Lungun orðin risastór Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2017 07:00 Aníta Hinriksdóttir kemur hér í mark á nýju Íslandsmeti. Vísir/Hann Aníta Hinriksdóttir bætti Íslandsmetið í 800 metra hlaupi kvenna innanhúss í sjöunda sinn á laugardaginn en hún stóðst pressuna sem var sett á hana en hlaup Anítu var hápunkturinn á Frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. Aníta eignaðist Íslandsmetið í 800 metra hlaupi innanhúss fyrir rétt rúmum fimm árum þegar hún sló tæplega 35 ára met Lilju Guðmundsdóttur. Lilja hljóp á 2:09,72 mínútum árið 1977 en Aníta var þarna strax búin að bæta metið um næstum því fjórar sekúndur. Nú fimm árum síðar hefur hún skafið aðrar fjórar sekúndur af metinu. Aníta hljóp á 2:01,18 mínútum um helgina. Hún var búin að bæta þetta met 2012, 2013, 2014 og 2015 en nú voru að verða tvö ár síðan hún bætti það síðast. Sigurbjörn Árni Arngrímsson lýsti hlaupinu ekki bara í sjónvarpinu heldur líka í hátalarakerfi Laugardalshallarinnar. Það leit ekki út fyrir að þetta væri methlaup í byrjun. Kannski má segja sem svo að lýsing Sigurbjörns Árna hafi hreinlega kveikt í Anítu því hún átti frábæran endasprett í hlaupinu. „Þetta er svona í það rólegasta kannski en sjáum hvað gerist,“ lýsti Sigurbjörn Árni en svo fór íslenska hlaupadrottningin af stað. „Aníta er komin á fleygiferð og sjáum til hvað hún gerir hér. Hedda Hynne fylgir henni eftir og virðist vera sú eina sem á einhvern möguleika í hana, sagði Sigurbjörn Árni og var kominn á fullt eins og hlaupararnir. „Þvílíkir seinni 400 metrar. Þær áttu aldrei séns, þvílíkt hlaup hjá Anítu Hinriksdóttur,“ sagði Sigurbjörn og allir í salnum gátu tekið undir það. Aníta var ánægð í sjónvarpsviðtali strax eftir hlaupið. „Það er pressa að vera á heimavelli en ég var ánægð með hvernig ég tæklaði það.Það kom hrikalegur andi með heimaáhorfendunum. Þetta var jafnt hlaup en ég var sérstaklega ánægð með síðasta hringinn. Það hefur stundum verið minn akkillesarhæll,“ sagði Aníta í viðtali í útsendingu Sjónvarpsins frá mótinu en Aníta lítur vel út eftir æfingaferðina til Suður-Afríku. „Það hefur gengið mjög vel að æfa. Þetta hefur verið öðruvísi uppbygging eins og við var að búast. Við erum meira í þoli núna og grunn fyrir sumarið. Það er minna af þessum hrikalega erfiðu innanhússæfingum. Ég er búin að vera í háfjallaþjálfun þannig að lungun eru vonandi orðin risastór,“ sagði Aníta. Hún er á leiðinni í EM í Belgrad og verður ekki sú eina því Arna Stefanía Guðmundsdóttir náði lágmarkinu í 400 metra hlaupi á mótinu. „Það er snilld að fá Örnu Stefaníu með á EM. Við erum vanar að vera saman í herbergi og gerum hvorri annarri mjög gott,“ sagði Aníta. EM í Belgrad fer fram 3. til 5. mars. Frjálsar íþróttir Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir bætti Íslandsmetið í 800 metra hlaupi kvenna innanhúss í sjöunda sinn á laugardaginn en hún stóðst pressuna sem var sett á hana en hlaup Anítu var hápunkturinn á Frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. Aníta eignaðist Íslandsmetið í 800 metra hlaupi innanhúss fyrir rétt rúmum fimm árum þegar hún sló tæplega 35 ára met Lilju Guðmundsdóttur. Lilja hljóp á 2:09,72 mínútum árið 1977 en Aníta var þarna strax búin að bæta metið um næstum því fjórar sekúndur. Nú fimm árum síðar hefur hún skafið aðrar fjórar sekúndur af metinu. Aníta hljóp á 2:01,18 mínútum um helgina. Hún var búin að bæta þetta met 2012, 2013, 2014 og 2015 en nú voru að verða tvö ár síðan hún bætti það síðast. Sigurbjörn Árni Arngrímsson lýsti hlaupinu ekki bara í sjónvarpinu heldur líka í hátalarakerfi Laugardalshallarinnar. Það leit ekki út fyrir að þetta væri methlaup í byrjun. Kannski má segja sem svo að lýsing Sigurbjörns Árna hafi hreinlega kveikt í Anítu því hún átti frábæran endasprett í hlaupinu. „Þetta er svona í það rólegasta kannski en sjáum hvað gerist,“ lýsti Sigurbjörn Árni en svo fór íslenska hlaupadrottningin af stað. „Aníta er komin á fleygiferð og sjáum til hvað hún gerir hér. Hedda Hynne fylgir henni eftir og virðist vera sú eina sem á einhvern möguleika í hana, sagði Sigurbjörn Árni og var kominn á fullt eins og hlaupararnir. „Þvílíkir seinni 400 metrar. Þær áttu aldrei séns, þvílíkt hlaup hjá Anítu Hinriksdóttur,“ sagði Sigurbjörn og allir í salnum gátu tekið undir það. Aníta var ánægð í sjónvarpsviðtali strax eftir hlaupið. „Það er pressa að vera á heimavelli en ég var ánægð með hvernig ég tæklaði það.Það kom hrikalegur andi með heimaáhorfendunum. Þetta var jafnt hlaup en ég var sérstaklega ánægð með síðasta hringinn. Það hefur stundum verið minn akkillesarhæll,“ sagði Aníta í viðtali í útsendingu Sjónvarpsins frá mótinu en Aníta lítur vel út eftir æfingaferðina til Suður-Afríku. „Það hefur gengið mjög vel að æfa. Þetta hefur verið öðruvísi uppbygging eins og við var að búast. Við erum meira í þoli núna og grunn fyrir sumarið. Það er minna af þessum hrikalega erfiðu innanhússæfingum. Ég er búin að vera í háfjallaþjálfun þannig að lungun eru vonandi orðin risastór,“ sagði Aníta. Hún er á leiðinni í EM í Belgrad og verður ekki sú eina því Arna Stefanía Guðmundsdóttir náði lágmarkinu í 400 metra hlaupi á mótinu. „Það er snilld að fá Örnu Stefaníu með á EM. Við erum vanar að vera saman í herbergi og gerum hvorri annarri mjög gott,“ sagði Aníta. EM í Belgrad fer fram 3. til 5. mars.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Sjá meira