Mike Pence ver svívirðingar Trump í garð dómarans Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. febrúar 2017 21:22 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, varði ummæli forsetans Donald Trump í garð alríkisdómarans James Robart, sem úrskurðaði að tilskipun Trump um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum ætti ekki rétt á sér. Ákvörðun Robart gerði forsetann æfan, sem tók sig til og nýtti sér Twitter aðgang sinn til að gera lítið úr dómaranum. Sagði hann ákvörðun dómarans „vera fáránlega“ og að henni „yrði hnekkt.“Sjá einnig: Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabannDómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áfrýjaði banni dómarans, en áfrýjunardómstóll hafnaði beiðninni og því ljóst að tilskipunin er ekki í gildi, að svo stöddu. „Forseti Bandaríkjanna á allan rétt á því að gagnrýna dómsvaldið og löggjafarvaldið,“ sagði Pence, en óvenjulegt þykir þó að forsetinn ráðist með þessum hætti á einstaklinga sem vinna innan dómsvaldsins. „Ég held ekki að hann hafi verið að efast um lögmæti dómarans,“ sagði Pence, sem tók fram að hann hefði fulla trú á því að tilskipun forsetans muni lifa af meðferð dómstóla.„Við erum þess fullviss um að aðgerðir forsetans eru fullkomlega löglegar samkvæmt stjórnarskránni,“ sagði Pence, sem sagði auk þess að innflytjendabannið hefði „ekkert með trú að gera,“ en mikill meirihluti ríkisborgara í löndunum sjö, sem falla undir tilskipun Trump, eru múslímar. Margir þingmenn, Demókratar sem og Repúblikanar, hafa gagnrýnt Trump harðlega fyrir að skipta sér af dómstiginu með þessum hætti. „Við höfum forseta, sem ég er mjög hræddur um að sé að snúa Bandaríkjunum í átt að valdboðsstjórn, en hann hefur augljósa fyrirlitningu á dómsstiginu okkar,“ sagði fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders. „Við erum lýðræði, en ekki eins manns þáttur. Við erum ekki enn eitt Trump fyrirtækið.“ Donald Trump Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, varði ummæli forsetans Donald Trump í garð alríkisdómarans James Robart, sem úrskurðaði að tilskipun Trump um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum ætti ekki rétt á sér. Ákvörðun Robart gerði forsetann æfan, sem tók sig til og nýtti sér Twitter aðgang sinn til að gera lítið úr dómaranum. Sagði hann ákvörðun dómarans „vera fáránlega“ og að henni „yrði hnekkt.“Sjá einnig: Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabannDómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áfrýjaði banni dómarans, en áfrýjunardómstóll hafnaði beiðninni og því ljóst að tilskipunin er ekki í gildi, að svo stöddu. „Forseti Bandaríkjanna á allan rétt á því að gagnrýna dómsvaldið og löggjafarvaldið,“ sagði Pence, en óvenjulegt þykir þó að forsetinn ráðist með þessum hætti á einstaklinga sem vinna innan dómsvaldsins. „Ég held ekki að hann hafi verið að efast um lögmæti dómarans,“ sagði Pence, sem tók fram að hann hefði fulla trú á því að tilskipun forsetans muni lifa af meðferð dómstóla.„Við erum þess fullviss um að aðgerðir forsetans eru fullkomlega löglegar samkvæmt stjórnarskránni,“ sagði Pence, sem sagði auk þess að innflytjendabannið hefði „ekkert með trú að gera,“ en mikill meirihluti ríkisborgara í löndunum sjö, sem falla undir tilskipun Trump, eru múslímar. Margir þingmenn, Demókratar sem og Repúblikanar, hafa gagnrýnt Trump harðlega fyrir að skipta sér af dómstiginu með þessum hætti. „Við höfum forseta, sem ég er mjög hræddur um að sé að snúa Bandaríkjunum í átt að valdboðsstjórn, en hann hefur augljósa fyrirlitningu á dómsstiginu okkar,“ sagði fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders. „Við erum lýðræði, en ekki eins manns þáttur. Við erum ekki enn eitt Trump fyrirtækið.“
Donald Trump Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira