Í tilkynningu frá Nordstrom, einni stærstu verslunarkeðju Bandaríkjanna segir að ákvörðunin hafi ekki verið pólitísk, vörurnar hefðu einfaldlega ekki selst vel.
Þetta virðist hafa farið öfugt ofan í Trump sem gagnrýndi verslunarkeðjuna á Twitter í dag. Þar sagði hann að Nordstrom hefði farið illa með Ivönku sem væri frábær manneskja.
Hlutabréf í Nordstrom lækkuðu í fyrstu um 0,7 prósent eftir tístið frá Trump en náði sér aftur á strik síðar um daginn.
My daughter Ivanka has been treated so unfairly by @Nordstrom. She is a great person -- always pushing me to do the right thing! Terrible!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 8, 2017