Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 84-55 | Öruggur Keflavíkursigur í grannaslagnum Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni í Keflavík skrifar 1. febrúar 2017 21:15 Keflavík vann afar öruggan sigur á Njarðvík þegar liðin mættust í 19. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta. Lokatölur 84-55, Keflavík í vil. Staða liðanna í deildinni er óbreytt eftir umferðina. Keflavík er áfram í 3. sætinu og Njarðvík í því sjötta. Leikurinn var nokkuð jafn í 1. leikhluta en í 2. leikhluta skildu leiðir. Njarðvíkingar réðu ekkert við sterka liðsheild Keflavíkur. Carmen Tyson-Thomas skoraði 26 stig fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik en hinar í liðinu aðeins fimm stig samanlagt. Staðan í hálfleik 47-31, Keflavík í vil. Í 3. leikhluta jókst munurinn enn frekar. Keflavíkurvörnin var gríðarlega sterk og Njarðvík skoraði aðeins átta stig í leikhlutanum. Staðan að honum loknum 64-39, heimakonum í vil. Fjórði leikhlutinn var svo aðeins formsatriði sem þurfti að klára. Á endanum munaði 29 stigum á liðunum, 84-55.Af hverju vann Keflavík? Keflavíkingar voru einfaldlega sterkari á öllum sviðum leiksins í kvöld. Fyrsti leikhlutinn var nokkuð jafn en í 2. leikhluta hertu Keflvíkingar vörnina sem skipti sköpum. Á meðan Tyson-Thomas var í algjöru aðalhlutverki í sóknarleik Njarðvíkur voru margir Keflvíkingar sem lögðu hönd á plóg. Til marks um það fékk liðið 43 stig af bekknum í kvöld.Þessar stóðu upp úr: Tyson-Thomas var frábær í fyrri hálfleik en stimplaði sig út í 3. leikhluta þegar Emelía Ósk Gunnarsdóttir fór að spila stífa vörn á hana. Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 20 stig en hún átti frábæra innkomu af bekknum. Leikmaður sem er með flottar hreyfingar undir körfunni og getur líka skotið fyrir utan. Annars var það liðsheildin sem skilaði þessum sigri hjá Keflavík sem er aftur komið á sigurbraut eftir smá hikst að undanförnu.Tölfræðin sem vakti athygli: Tyson-Thomas skoraði 34 af 55 stigum Njarðvíkur í leiknum. Allir hinir leikmennirnir skoruðu samtals 21 stig og hittu skelfilega. Þá tók Keflavík 32 vítaskot í leiknum en Njarðvík aðeins fimmtán.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkur var afar ómarkviss og óskilvirkur. Tyson-Thomas var, eins og venjulega, allt í öllu í Njarðvíkursókninni. Oft var eins og hún væri ein í liði en hún gaf ekki eina stoðsendingu í leiknum. Henni til varnar þá gátu samherjar hennar ekki klárað hin einföldustu færi. Njarðvík hefði þurft miklu meira framlag frá íslensku leikmönnunum sínum til að eiga möguleika á sigri í kvöld.Sverrir Þór: Það er enginn að stressa sig hér Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, hrósaði sínum stelpum eftir sigurinn örugga á Njarðvík í kvöld. „Ég er mjög ánægður með hópinn. Það voru stelpur sem komu sterkar inn af bekknum. Við gerðum þetta vel og spiluðum fína vörn. Við vitum að Carmen [Tyson-Thomas] skorar alltaf helling og ég hefði viljað að nýtingin hennar væri aðeins verri. Í fyrri hálfleik hitti hún helvíti vel,“ sagði Sverrir eftir leik. „Þetta var flottur liðssigur hjá okkur og það var gott flæði í sókninni.“ Sverrir nýtti hópinn sinn vel í kvöld og spilaði á 10 leikmönnum á meðan leikurinn var spennandi. Alls fékk Keflavík 43 stig af bekknum í kvöld. Varnarleikur liðsins var sterkur og hann skilaði mörgum hraðaupphlaupum. „Þegar við gerum það sem við viljum í vörninni, stoppa og frákasta, fáum við hraðaupphlaup. Í fyrri hálfleiknum hefðum við getað gert miklu betur. Við létum þær taka erfið skot en þær tóku alltof mörg sóknarfráköst. Það gekk töluvert betur í seinni hálfleik,“ sagði Sverrir. Fyrir leikinn í kvöld var Keflavík búið að tapa þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. En er liðið núna komið á beinu brautina? „Ég held að við séum bara á svipuðu róli og við höfum verið á í vetur. Við erum búnar að spila marga jafna leiki. Suma leikina höfum við klárað seint en annað datt ekki fyrir okkur. Það er enginn að stressa sig hérna, við höldum bara áfram,“ sagði Sverrir að lokum.Bein lýsing: Keflavík - Njarðvík Dominos-deild kvenna Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Keflavík vann afar öruggan sigur á Njarðvík þegar liðin mættust í 19. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta. Lokatölur 84-55, Keflavík í vil. Staða liðanna í deildinni er óbreytt eftir umferðina. Keflavík er áfram í 3. sætinu og Njarðvík í því sjötta. Leikurinn var nokkuð jafn í 1. leikhluta en í 2. leikhluta skildu leiðir. Njarðvíkingar réðu ekkert við sterka liðsheild Keflavíkur. Carmen Tyson-Thomas skoraði 26 stig fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik en hinar í liðinu aðeins fimm stig samanlagt. Staðan í hálfleik 47-31, Keflavík í vil. Í 3. leikhluta jókst munurinn enn frekar. Keflavíkurvörnin var gríðarlega sterk og Njarðvík skoraði aðeins átta stig í leikhlutanum. Staðan að honum loknum 64-39, heimakonum í vil. Fjórði leikhlutinn var svo aðeins formsatriði sem þurfti að klára. Á endanum munaði 29 stigum á liðunum, 84-55.Af hverju vann Keflavík? Keflavíkingar voru einfaldlega sterkari á öllum sviðum leiksins í kvöld. Fyrsti leikhlutinn var nokkuð jafn en í 2. leikhluta hertu Keflvíkingar vörnina sem skipti sköpum. Á meðan Tyson-Thomas var í algjöru aðalhlutverki í sóknarleik Njarðvíkur voru margir Keflvíkingar sem lögðu hönd á plóg. Til marks um það fékk liðið 43 stig af bekknum í kvöld.Þessar stóðu upp úr: Tyson-Thomas var frábær í fyrri hálfleik en stimplaði sig út í 3. leikhluta þegar Emelía Ósk Gunnarsdóttir fór að spila stífa vörn á hana. Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 20 stig en hún átti frábæra innkomu af bekknum. Leikmaður sem er með flottar hreyfingar undir körfunni og getur líka skotið fyrir utan. Annars var það liðsheildin sem skilaði þessum sigri hjá Keflavík sem er aftur komið á sigurbraut eftir smá hikst að undanförnu.Tölfræðin sem vakti athygli: Tyson-Thomas skoraði 34 af 55 stigum Njarðvíkur í leiknum. Allir hinir leikmennirnir skoruðu samtals 21 stig og hittu skelfilega. Þá tók Keflavík 32 vítaskot í leiknum en Njarðvík aðeins fimmtán.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkur var afar ómarkviss og óskilvirkur. Tyson-Thomas var, eins og venjulega, allt í öllu í Njarðvíkursókninni. Oft var eins og hún væri ein í liði en hún gaf ekki eina stoðsendingu í leiknum. Henni til varnar þá gátu samherjar hennar ekki klárað hin einföldustu færi. Njarðvík hefði þurft miklu meira framlag frá íslensku leikmönnunum sínum til að eiga möguleika á sigri í kvöld.Sverrir Þór: Það er enginn að stressa sig hér Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, hrósaði sínum stelpum eftir sigurinn örugga á Njarðvík í kvöld. „Ég er mjög ánægður með hópinn. Það voru stelpur sem komu sterkar inn af bekknum. Við gerðum þetta vel og spiluðum fína vörn. Við vitum að Carmen [Tyson-Thomas] skorar alltaf helling og ég hefði viljað að nýtingin hennar væri aðeins verri. Í fyrri hálfleik hitti hún helvíti vel,“ sagði Sverrir eftir leik. „Þetta var flottur liðssigur hjá okkur og það var gott flæði í sókninni.“ Sverrir nýtti hópinn sinn vel í kvöld og spilaði á 10 leikmönnum á meðan leikurinn var spennandi. Alls fékk Keflavík 43 stig af bekknum í kvöld. Varnarleikur liðsins var sterkur og hann skilaði mörgum hraðaupphlaupum. „Þegar við gerum það sem við viljum í vörninni, stoppa og frákasta, fáum við hraðaupphlaup. Í fyrri hálfleiknum hefðum við getað gert miklu betur. Við létum þær taka erfið skot en þær tóku alltof mörg sóknarfráköst. Það gekk töluvert betur í seinni hálfleik,“ sagði Sverrir. Fyrir leikinn í kvöld var Keflavík búið að tapa þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. En er liðið núna komið á beinu brautina? „Ég held að við séum bara á svipuðu róli og við höfum verið á í vetur. Við erum búnar að spila marga jafna leiki. Suma leikina höfum við klárað seint en annað datt ekki fyrir okkur. Það er enginn að stressa sig hérna, við höldum bara áfram,“ sagði Sverrir að lokum.Bein lýsing: Keflavík - Njarðvík
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira