Öld öfganna Tryggvi Gíslason skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Árið 1944 kom út á ensku bókin Age of Extremes eftir Eric Hobsbawm. Bókin kom út í íslenskri þýðingu 1999 og var nefnd Öld öfganna, saga heimsins á 20. öld. Eric Hobsbawm fæddist í Alexandríu 1917 – á dögum breska heimsveldisins, en ólst upp í Vínarborg og Berlín. Hann var af gyðingaættum og í Berlín varð hann vitni að valdatöku Hitlers 1933. Þá fluttist hann til Bretlands, las sagnfræði við King´s College í Cambridge, mótaðist af Marxisma og varð einn af stofnendum tímaritsins Past and Present 1952 sem hafði mikil áhrif á viðhorf í sagnfræði. Hobsbawm kenndi lengi sagnfræði við London University og voru einkunnarorð hans: „Hlutverk sagnfræðinga er að muna það sem aðrir gleyma.“ Tuttugasta öld er mesta framfaraskeið í sögu mannkyns en um leið skeið mestu grimmdarverka sem sögur fara af, öld glundroða, örbyrgðar og siðleysis, öld göfugra hugsjóna, menningarafreka og mikilla lífsgæða hjá hluta jarðarbúa en hungurs og dauða hjá íbúum þriðja heimsins. Öldin var einnig öld grimmdarverka og þjóðarmorða sem eiga sér fáar hliðstæður. Háð voru langvinn stríð þar sem drepnir voru mun fleiri óbreyttir borgarar, konur og börn, en hermenn.Öld andstæðna og grimmdar Nú er risin ný öld, sem margir bundu vonir við. Enn eru þó háð grimmileg stríð og réttur einstaklinga fyrir borð borinn. Fleiri eru nú á flótta undan harðrétti, rangsleitni og fátækt en nokkru sinni. Þá vekur tilhneiging í stjórnmálum meðal voldugustu þjóða heims ugg í brjósti, nú síðast framferði Trumps í Bandaríkjunum, og aukið fylgi öfgaflokka í Þýskalandi, Frakklandi og Austurríki – að ekki sé talað um framferði Rússlands undir stjórn Pútíns en í því landi hefur misrétti og yfirgangur viðgengist frá ómunatíð. Alþýðulýðveldið Kína, þar sem býr fimmtungur jarðarbúa, er farið að haga sér í samræmi við reglur auðvaldsins, auk þess sem tilhneiging til að leggja undir sig lönd og þjóðir hefur einkennt stjórnarhætti Kínverja lengi.Kenningar um frið og bræðralag Kristin trú, gyðingdómur og íslam, sem merkir „friður”, boða frið og bræðralag – frið á jörðu. Fimm reglur búddismans að góðu líferni kveða á um, að ekki skuli drepa, ekki stela og ekki ljúga, eins og í öðrum megintrúarbrögðum heimsins. Engu að síður standa samtök kristinna manna, gyðinga – að ekki sé talað um samtök múslíma – fyrir ofbeldi og manndrápum víða um heim, þótt alls staðar séu þar minnihlutahópar á ferð.Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Markmið með stofnun þeirra var að varðveita frið og öryggi, efla vinsamlega sambúð þjóða byggða á virðingu fyrir jafnrétti og sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga og þjóða, koma á samvinnu um lausn alþjóðavandamála og stuðla að virðingu fyrir mannréttindum án tillits til kynþáttar, kyns, tungu eða trúarbragða. Sameinuðu þjóðirnar ráða ekki sjálfar yfir herliði og þurfa aðildarríkin því að bjóða fram herlið og aðra aðstoð. Öryggisráðið mælir með aðgerðum til lausnar deilum milli ríkja – eða átökum innan ríkja og getur ákveðið að senda friðargæslulið á átakasvæði. Ráðið getur einnig falið ríkjum að beita þvingunaraðgerðum, efnahagslegum refsiaðgerðum eða gripið til sameiginlegra hernaðaraðgerða gegn árásaraðila.Neitunarvald Fimm ríki, sigurvegarar í síðari heimsstyrjöldinni, gegndu lykilhlutverki við stofnun Sameinuðu þjóðanna: Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Sovétríkin. Höfundar sáttmála Sameinuðu þjóðanna gerðu ráð fyrir að þessi fimm ríki héldu áfram að tryggja frið í heiminum og fengu þær því fastasæti í Öryggisráðinu. Auk þess var ákveðið að þau fengju neitunarvald í ráðinu, þannig að ef eitthvert þeirra greiddi atkvæði gegn tillögum um aðgerðir, gæti ráðið ekki samþykkt tillöguna. Þetta neitunarvald hefur verið gagnrýnt, enda reynst Akkillesarhæll í starfi samtakanna, og í tvo áratugi hefur verið reynt að finna leið til þess að höggva á þennan Gordíonshnút, en lítið hefur gengið, einkum vegna áhrifa frá voldugum vopnasölum heimsins. Margir telja skipan í Öryggisráðið, valdamestu stofnun Sameinuðu þjóðanna, endurspegla úrelta heimsmynd. M.a. hafi ríki Evrópu meiri völd en ríki annarra heimsálfa. Þriðjungur fulltrúa í Öryggisráðinu kemur frá Evrópu, enda þótt ríki þar séu aðeins fimmtungur aðildarríkjanna sem eru 193. Auk fastafulltrúa Kína í ráðinu eru aðeins tveir fulltrúar frá Asíu, kjörnir til tveggja ára. Ríki Afríku eiga engan fastafulltrúa en þrír fulltrúar eru kjörnir til tveggja ára. Afríka og Asía eiga því aðeins sex fulltrúa í Öryggisráðinu þótt ríki úr þessum heimsálfum séu helmingur aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna.Menning, listir og mannúð Þrátt fyrir misrétti, manndráp og ofbeldi blómstrar menning og listir um allan heim: myndlist, bókmenntir, leiklist að ógleymdri tónlist af ýmsu tagi. Auk þess vinna mannúðarsamtök og samtök sjálfboðaliða ómetanlegt starf. Þá hefur menntun aukist á öllum sviðum og tækni opnað nýjar leiðir í atvinnulífi, framleiðslu og tómstundum. Komin er fram tækni sem á eftir að leysa flestan þann vanda sem stafar af hlýnun jarðar, en hitasveiflur á jörðinni eru ekki nýtt fyrirbæri. Á Íslandi vex upp kynslóð sem er betur menntuð en nokkur fyrri kynslóð á þessu kalda landi, sem var eitt fátækasta land í Evrópu fyrir einni öld en er nú meðal ríkustu þjóða heims. Því má segja að Ísland hafi ferðast þúsund ár á einni öld. Við lifum því enn á öld öfganna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 1944 kom út á ensku bókin Age of Extremes eftir Eric Hobsbawm. Bókin kom út í íslenskri þýðingu 1999 og var nefnd Öld öfganna, saga heimsins á 20. öld. Eric Hobsbawm fæddist í Alexandríu 1917 – á dögum breska heimsveldisins, en ólst upp í Vínarborg og Berlín. Hann var af gyðingaættum og í Berlín varð hann vitni að valdatöku Hitlers 1933. Þá fluttist hann til Bretlands, las sagnfræði við King´s College í Cambridge, mótaðist af Marxisma og varð einn af stofnendum tímaritsins Past and Present 1952 sem hafði mikil áhrif á viðhorf í sagnfræði. Hobsbawm kenndi lengi sagnfræði við London University og voru einkunnarorð hans: „Hlutverk sagnfræðinga er að muna það sem aðrir gleyma.“ Tuttugasta öld er mesta framfaraskeið í sögu mannkyns en um leið skeið mestu grimmdarverka sem sögur fara af, öld glundroða, örbyrgðar og siðleysis, öld göfugra hugsjóna, menningarafreka og mikilla lífsgæða hjá hluta jarðarbúa en hungurs og dauða hjá íbúum þriðja heimsins. Öldin var einnig öld grimmdarverka og þjóðarmorða sem eiga sér fáar hliðstæður. Háð voru langvinn stríð þar sem drepnir voru mun fleiri óbreyttir borgarar, konur og börn, en hermenn.Öld andstæðna og grimmdar Nú er risin ný öld, sem margir bundu vonir við. Enn eru þó háð grimmileg stríð og réttur einstaklinga fyrir borð borinn. Fleiri eru nú á flótta undan harðrétti, rangsleitni og fátækt en nokkru sinni. Þá vekur tilhneiging í stjórnmálum meðal voldugustu þjóða heims ugg í brjósti, nú síðast framferði Trumps í Bandaríkjunum, og aukið fylgi öfgaflokka í Þýskalandi, Frakklandi og Austurríki – að ekki sé talað um framferði Rússlands undir stjórn Pútíns en í því landi hefur misrétti og yfirgangur viðgengist frá ómunatíð. Alþýðulýðveldið Kína, þar sem býr fimmtungur jarðarbúa, er farið að haga sér í samræmi við reglur auðvaldsins, auk þess sem tilhneiging til að leggja undir sig lönd og þjóðir hefur einkennt stjórnarhætti Kínverja lengi.Kenningar um frið og bræðralag Kristin trú, gyðingdómur og íslam, sem merkir „friður”, boða frið og bræðralag – frið á jörðu. Fimm reglur búddismans að góðu líferni kveða á um, að ekki skuli drepa, ekki stela og ekki ljúga, eins og í öðrum megintrúarbrögðum heimsins. Engu að síður standa samtök kristinna manna, gyðinga – að ekki sé talað um samtök múslíma – fyrir ofbeldi og manndrápum víða um heim, þótt alls staðar séu þar minnihlutahópar á ferð.Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Markmið með stofnun þeirra var að varðveita frið og öryggi, efla vinsamlega sambúð þjóða byggða á virðingu fyrir jafnrétti og sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga og þjóða, koma á samvinnu um lausn alþjóðavandamála og stuðla að virðingu fyrir mannréttindum án tillits til kynþáttar, kyns, tungu eða trúarbragða. Sameinuðu þjóðirnar ráða ekki sjálfar yfir herliði og þurfa aðildarríkin því að bjóða fram herlið og aðra aðstoð. Öryggisráðið mælir með aðgerðum til lausnar deilum milli ríkja – eða átökum innan ríkja og getur ákveðið að senda friðargæslulið á átakasvæði. Ráðið getur einnig falið ríkjum að beita þvingunaraðgerðum, efnahagslegum refsiaðgerðum eða gripið til sameiginlegra hernaðaraðgerða gegn árásaraðila.Neitunarvald Fimm ríki, sigurvegarar í síðari heimsstyrjöldinni, gegndu lykilhlutverki við stofnun Sameinuðu þjóðanna: Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Sovétríkin. Höfundar sáttmála Sameinuðu þjóðanna gerðu ráð fyrir að þessi fimm ríki héldu áfram að tryggja frið í heiminum og fengu þær því fastasæti í Öryggisráðinu. Auk þess var ákveðið að þau fengju neitunarvald í ráðinu, þannig að ef eitthvert þeirra greiddi atkvæði gegn tillögum um aðgerðir, gæti ráðið ekki samþykkt tillöguna. Þetta neitunarvald hefur verið gagnrýnt, enda reynst Akkillesarhæll í starfi samtakanna, og í tvo áratugi hefur verið reynt að finna leið til þess að höggva á þennan Gordíonshnút, en lítið hefur gengið, einkum vegna áhrifa frá voldugum vopnasölum heimsins. Margir telja skipan í Öryggisráðið, valdamestu stofnun Sameinuðu þjóðanna, endurspegla úrelta heimsmynd. M.a. hafi ríki Evrópu meiri völd en ríki annarra heimsálfa. Þriðjungur fulltrúa í Öryggisráðinu kemur frá Evrópu, enda þótt ríki þar séu aðeins fimmtungur aðildarríkjanna sem eru 193. Auk fastafulltrúa Kína í ráðinu eru aðeins tveir fulltrúar frá Asíu, kjörnir til tveggja ára. Ríki Afríku eiga engan fastafulltrúa en þrír fulltrúar eru kjörnir til tveggja ára. Afríka og Asía eiga því aðeins sex fulltrúa í Öryggisráðinu þótt ríki úr þessum heimsálfum séu helmingur aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna.Menning, listir og mannúð Þrátt fyrir misrétti, manndráp og ofbeldi blómstrar menning og listir um allan heim: myndlist, bókmenntir, leiklist að ógleymdri tónlist af ýmsu tagi. Auk þess vinna mannúðarsamtök og samtök sjálfboðaliða ómetanlegt starf. Þá hefur menntun aukist á öllum sviðum og tækni opnað nýjar leiðir í atvinnulífi, framleiðslu og tómstundum. Komin er fram tækni sem á eftir að leysa flestan þann vanda sem stafar af hlýnun jarðar, en hitasveiflur á jörðinni eru ekki nýtt fyrirbæri. Á Íslandi vex upp kynslóð sem er betur menntuð en nokkur fyrri kynslóð á þessu kalda landi, sem var eitt fátækasta land í Evrópu fyrir einni öld en er nú meðal ríkustu þjóða heims. Því má segja að Ísland hafi ferðast þúsund ár á einni öld. Við lifum því enn á öld öfganna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun