Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Birgir Olgeirsson skrifar 8. febrúar 2017 12:28 Ferðamenn áttu erfitt með sig í hvassviðrinu á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Vísir/GVA Suðaustan rok eða ofsaveður hefur gengið yfir landið vestanvert í morgun. Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skilin á lægðina koma nú inn á landið yst á Reykjanesinu. Um klukkan eitt ættu skilin að fara yfir höfuðborgarsvæðinu og mun lægja nokkuð hratt í kjölfarið.Ferðamenn velta fyrir sér gangbrautinni við Höfðatorg þar sem geta myndast ansi hressilegar vindhviður.Vísir/GVAÓttast er um einn af þessum krönum í Bæjarlind í Kópavogi.Vísir/EyþórStarfsfólki tannlæknastofunnar Tannlind í Kópavogi var gert að rýma húsnæði sitt á efstu hæð í Bæjarlind vegna byggingarkrana sem óttast var að færi á hliðina vegna hvassviðris. Lokað var fyrir umferð um Bæjarlind en fleiri starfstöðvar voru rýmdar. Í tilkynningu frá lögreglunni rétt fyrir klukkan eitt kemur fram að búið sé að opna aftur fyrir umferð um götuna. Búið er að tryggja kranann.Hér má sjá eldingu yfir Vestmannaeyjum í hádeginu í dag.Vísir/Ólafur JóhannessonÞessum skilum fylgdu þrumur og eldingar og mældust einhverjir tugir eldinga suður af landinu um hádegið og örfáar yfir suðvesturhorninu, að sögn Veðurstofu Íslands sem segir þetta í takt við veðrið. Ragnar Waage Pálmason náði þessu myndbandi að neðan af þrumum og eldingum í Vestmannaeyjum í hádeginu.Óttar Karlsson, innivarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliðið hafa þurft að sinna fjölda útkalla það sem af er degi. Allar stöðvar sinni einhverri vinnu sem snýr að þakplötum og gámum að fjúka og fleiru í þeim dúr. Auk slökkviliðsmanna var fjöldi björgunarsveitarmanna að störfum vegna veðurs. Á Keflavíkurflugvelli voru fjórar vélar sem ekki náðu að tengjast flugstöð vegna veðurs. Nú er veður hins vegar að mestu gengið niður á svæðinu. Af þessum fjórum vélum biðu farþegar einnar vélar í rúma tvo tíma eftir að tengjast flugstöð. Þá var farþegaþota frá SAS á leið til Keflavíkurflugvallar sem þurfti að hringsóla yfir Reykjanesi vegna veður en vélin lenti um klukkan eitt í dag. Melkorka Ólafsdóttir náði myndbandi af ferðamönnum í basli við Hörpu í morgun þar sem var afar hvasst í morgun. #welcometoharpa A video posted by Melkorka Olafsdottir (@korkur) on Feb 8, 2017 at 3:49am PST Hér fyrir neðan má sjá fleiri sem áttu í vandræðum með rokið Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Suðaustan rok eða ofsaveður hefur gengið yfir landið vestanvert í morgun. Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skilin á lægðina koma nú inn á landið yst á Reykjanesinu. Um klukkan eitt ættu skilin að fara yfir höfuðborgarsvæðinu og mun lægja nokkuð hratt í kjölfarið.Ferðamenn velta fyrir sér gangbrautinni við Höfðatorg þar sem geta myndast ansi hressilegar vindhviður.Vísir/GVAÓttast er um einn af þessum krönum í Bæjarlind í Kópavogi.Vísir/EyþórStarfsfólki tannlæknastofunnar Tannlind í Kópavogi var gert að rýma húsnæði sitt á efstu hæð í Bæjarlind vegna byggingarkrana sem óttast var að færi á hliðina vegna hvassviðris. Lokað var fyrir umferð um Bæjarlind en fleiri starfstöðvar voru rýmdar. Í tilkynningu frá lögreglunni rétt fyrir klukkan eitt kemur fram að búið sé að opna aftur fyrir umferð um götuna. Búið er að tryggja kranann.Hér má sjá eldingu yfir Vestmannaeyjum í hádeginu í dag.Vísir/Ólafur JóhannessonÞessum skilum fylgdu þrumur og eldingar og mældust einhverjir tugir eldinga suður af landinu um hádegið og örfáar yfir suðvesturhorninu, að sögn Veðurstofu Íslands sem segir þetta í takt við veðrið. Ragnar Waage Pálmason náði þessu myndbandi að neðan af þrumum og eldingum í Vestmannaeyjum í hádeginu.Óttar Karlsson, innivarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliðið hafa þurft að sinna fjölda útkalla það sem af er degi. Allar stöðvar sinni einhverri vinnu sem snýr að þakplötum og gámum að fjúka og fleiru í þeim dúr. Auk slökkviliðsmanna var fjöldi björgunarsveitarmanna að störfum vegna veðurs. Á Keflavíkurflugvelli voru fjórar vélar sem ekki náðu að tengjast flugstöð vegna veðurs. Nú er veður hins vegar að mestu gengið niður á svæðinu. Af þessum fjórum vélum biðu farþegar einnar vélar í rúma tvo tíma eftir að tengjast flugstöð. Þá var farþegaþota frá SAS á leið til Keflavíkurflugvallar sem þurfti að hringsóla yfir Reykjanesi vegna veður en vélin lenti um klukkan eitt í dag. Melkorka Ólafsdóttir náði myndbandi af ferðamönnum í basli við Hörpu í morgun þar sem var afar hvasst í morgun. #welcometoharpa A video posted by Melkorka Olafsdottir (@korkur) on Feb 8, 2017 at 3:49am PST Hér fyrir neðan má sjá fleiri sem áttu í vandræðum með rokið
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira