Á þriðja hundrað ferðamenn slösuðust í umferðinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. febrúar 2017 06:30 Þessi bíll fór út af Reykjanesbraut, valt og endaði á toppnum. vísir/heiða Meira en 220 erlendir ferðamenn slösuðust í umferðinni á Íslandi árið 2016. Þetta sýna nýjar tölur Samgöngustofu sem kynntar verða á morgunverðarfundi Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka fjármálafyrirtækja um umferðaröryggi sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica í dag.Á árinu 2014 slösuðust 123 en árið eftir var fjöldinn kominn í 213. Á liðnu ári slösuðust svo 223 erlendir ferðamenn og þar af létust tveir hinna slösuðu. Fjöldi slasaðra ferðamanna það árið er 15,7 prósent af heildarfjölda slasaðra það árið. Aukningin árið 2015 var hlutfallslega mun meiri en sem nemur fjölgun ferðamanna á Íslandi en aukningin 2016 var hlutfallslega minni. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar hjá Samgöngustofu, segist ekki vera með skýringar á þessari þróun en bendir á að slysum hafi fjölgað mikið yfir vetrartímann árið 2015. Aðstæður í umferðinni yfir vetrartímann séu mun erfiðari en á sumrin. „Margir sem koma á sumrin lenda í aðstæðum sem þeir þekkja ekki, þröngum vegum og lausamöl. En á veturna er þetta oft enn þá meira framandi,“ segir hann. Þegar rýnt er í upplýsingar um ástæður slysa má sjá sjá að 73 prósent erlendra ferðamanna sem lenda í slysum keyra út af eða velta bílnum. Aðrir sem slasast keyra út af eða velta bílnum í einungis 23 prósentum tilvika. „Ástæðan fyrir þessu er sú að erlendir ferðamenn eru nánast bara að keyra í dreifbýli á meðan Íslendingar aka nánast bara í þéttbýli. Útafakstur og bílveltur eru mjög dæmigerð dreifbýlisslys,“ segir Gunnar Geir. Hann segir þessa niðurstöðu sýna að ýmislegt megi bæta við vegakerfið til þess að bæta umferðaröryggi. Til dæmis séu vegrið ekki nógu víða. „Þetta er auðvitað eitt af því sem þarf að laga og að umhverfi veganna sé þannig að það liggi ekki dauðarefsing við því að aka út af, eins og sums staðar er,“ segir Gunnar Geir. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur til skoðunar hvort mögulegt sé að leggja gjald á notkun nagladekkja. Gunnar Geir segir umræðuna um nagladekk vera flókna. „Slysin á erlendum ferðamönnum eru 95 prósent í dreifbýli enda fer akstur þeirra langmest fram í dreifbýli. Af 223 slösuðum útlendingum voru 11 sem slösuðust í þéttbýli. Það setur þetta í samhengi og það er alveg glórulaust ef bílaleigum yrði bannað að hafa nagladekk undir bílum sínum. Umræðan um nagladekk í borginni er síðan allt annars eðlis. Það þarf að passa að setja þetta ekki allt saman undir sama hatt,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Meira en 220 erlendir ferðamenn slösuðust í umferðinni á Íslandi árið 2016. Þetta sýna nýjar tölur Samgöngustofu sem kynntar verða á morgunverðarfundi Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka fjármálafyrirtækja um umferðaröryggi sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica í dag.Á árinu 2014 slösuðust 123 en árið eftir var fjöldinn kominn í 213. Á liðnu ári slösuðust svo 223 erlendir ferðamenn og þar af létust tveir hinna slösuðu. Fjöldi slasaðra ferðamanna það árið er 15,7 prósent af heildarfjölda slasaðra það árið. Aukningin árið 2015 var hlutfallslega mun meiri en sem nemur fjölgun ferðamanna á Íslandi en aukningin 2016 var hlutfallslega minni. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar hjá Samgöngustofu, segist ekki vera með skýringar á þessari þróun en bendir á að slysum hafi fjölgað mikið yfir vetrartímann árið 2015. Aðstæður í umferðinni yfir vetrartímann séu mun erfiðari en á sumrin. „Margir sem koma á sumrin lenda í aðstæðum sem þeir þekkja ekki, þröngum vegum og lausamöl. En á veturna er þetta oft enn þá meira framandi,“ segir hann. Þegar rýnt er í upplýsingar um ástæður slysa má sjá sjá að 73 prósent erlendra ferðamanna sem lenda í slysum keyra út af eða velta bílnum. Aðrir sem slasast keyra út af eða velta bílnum í einungis 23 prósentum tilvika. „Ástæðan fyrir þessu er sú að erlendir ferðamenn eru nánast bara að keyra í dreifbýli á meðan Íslendingar aka nánast bara í þéttbýli. Útafakstur og bílveltur eru mjög dæmigerð dreifbýlisslys,“ segir Gunnar Geir. Hann segir þessa niðurstöðu sýna að ýmislegt megi bæta við vegakerfið til þess að bæta umferðaröryggi. Til dæmis séu vegrið ekki nógu víða. „Þetta er auðvitað eitt af því sem þarf að laga og að umhverfi veganna sé þannig að það liggi ekki dauðarefsing við því að aka út af, eins og sums staðar er,“ segir Gunnar Geir. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur til skoðunar hvort mögulegt sé að leggja gjald á notkun nagladekkja. Gunnar Geir segir umræðuna um nagladekk vera flókna. „Slysin á erlendum ferðamönnum eru 95 prósent í dreifbýli enda fer akstur þeirra langmest fram í dreifbýli. Af 223 slösuðum útlendingum voru 11 sem slösuðust í þéttbýli. Það setur þetta í samhengi og það er alveg glórulaust ef bílaleigum yrði bannað að hafa nagladekk undir bílum sínum. Umræðan um nagladekk í borginni er síðan allt annars eðlis. Það þarf að passa að setja þetta ekki allt saman undir sama hatt,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira