Hefði ekki getað fyrirgefið sjálfum sér ef dómarinn sem hann þrumaði í hefði slasast illa Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2017 11:30 Denis Shapovalov negldi bolta í andlitið á Arnaud Gabas. vísir/afp Kanadíski tenniskappinn Denis Shapovalov segir að hann hefði aldrei getað fyrirgefið sjálfum sér ef dómarinn sem hann þrumaði tennisbolta í andlitið á hefði slasast illa. Hinn sautján ára Shapovalov var dæmdur úr leik fyrir að slá tennisbolta af miklum krafti í andlit dómara í viðureign Bretlands og Kanada í Davis-bikarnum á sunnudaginn. Þetta var óviljaverk hjá Kanadamanninum en hann var engu að síður dæmdur úr leik. Dómarinn slasaðist ekki alvarlega og fékk einlæga afsökunarbeiðni frá Shapovalov eftir viðureignina. Svo fór að Bretar fögnuðu sigri í viðureigninni á móti Kanada vegna þessa, 3-2. Shapovalov skammaðist sín mjög. „Ég veit hversu hættulegt þetta getur verið. Mín fyrstu viðbrögð voru að athuga hvort dómarinn væri í lagi,“ segir Shapovalov í viðtali við BBC.„Ég leit á dómarann og sá að hann hélt um augað. Eftir það var ég í áfalli. Ég man eiginlega ekki hvað gerðist næstu tíu mínúturnar. Ég man bara eftir því að hafa farið að bekknum og spurt dómarann hvort það væri í lagi með hann.“ Shapovalov slapp við þyngstu refsingu sem er sekt upp á 12.000 dali en hann var sektaður um 7.000 dali þar sem augljóslega var um óviljaverk að ræða. Kanadamaðurinn segir að dómarinn hafi verið hressari skömmu eftir leikinn og sló á létta strengi þegar hann fór og bað hann afsökunar. Dómarinn er franskur og heitir Arnaud Gabas. Farið var með hann á sjúkrahús til skoðunnar en sem betur fer kom í ljós að augað á honum var í lagi. „Ég hef fengið bolta í mig á marga staði líkamans og veit hversu hættulegt þetta er. Ég er bara heppinn að það er allt í lagi með hann. Ef hann hefði slasast illa hefði ég aldrei getað fyrirgefið sjálfum mér. Ég hefði bara ekki komist yfir það,“ segir Denis Shapovalov.Shapovalov athuga hvort í lagi sé með Gabas.vísir/afp Tennis Tengdar fréttir Tenniskappinn slapp með sekt Denis Shapovalov sló tennisbolta í andlit dómara af miklum krafti um helgina. 7. febrúar 2017 08:30 Þrumaði tennisbolta í andlit dómara og var dæmdur úr leik Ótrúleg uppákoma í viðureign Kanada og Bretlands í Davis-bikarnum í gær. 6. febrúar 2017 13:00 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Sjá meira
Kanadíski tenniskappinn Denis Shapovalov segir að hann hefði aldrei getað fyrirgefið sjálfum sér ef dómarinn sem hann þrumaði tennisbolta í andlitið á hefði slasast illa. Hinn sautján ára Shapovalov var dæmdur úr leik fyrir að slá tennisbolta af miklum krafti í andlit dómara í viðureign Bretlands og Kanada í Davis-bikarnum á sunnudaginn. Þetta var óviljaverk hjá Kanadamanninum en hann var engu að síður dæmdur úr leik. Dómarinn slasaðist ekki alvarlega og fékk einlæga afsökunarbeiðni frá Shapovalov eftir viðureignina. Svo fór að Bretar fögnuðu sigri í viðureigninni á móti Kanada vegna þessa, 3-2. Shapovalov skammaðist sín mjög. „Ég veit hversu hættulegt þetta getur verið. Mín fyrstu viðbrögð voru að athuga hvort dómarinn væri í lagi,“ segir Shapovalov í viðtali við BBC.„Ég leit á dómarann og sá að hann hélt um augað. Eftir það var ég í áfalli. Ég man eiginlega ekki hvað gerðist næstu tíu mínúturnar. Ég man bara eftir því að hafa farið að bekknum og spurt dómarann hvort það væri í lagi með hann.“ Shapovalov slapp við þyngstu refsingu sem er sekt upp á 12.000 dali en hann var sektaður um 7.000 dali þar sem augljóslega var um óviljaverk að ræða. Kanadamaðurinn segir að dómarinn hafi verið hressari skömmu eftir leikinn og sló á létta strengi þegar hann fór og bað hann afsökunar. Dómarinn er franskur og heitir Arnaud Gabas. Farið var með hann á sjúkrahús til skoðunnar en sem betur fer kom í ljós að augað á honum var í lagi. „Ég hef fengið bolta í mig á marga staði líkamans og veit hversu hættulegt þetta er. Ég er bara heppinn að það er allt í lagi með hann. Ef hann hefði slasast illa hefði ég aldrei getað fyrirgefið sjálfum mér. Ég hefði bara ekki komist yfir það,“ segir Denis Shapovalov.Shapovalov athuga hvort í lagi sé með Gabas.vísir/afp
Tennis Tengdar fréttir Tenniskappinn slapp með sekt Denis Shapovalov sló tennisbolta í andlit dómara af miklum krafti um helgina. 7. febrúar 2017 08:30 Þrumaði tennisbolta í andlit dómara og var dæmdur úr leik Ótrúleg uppákoma í viðureign Kanada og Bretlands í Davis-bikarnum í gær. 6. febrúar 2017 13:00 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Sjá meira
Tenniskappinn slapp með sekt Denis Shapovalov sló tennisbolta í andlit dómara af miklum krafti um helgina. 7. febrúar 2017 08:30
Þrumaði tennisbolta í andlit dómara og var dæmdur úr leik Ótrúleg uppákoma í viðureign Kanada og Bretlands í Davis-bikarnum í gær. 6. febrúar 2017 13:00
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn