Rósa Björk um áfengisfrumvarpið: „Þetta er vandræðaleg þráhyggja hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins til að afvegaleiða umræðuna“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 13:08 Rósa Björk gagnrýndi áfengisfrumvarpið ásamt fleirum í stjórnarandstöðu Vísir/Stefán Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í Víglínunni að víðtækur stuðningur væri innan Sjálfstæðisflokksins um áfengisfrumvarpið. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, gagnrýndi þetta harðlega ásamt Birgittu Jónsdóttur. Mikil umræða var um umrætt frumvarp og vildu sumir þingmenn meina að frumvarpið væri ítrekað sett fram þegar nauðsynlegt væri að ræða önnur og mikilvægari mál.Vandræðaleg þráhyggja„Þetta er vandræðaleg þráhyggja hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins til að afvegaleiða umræðuna,“ segir Rósa og bendir jafnframt á að Sigurður Kári Kristjánsson hafi einnig lagt þetta frumvarp fram árið 2009 þegar efnahagskreppan var komin á fullt. Þá hafi hann viljað ræða vín í búðir. Síðan hafi þetta frumvarp alltaf verið tekið fram þegar „hneykslismálin skóku Sjálfstæðisflokkinn“ líkt og Rósa orðaði það. Rósa Björk bendir jafnframt á að áfengisfrumvarpið stríði gegn ráðlegginum landlæknis og forvörnumÖnnur málefni skipta máliBirgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, sagði að hún teldi að málið ætti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu enda væri það umdeilt á meðal þjóðarinnar og málefnið sé þverpólitískt. „Þjóðin er mjög skipt,“ segir Birgitta og bendir á að að væri annað sem þyrfti að ræða í þinginu. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa í huga að alltaf þegar við byrjum að tala um þetta mál þá er mikil umræða og aðrir hlutir fá á sig ryk. Mér finnst merkilegt að fjalla frekar um frí forsætisráðherra og skýrslu hans,“ bendir Birgitta á og á þar við nýtútkomna skýrslu um skiptingu leiðréttingarinnar og hörð viðbrögð við henni. Birgitta beindi jafnframt þeirri spurningu til Teits hvort að áfengisfrumvarpið væri eitt af helstu stefnumálum flokksins og vitnar þar í beiðni forseta Alþingis að hver flokkur væri með þrjú skýr áherslumál. Teitur lagði hins vegar áherslu á að hægt væri að sjá stefnumál flokksins í stjórnarsáttmálanum. Víglínan Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira
Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í Víglínunni að víðtækur stuðningur væri innan Sjálfstæðisflokksins um áfengisfrumvarpið. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, gagnrýndi þetta harðlega ásamt Birgittu Jónsdóttur. Mikil umræða var um umrætt frumvarp og vildu sumir þingmenn meina að frumvarpið væri ítrekað sett fram þegar nauðsynlegt væri að ræða önnur og mikilvægari mál.Vandræðaleg þráhyggja„Þetta er vandræðaleg þráhyggja hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins til að afvegaleiða umræðuna,“ segir Rósa og bendir jafnframt á að Sigurður Kári Kristjánsson hafi einnig lagt þetta frumvarp fram árið 2009 þegar efnahagskreppan var komin á fullt. Þá hafi hann viljað ræða vín í búðir. Síðan hafi þetta frumvarp alltaf verið tekið fram þegar „hneykslismálin skóku Sjálfstæðisflokkinn“ líkt og Rósa orðaði það. Rósa Björk bendir jafnframt á að áfengisfrumvarpið stríði gegn ráðlegginum landlæknis og forvörnumÖnnur málefni skipta máliBirgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, sagði að hún teldi að málið ætti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu enda væri það umdeilt á meðal þjóðarinnar og málefnið sé þverpólitískt. „Þjóðin er mjög skipt,“ segir Birgitta og bendir á að að væri annað sem þyrfti að ræða í þinginu. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa í huga að alltaf þegar við byrjum að tala um þetta mál þá er mikil umræða og aðrir hlutir fá á sig ryk. Mér finnst merkilegt að fjalla frekar um frí forsætisráðherra og skýrslu hans,“ bendir Birgitta á og á þar við nýtútkomna skýrslu um skiptingu leiðréttingarinnar og hörð viðbrögð við henni. Birgitta beindi jafnframt þeirri spurningu til Teits hvort að áfengisfrumvarpið væri eitt af helstu stefnumálum flokksins og vitnar þar í beiðni forseta Alþingis að hver flokkur væri með þrjú skýr áherslumál. Teitur lagði hins vegar áherslu á að hægt væri að sjá stefnumál flokksins í stjórnarsáttmálanum.
Víglínan Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira