Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Haraldur Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2017 10:09 Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. Gengi bréfa félagsins nemur nú 16,5 krónum á hlut og hafa þau því lækkað um 58 prósent frá apríl 2016. Velta með bréf félagsins nú í morgun nemur þegar þessi frétt er skrifuð 217 milljónum króna. Fyrirtækið, sem er skráð á Aðalamarkað Kauphallar Íslands, sendi frá sér afkomuviðvörun rétt fyrir opnun markaða þar sem kom fram að EBITDA fyrirtækisins, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, lækki umtalsvert á árinu 21017 og verði á bilinu 140 til 150 milljónir Bandaríkjadala. Til samanburðar er áætluð EBITDA félagsins fyrir síðasta ár um og yfir 210 milljónir dala. Bókanir væru hægari en gert hefði verið ráð fyrir og meðalfargjöld á mörkuðum lækkað umfram spár. Þá voru einnig taldir upp áhrifaþættir eins og breytingar í alþjóðastjórnmálum, þróun gjaldmiðla á óhagstæðan máta og hækkun olíuverðs. „Þessa þróun má einkum rekja til aukinnar samkeppni en einnig má leiða líkur að því að óvissa vegna breytinga í alþjóðastjórnmálum hafi áhrif á eftirspurn. Að auki hafa gjaldmiðlar þróast á óhagstæðan máta miðað við fyrra ár, olíuverð hefur hækkað og verkfall í sjávarútvegi hefur neikvæð áhrif á frakstarfsemi félagsins. Á móti kemur að horfur í hótelstarfsemi Icelandair Group eru góðar,“ segir í tilkynningunni og þar tekið fram að félagið sé vel í stakk búið til að takast á við þær sveiflur sem nú eigi sér stað í rekstrarumhverfi þess. „Miðað við núverandi forsendur gerir félagið ráð fyrir að EBITDA ársins 2017 verði 140-150 milljónir Bandaríkjadala. Gert er ráð fyrir að verð á þotueldsneyti (án tillits til varna) verði 540 USD/tonn að meðaltali, gengi EUR gagnvart USD verði að meðaltali 1,07 og gengisvísitala íslensku krónunnar verði 164 að meðaltali á árinu 2017.“Uppfært kl. 11:25: Velta með bréfin nemur nú 821 milljón króna og lækkun þeirra stendur í 23,5 prósentum. Gengi bréfanna er 16,8 krónur á hlut. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Aðeins ein taska innifalin í flugfargjaldi til Norður-Ameríku Ástæðan fyrir þessum breytingum er samræming farangursreglna og vilji til að einfalda ferla. Fyrirtækið hafi viljað lækka fargjöld á þessum leiðum og því verði ein taska innifalin í fluggjaldinu líkt og um Evrópuflug sé að ræða. 14. janúar 2017 18:56 Þrettán fyrirtæki kostuðu þjóðargjöf og forstjórar sátu veislu drottningar Dönsk þýðing allra Íslendingasagna ratar á bókasöfn Danmerkur. Forseti afhenti gjöfina. Útgefandi ritsafnsins segist himinlifandi yfir að unnt hafi verið að færa Dönum gjöfina. Þrettán fyrirtæki borguðu saman tuttugu milljónir króna. 27. janúar 2017 07:00 Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. Gengi bréfa félagsins nemur nú 16,5 krónum á hlut og hafa þau því lækkað um 58 prósent frá apríl 2016. Velta með bréf félagsins nú í morgun nemur þegar þessi frétt er skrifuð 217 milljónum króna. Fyrirtækið, sem er skráð á Aðalamarkað Kauphallar Íslands, sendi frá sér afkomuviðvörun rétt fyrir opnun markaða þar sem kom fram að EBITDA fyrirtækisins, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, lækki umtalsvert á árinu 21017 og verði á bilinu 140 til 150 milljónir Bandaríkjadala. Til samanburðar er áætluð EBITDA félagsins fyrir síðasta ár um og yfir 210 milljónir dala. Bókanir væru hægari en gert hefði verið ráð fyrir og meðalfargjöld á mörkuðum lækkað umfram spár. Þá voru einnig taldir upp áhrifaþættir eins og breytingar í alþjóðastjórnmálum, þróun gjaldmiðla á óhagstæðan máta og hækkun olíuverðs. „Þessa þróun má einkum rekja til aukinnar samkeppni en einnig má leiða líkur að því að óvissa vegna breytinga í alþjóðastjórnmálum hafi áhrif á eftirspurn. Að auki hafa gjaldmiðlar þróast á óhagstæðan máta miðað við fyrra ár, olíuverð hefur hækkað og verkfall í sjávarútvegi hefur neikvæð áhrif á frakstarfsemi félagsins. Á móti kemur að horfur í hótelstarfsemi Icelandair Group eru góðar,“ segir í tilkynningunni og þar tekið fram að félagið sé vel í stakk búið til að takast á við þær sveiflur sem nú eigi sér stað í rekstrarumhverfi þess. „Miðað við núverandi forsendur gerir félagið ráð fyrir að EBITDA ársins 2017 verði 140-150 milljónir Bandaríkjadala. Gert er ráð fyrir að verð á þotueldsneyti (án tillits til varna) verði 540 USD/tonn að meðaltali, gengi EUR gagnvart USD verði að meðaltali 1,07 og gengisvísitala íslensku krónunnar verði 164 að meðaltali á árinu 2017.“Uppfært kl. 11:25: Velta með bréfin nemur nú 821 milljón króna og lækkun þeirra stendur í 23,5 prósentum. Gengi bréfanna er 16,8 krónur á hlut.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Aðeins ein taska innifalin í flugfargjaldi til Norður-Ameríku Ástæðan fyrir þessum breytingum er samræming farangursreglna og vilji til að einfalda ferla. Fyrirtækið hafi viljað lækka fargjöld á þessum leiðum og því verði ein taska innifalin í fluggjaldinu líkt og um Evrópuflug sé að ræða. 14. janúar 2017 18:56 Þrettán fyrirtæki kostuðu þjóðargjöf og forstjórar sátu veislu drottningar Dönsk þýðing allra Íslendingasagna ratar á bókasöfn Danmerkur. Forseti afhenti gjöfina. Útgefandi ritsafnsins segist himinlifandi yfir að unnt hafi verið að færa Dönum gjöfina. Þrettán fyrirtæki borguðu saman tuttugu milljónir króna. 27. janúar 2017 07:00 Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Aðeins ein taska innifalin í flugfargjaldi til Norður-Ameríku Ástæðan fyrir þessum breytingum er samræming farangursreglna og vilji til að einfalda ferla. Fyrirtækið hafi viljað lækka fargjöld á þessum leiðum og því verði ein taska innifalin í fluggjaldinu líkt og um Evrópuflug sé að ræða. 14. janúar 2017 18:56
Þrettán fyrirtæki kostuðu þjóðargjöf og forstjórar sátu veislu drottningar Dönsk þýðing allra Íslendingasagna ratar á bókasöfn Danmerkur. Forseti afhenti gjöfina. Útgefandi ritsafnsins segist himinlifandi yfir að unnt hafi verið að færa Dönum gjöfina. Þrettán fyrirtæki borguðu saman tuttugu milljónir króna. 27. janúar 2017 07:00
Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00