Sá hefur gert það að vana að reikna út stöðu efstu liða á styrkleikalistanum áður en hann er formlega gefinn út af FIFA.
Sjá einnig: Strákarnir okkar aldrei verið ofar á heimslistanum
Samkvæmt útreikningnum verður Ísland í 20. sæti á næsta lista og en liðið hefur aldrei verið ofar. Strákarnir okkar hafa verið í 21. sætinu síðan í október.
Ísland vann Kína, 2-0, í síðasta mánuði og tapaði svo fyrir Síle, 1-0, í Kínabikarnum í janúarmánuði.
Sem fyrr er Ísland efst Norðurlandaþjóðanna en okkar menn mæta næst Mexíkó í vináttuleik ytra aðfaranótt fimmtudags.
Os adelanto el TOP-60 Ranking FIFA que será publicado el próximo jueves. Calentito, recién sacado del horno. pic.twitter.com/EsbrURrULZ
— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) February 6, 2017