar sá listi lá fyrir var hann borinn undir SkyScanner sem nýtti gögn sín til að kanna áhuga ferðalanga. Niðurstaðan var að mesti áhuginn var á leggnum á milli milljónaborgarinnar Hong Kong og Íslands, og var leitað 230.000 sinnum að þessari leið á nýliðnu ári. Þess má geta að ferðabókunarsíðan þjónustar rúmlega 60 milljónir manna á hverjum mánuði.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það ekkert launungarmál að Isavia hafi sett sér það markmið að reyna að fá flugfélög til að fljúga beint frá Asíu til Íslands. Finnair hefur bráðlega beint flug á milli Helsinki og Keflavíkur sem mun bæta samgöngurnar til Asíu mikið, en beint flug sé vissulega lokatakmarkið. Niðurstaða könnunarinnar staðfesti greinilegan áhuga á Íslandi hjá ferðamönnum í Asíu, en eins megi líta til þeirra tækifæra sem flugleið sem þessi myndi gefa íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum við að opna nýja ferskfiskmarkaði – og þá jafnvel í Hong Kong. Leiðin yrði alltaf farin á langdrægum breiðþotum, sem geta auðveldlega flutt mikið magn af fiski í beinu farþegaflugi. Í grein Anna.aero er talið líklegast að flugfélagið Cathay Pacific myndi bæta flugleiðinni við leiðakerfi sitt, en félagið flýgur nú þegar til 13 áfangastaða í Evrópu. Eins er minnst á Icelandair. Í því sambandi er þó vert að minnast á yfirlýstan áhuga Skúla Mogensen á því að WOW air tengi Ísland við Asíu – nokkuð sem hann segir að sé „aðeins spurning um tíma“, og verði að veruleika á allra næstu árum. Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, víkur að því í viðtali við Anna.aero að nú þegar fjölgi ferðamönnum frá Asíu hratt hérlendis. Hlynur bendir á að þegar flugleiðir frá Asíu eru bornar saman þá tekur aðeins klukkustund lengur að fljúga til Keflavíkur en til Kaupmannahafnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Markaðsrannsókn sýnir mikinn áhuga asískra ferðamanna á beinu flugi til Íslands. Ferðavefritið Anna.aero valdi flugleiðina Keflavík-Hong Kong sem „óflognu flugleið vikunnar“ nýlega og byggði á leitarniðurstöðum frá ferðabókunarrisanum SkyScanner. Þessi niðurstaða er þannig tilkomin að Anna.aero leitaði til Isavia og fór þess á leit að listaðar yrðu upp nokkrar flugleiðir sem Isavia renndi hýru auga til. Þegar sá listi lá fyrir var hann borinn undir SkyScanner sem nýtti gögn sín til að kanna áhuga ferðalanga. Niðurstaðan var að mesti áhuginn var á leggnum á milli milljónaborgarinnar Hong Kong og Íslands, og var leitað 230.000 sinnum að þessari leið á nýliðnu ári. Þess má geta að ferðabókunarsíðan þjónustar rúmlega 60 milljónir manna á hverjum mánuði.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það ekkert launungarmál að Isavia hafi sett sér það markmið að reyna að fá flugfélög til að fljúga beint frá Asíu til Íslands. Finnair hefur bráðlega beint flug á milli Helsinki og Keflavíkur sem mun bæta samgöngurnar til Asíu mikið, en beint flug sé vissulega lokatakmarkið. Niðurstaða könnunarinnar staðfesti greinilegan áhuga á Íslandi hjá ferðamönnum í Asíu, en eins megi líta til þeirra tækifæra sem flugleið sem þessi myndi gefa íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum við að opna nýja ferskfiskmarkaði – og þá jafnvel í Hong Kong. Leiðin yrði alltaf farin á langdrægum breiðþotum, sem geta auðveldlega flutt mikið magn af fiski í beinu farþegaflugi. Í grein Anna.aero er talið líklegast að flugfélagið Cathay Pacific myndi bæta flugleiðinni við leiðakerfi sitt, en félagið flýgur nú þegar til 13 áfangastaða í Evrópu. Eins er minnst á Icelandair. Í því sambandi er þó vert að minnast á yfirlýstan áhuga Skúla Mogensen á því að WOW air tengi Ísland við Asíu – nokkuð sem hann segir að sé „aðeins spurning um tíma“, og verði að veruleika á allra næstu árum. Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, víkur að því í viðtali við Anna.aero að nú þegar fjölgi ferðamönnum frá Asíu hratt hérlendis. Hlynur bendir á að þegar flugleiðir frá Asíu eru bornar saman þá tekur aðeins klukkustund lengur að fljúga til Keflavíkur en til Kaupmannahafnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira